Sameiningar á Vesturlandi Regína Ásvaldsdóttir skrifar 30. júlí 2014 07:00 Akranes slagar upp í Vestfirði. Þessa fyrirsögn mátti lesa í Fréttablaðinu þann 25. júlí sl. þar sem borinn var saman íbúafjöldi á Akranesi og á öllum Vestfjörðum. Íbúum á Akranesi hefur fjölgað jafnt og þétt síðasta áratug enda fjölskylduvænt samfélag og atvinnuástand gott. Samkvæmt síðustu tölum frá Hagstofu Íslands eru íbúar nú um 6.750. Auk þess starfa á annað þúsund manns við stóriðjuverin á Grundartanga, sem er í næsta nágrenni. Næstfjölmennasti þéttbýliskjarninn á Vesturlandi er í Borgarnesi, en þar búa rúmlega 1.800 manns. Þrátt fyrir þessa staðreynd, að Akranes sé langfjölmennasti byggðarkjarninn á Vesturlandi – og nálægt því að vera með sama íbúafjölda og á öllum Vestfjörðum samanlagt, þá dettur stjórnvöldum í hug að flytja sýslumannsembættið á Akranesi til Stykkishólms og lögreglustjóraembættið í Borgarnes. Að vísu segist innanríkisráðherra ekki vera búinn að ákveða endanlega staðsetningu embættanna en samkvæmt umræðuskjali hans um sameiningu sýslumanns og lögreglustjóraembætta þá eru þetta tillögurnar. Langfjölmennasta lögregluliðið á Vesturlandi er á Akranesi og hér er eina lögreglustöðin á svæðinu sem er með sólarhringsvakt, enda er málafjöldinn langmestur.Miðlæg rannsóknardeild Miðlæg rannsóknardeild fyrir allt Vesturland hefur verið staðsett á Akranesi frá árinu 2007 og þar hefur byggst upp mikil sérþekking, meðal annars í rannsóknum kynferðisbrotamála en deildin hefur það hlutverk að veita rannsóknaraðstoð til smærri embættanna á Vesturlandi vegna alvarlegra brota sem þar eru framin. Lögreglan á Akranesi og bæjaryfirvöld hafa einnig unnið saman í heimilisofbeldismálum og hafa í þeirri vinnu stuðst við reynslu lögreglunnar á Suðurnesjum. Nýlega var tilkynnt um ráðningu nýrra sýslumanna og lögreglustjóra á landinu og vil ég fyrir hönd bæjaryfirvalda á Akranesi óska þeim Úlfari Lúðvíkssyni, sem tekur við embætti lögreglustjóra á Vesturlandi, og Ólafi Ólafssyni, sem tekur við embætti sýslumanns á Vesturlandi, til hamingju með ráðningarnar. Jafnframt óska bæjaryfirvöld eftir viðræðum hið fyrsta um endanlegt val á aðalstöðvum nýju embættanna enda um mikið hagsmunamál íbúanna á Akranesi að ræða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Akranes slagar upp í Vestfirði. Þessa fyrirsögn mátti lesa í Fréttablaðinu þann 25. júlí sl. þar sem borinn var saman íbúafjöldi á Akranesi og á öllum Vestfjörðum. Íbúum á Akranesi hefur fjölgað jafnt og þétt síðasta áratug enda fjölskylduvænt samfélag og atvinnuástand gott. Samkvæmt síðustu tölum frá Hagstofu Íslands eru íbúar nú um 6.750. Auk þess starfa á annað þúsund manns við stóriðjuverin á Grundartanga, sem er í næsta nágrenni. Næstfjölmennasti þéttbýliskjarninn á Vesturlandi er í Borgarnesi, en þar búa rúmlega 1.800 manns. Þrátt fyrir þessa staðreynd, að Akranes sé langfjölmennasti byggðarkjarninn á Vesturlandi – og nálægt því að vera með sama íbúafjölda og á öllum Vestfjörðum samanlagt, þá dettur stjórnvöldum í hug að flytja sýslumannsembættið á Akranesi til Stykkishólms og lögreglustjóraembættið í Borgarnes. Að vísu segist innanríkisráðherra ekki vera búinn að ákveða endanlega staðsetningu embættanna en samkvæmt umræðuskjali hans um sameiningu sýslumanns og lögreglustjóraembætta þá eru þetta tillögurnar. Langfjölmennasta lögregluliðið á Vesturlandi er á Akranesi og hér er eina lögreglustöðin á svæðinu sem er með sólarhringsvakt, enda er málafjöldinn langmestur.Miðlæg rannsóknardeild Miðlæg rannsóknardeild fyrir allt Vesturland hefur verið staðsett á Akranesi frá árinu 2007 og þar hefur byggst upp mikil sérþekking, meðal annars í rannsóknum kynferðisbrotamála en deildin hefur það hlutverk að veita rannsóknaraðstoð til smærri embættanna á Vesturlandi vegna alvarlegra brota sem þar eru framin. Lögreglan á Akranesi og bæjaryfirvöld hafa einnig unnið saman í heimilisofbeldismálum og hafa í þeirri vinnu stuðst við reynslu lögreglunnar á Suðurnesjum. Nýlega var tilkynnt um ráðningu nýrra sýslumanna og lögreglustjóra á landinu og vil ég fyrir hönd bæjaryfirvalda á Akranesi óska þeim Úlfari Lúðvíkssyni, sem tekur við embætti lögreglustjóra á Vesturlandi, og Ólafi Ólafssyni, sem tekur við embætti sýslumanns á Vesturlandi, til hamingju með ráðningarnar. Jafnframt óska bæjaryfirvöld eftir viðræðum hið fyrsta um endanlegt val á aðalstöðvum nýju embættanna enda um mikið hagsmunamál íbúanna á Akranesi að ræða.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun