Útlent beikon sem engan drepur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. júlí 2014 06:00 Fréttablaðið birti í gær enn eina staðfestingu þess að innflutningur á kjöti er orðinn umtalsverður vegna þess að innlendir framleiðendur anna ekki eftirspurn. Stór hluti beikons í verzlunum er unninn úr innfluttu svínakjöti. Neytendur standa hins vegar sjálfsagt margir í þeirri trú að þeir séu að kaupa íslenzkt beikon, enda er innflutta beikonið sjaldnast merkt sem slíkt og í búvörugeiranum er þessi innflutningur feimnismál, sem erfitt er að fá menn til að tala um. Kjötinnflutningurinn er hins vegar staðreynd. Afurðastöðvar flytja inn kjúkling, nautakjöt og svínakjöt í stórum stíl. Að sumu leyti er þetta afskaplega jákvætt. Það er búið að prédika yfir neytendum áratugum saman að íslenzkar búvörur séu allar með tölu miklu hollari og heilnæmari en þær útlendu og það geti beinlínis verið hættulegt að leyfa innflutning á erlendum landbúnaðarvörum í stórum stíl. Þann fyrirlestur fengum við síðast frá þingflokksformanni Framsóknarflokksins, sem hafði áhyggjur af að langlífi þjóðarinnar væri í hættu stefnt ef innflutningur á fersku kjöti yrði leyfður. Nú liggur fyrir að þeir, sem stýra afurðastöðvum í landbúnaði, hafa engar áhyggjur af gæðum útlenda kjötsins og kynna það jafnvel sem íslenzkt. Þá getum við hin væntanlega líka hætt að hafa áhyggjur af þeim þætti málsins. Hins vegar sýnir þetta okkur að ræðan um að að ofurtollar og aðrar innflutningshindranir séu nauðsynlegar til að vernda innlenda landbúnaðarframleiðslu fyrir samkeppni og tryggja þannig matvælaöryggi á ekki lengur við rök að styðjast. Ef skyndilega yrði skrúfað fyrir aðföng til landsins, til dæmis vegna styrjaldar eða drepsóttar í viðskiptalöndunum (sem er kannski ögn langsóttur möguleiki) væri Ísland bara alls ekki sjálfu sér nægt um kjöt. Það er líka ókurteisi við neytendur að segja þeim ekki hvar varan sem þeim er boðið upp á er framleidd. Fyrir suma eru það upplýsingar sem skipta miklu máli. Sumir kjósa sjálfsagt íslenzku vöruna frekar, aðrir geta verið þeirrar skoðunar að danskt beikon sé það bezta í heimi og viljað það umfram annað, svo dæmi sé tekið. Þetta ástand á kjötmarkaðnum hlýtur að ýta á eftir stjórnmálamönnunum að gera breytingar á samkeppnisumhverfinu í landbúnaði og lækka tolla á innfluttum búvörum. Þegar innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn neytenda og innflutningur er nauðsyn, er fáránlegt að gera hann svo dýran með háum tollum að neytendur séu jafnvel verr settir. Kjarni málsins er þessi: Íslenzk búvara er vissulega í flestum tilvikum gæðaframleiðsla sem stenzt kröfur neytenda. Við erum hins vegar ekki eina landið í heiminum sem framleiðir slíka gæðavöru. Margir framleiðendur gera jafnvel og þeir íslenzku, eða jafnvel betur. Það er sjálfsagt að innflutningur á búvörum sé sem frjálsastur og svo sé neytendum einfaldlega treyst til að velja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Fréttablaðið birti í gær enn eina staðfestingu þess að innflutningur á kjöti er orðinn umtalsverður vegna þess að innlendir framleiðendur anna ekki eftirspurn. Stór hluti beikons í verzlunum er unninn úr innfluttu svínakjöti. Neytendur standa hins vegar sjálfsagt margir í þeirri trú að þeir séu að kaupa íslenzkt beikon, enda er innflutta beikonið sjaldnast merkt sem slíkt og í búvörugeiranum er þessi innflutningur feimnismál, sem erfitt er að fá menn til að tala um. Kjötinnflutningurinn er hins vegar staðreynd. Afurðastöðvar flytja inn kjúkling, nautakjöt og svínakjöt í stórum stíl. Að sumu leyti er þetta afskaplega jákvætt. Það er búið að prédika yfir neytendum áratugum saman að íslenzkar búvörur séu allar með tölu miklu hollari og heilnæmari en þær útlendu og það geti beinlínis verið hættulegt að leyfa innflutning á erlendum landbúnaðarvörum í stórum stíl. Þann fyrirlestur fengum við síðast frá þingflokksformanni Framsóknarflokksins, sem hafði áhyggjur af að langlífi þjóðarinnar væri í hættu stefnt ef innflutningur á fersku kjöti yrði leyfður. Nú liggur fyrir að þeir, sem stýra afurðastöðvum í landbúnaði, hafa engar áhyggjur af gæðum útlenda kjötsins og kynna það jafnvel sem íslenzkt. Þá getum við hin væntanlega líka hætt að hafa áhyggjur af þeim þætti málsins. Hins vegar sýnir þetta okkur að ræðan um að að ofurtollar og aðrar innflutningshindranir séu nauðsynlegar til að vernda innlenda landbúnaðarframleiðslu fyrir samkeppni og tryggja þannig matvælaöryggi á ekki lengur við rök að styðjast. Ef skyndilega yrði skrúfað fyrir aðföng til landsins, til dæmis vegna styrjaldar eða drepsóttar í viðskiptalöndunum (sem er kannski ögn langsóttur möguleiki) væri Ísland bara alls ekki sjálfu sér nægt um kjöt. Það er líka ókurteisi við neytendur að segja þeim ekki hvar varan sem þeim er boðið upp á er framleidd. Fyrir suma eru það upplýsingar sem skipta miklu máli. Sumir kjósa sjálfsagt íslenzku vöruna frekar, aðrir geta verið þeirrar skoðunar að danskt beikon sé það bezta í heimi og viljað það umfram annað, svo dæmi sé tekið. Þetta ástand á kjötmarkaðnum hlýtur að ýta á eftir stjórnmálamönnunum að gera breytingar á samkeppnisumhverfinu í landbúnaði og lækka tolla á innfluttum búvörum. Þegar innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn neytenda og innflutningur er nauðsyn, er fáránlegt að gera hann svo dýran með háum tollum að neytendur séu jafnvel verr settir. Kjarni málsins er þessi: Íslenzk búvara er vissulega í flestum tilvikum gæðaframleiðsla sem stenzt kröfur neytenda. Við erum hins vegar ekki eina landið í heiminum sem framleiðir slíka gæðavöru. Margir framleiðendur gera jafnvel og þeir íslenzku, eða jafnvel betur. Það er sjálfsagt að innflutningur á búvörum sé sem frjálsastur og svo sé neytendum einfaldlega treyst til að velja.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun