Sigla ekki nálægt arnarhreiðrum Freyr Bjarnason skrifar 1. ágúst 2014 11:45 Brot gegn lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum varðar sektum eða fangelsi. Nordicphotos/Getty Ferðaþjónustufyrirtæki sækjast sum hver eftir því við Umhverfisstofnun að fá að sigla nálægt arnarhreiðrum án þess að þeim verði kápan úr því klæðinu. „Það er ekki sjálfgefið að við veitum þessi leyfi enda getur umferð við hreiður haft truflandi áhrif á varpið. Fólk er yfirleitt með góðar græjur í dag og getur tekið myndir úr góðri fjarlægð,“ segir Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, aðspurður. Á heimasíðu sinni áréttar stofnunin að samkvæmt lögum sé óheimilt frá 15. mars til 15. ágúst að koma nær arnarhreiðrum en 500 metra nema brýna nauðsyn beri til. Þar kemur fram að frá árinu 2005 hefur Umhverfisstofnun þrívegis samþykkt að siglt sé með ferðamenn að arnarhreiðrum en jafnoft hafnað slíkri beiðni. Örninn er alfriðaður og brot gegn lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Eitt fyrirtækjanna sem hafa sóst eftir því að komast nálægt arnarhreiðrum, án árangurs, er Sæferðir sem hefur siglt með ferðamenn um Breiðafjörð frá 1986. „Við vorum með leyfi á árum áður en með nýjum herrum hefur það ekki fengist,“ segir Pétur Ágústsson, einn af eigendum Sæferða. „Fyrir þremur árum byrjuðum við að skoða örninn áður en leyfið kom því við vorum svo vissir um að það kæmi. Svo kom það ekki og við fengum bara kæru í staðinn. Hún hefur þvælst í kerfinu síðan og á meðan þýðir ekkert að ræða nein leyfi,“ segir hann. „Okkur finnst ansi hart að vera fyrirtækið sem þeir [Umhverfisstofnun] atast í. Við vitum að það er fjöldi aðila að skoða arnarhreiður. Engir aðrir óska eftir leyfi, þeir bara fara þarna. En við liggjum svolítið vel við höggi því við erum stórir í bransanum og megum ekki við illu umtali.“ Að sögn Péturs voru Sæferðir með leyfi til að skoða arnarhreiður í nokkur ár. „Við fórum þarna í hverri einustu ferð yfir sumartímann og það hafði ekkert að segja gagnvart varpinu. Fuglarnir komu upp ungum og bara vöndust þessu. Ég veit ekki til hvers við erum að vernda örn ef enginn má sjá hann,“ segir hann. „Það er líka hvergi sannað að við höfum orðið til þess að spilla arnarvarpi enda væri það asnaleg hugsun hjá okkur sem erum að lifa á svona fuglaskoðun að ætla sér það.“Beiðnum um myndatökur hefur fjölgað Umhverfisstofnun hefur á síðustu níu árum veitt 67 undanþágur til myndatöku við arnarhreiður en hafnað sex slíkum beiðnum. Þessum beiðnum hefur farið fjölgandi á síðustu árum. „Þetta eru kannski fimm til tíu beiðnir á ári sem við erum að fá,“ segir Ólafur A. Jónsson. „Þetta eru yfirleitt atvinnuljósmyndarar sem hafa áhuga á að ljósmynda erni á hreiðri. Ef við veitum leyfi fylgja þeir leiðbeiningum Náttúrufræðistofnunar um hvar þeir eiga að vera og hvernig þeir eiga að hegða sér.“ Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki sækjast sum hver eftir því við Umhverfisstofnun að fá að sigla nálægt arnarhreiðrum án þess að þeim verði kápan úr því klæðinu. „Það er ekki sjálfgefið að við veitum þessi leyfi enda getur umferð við hreiður haft truflandi áhrif á varpið. Fólk er yfirleitt með góðar græjur í dag og getur tekið myndir úr góðri fjarlægð,“ segir Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, aðspurður. Á heimasíðu sinni áréttar stofnunin að samkvæmt lögum sé óheimilt frá 15. mars til 15. ágúst að koma nær arnarhreiðrum en 500 metra nema brýna nauðsyn beri til. Þar kemur fram að frá árinu 2005 hefur Umhverfisstofnun þrívegis samþykkt að siglt sé með ferðamenn að arnarhreiðrum en jafnoft hafnað slíkri beiðni. Örninn er alfriðaður og brot gegn lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Eitt fyrirtækjanna sem hafa sóst eftir því að komast nálægt arnarhreiðrum, án árangurs, er Sæferðir sem hefur siglt með ferðamenn um Breiðafjörð frá 1986. „Við vorum með leyfi á árum áður en með nýjum herrum hefur það ekki fengist,“ segir Pétur Ágústsson, einn af eigendum Sæferða. „Fyrir þremur árum byrjuðum við að skoða örninn áður en leyfið kom því við vorum svo vissir um að það kæmi. Svo kom það ekki og við fengum bara kæru í staðinn. Hún hefur þvælst í kerfinu síðan og á meðan þýðir ekkert að ræða nein leyfi,“ segir hann. „Okkur finnst ansi hart að vera fyrirtækið sem þeir [Umhverfisstofnun] atast í. Við vitum að það er fjöldi aðila að skoða arnarhreiður. Engir aðrir óska eftir leyfi, þeir bara fara þarna. En við liggjum svolítið vel við höggi því við erum stórir í bransanum og megum ekki við illu umtali.“ Að sögn Péturs voru Sæferðir með leyfi til að skoða arnarhreiður í nokkur ár. „Við fórum þarna í hverri einustu ferð yfir sumartímann og það hafði ekkert að segja gagnvart varpinu. Fuglarnir komu upp ungum og bara vöndust þessu. Ég veit ekki til hvers við erum að vernda örn ef enginn má sjá hann,“ segir hann. „Það er líka hvergi sannað að við höfum orðið til þess að spilla arnarvarpi enda væri það asnaleg hugsun hjá okkur sem erum að lifa á svona fuglaskoðun að ætla sér það.“Beiðnum um myndatökur hefur fjölgað Umhverfisstofnun hefur á síðustu níu árum veitt 67 undanþágur til myndatöku við arnarhreiður en hafnað sex slíkum beiðnum. Þessum beiðnum hefur farið fjölgandi á síðustu árum. „Þetta eru kannski fimm til tíu beiðnir á ári sem við erum að fá,“ segir Ólafur A. Jónsson. „Þetta eru yfirleitt atvinnuljósmyndarar sem hafa áhuga á að ljósmynda erni á hreiðri. Ef við veitum leyfi fylgja þeir leiðbeiningum Náttúrufræðistofnunar um hvar þeir eiga að vera og hvernig þeir eiga að hegða sér.“
Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira