Hefðum getað verið með betra lið og breiðari hóp fyrir sama pening Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júlí 2014 06:00 Neil Shiran Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar KFÍ. Vísir/Vilhelm „Þetta var erfitt fyrir okkur og ég get ímyndað mér að staðan sé svipuð hjá öðrum landsbyggðarliðum,“ segir Neil Shiran Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar KFÍ, í samtali við Fréttablaðið um 4+1-regluna sem tekin var upp fyrir síðasta tímabil og spilað eftir. Hún hafði það í för með sér að lið máttu aðeins spila á einum erlendum leikmanni, hvort sem það var Bandaríkjamaður eða svokallaður Bosman-leikmaður. Góð áhrif reglunnar mátti sjá strax á fyrstu leiktíð þar sem íslenskir leikstjórnendur spruttu upp eins og gorkúlur, en eins og vitað var er erfitt fyrir liðin á landsbyggðinni að halda úti liði með Íslendingum þar sem ungir strákar eru tregir til að yfirgefa höfuðborgarsvæðið og nágrenni þess. Í gær var haldinn formannafundur hjá KKÍ þar sem KFÍ, meðal annars, mælti fyrir því að opna aðeins á 4+1-regluna. Þar á bæ eru menn fyllilega sáttir við að halda sig við einn Bandaríkjamann en opna á fleiri Bosman-leikmenn.Ekkert framboð á störfum „Það sem snýr að okkur er að við erum að missa leikmenn frá okkur á besta aldri – um tvítugt. Strákar sem fara í háskóla flykkjast suður eða eitthvað annað. Það sem verra er, við getum ekki fengið þá til baka því hér vantar störf fyrir háskólamenntaða einstaklinga. Þetta verður alltaf viðvarandi vandi,“ segir Neil Shiran við Fréttablaðið. Þar sem íslenskir leikmenn fengu fleiri mínútur og meiri ábyrgð gátu þeir beðið um hærri samninga, en slegist var um bestu bitana. Lið eins og KFÍ biðu á meðan liðin á höfuðborgarsvæðinu tíndu til sín bestu bitana en þurftu samt að borga sitt fyrir íslenska spilara sem voru kannski ekki eins góðir og þeir sem héldu sig á suðvesturhorninu. „Eðli málsins samkvæmt var þetta dýrara þótt við værum ekkert að bjóða íslenskum strákum gull og græna skóga. En það var aukinn kostnaður. Við vorum líka í þeim aðstæðum að vera með mann sem æfði ekkert með liðinu heldur spilaði bara. Það hefur verið og er ýmislegt reynt til að vera með samkeppnishæft lið. Það er það eina sem við viljum,“ segir Neil Shiran.Vísir/ValliVona að fólk skilji okkur Formaðurinn segir, að best væri að geta haft hjá liðinu 1-2 íslenska leikmenn í landsliðsklassa en þannig menn er erfitt að fá. Svo góðir íslenskir leikmenn sem kæmu vestur væru meiri hugsjónamenn sem vildu rífa upp starfið. Í staðinn hefur KFÍ reynt að ná í góða erlenda leikmenn en á það var lokað fyrir síðasta tímabil. „Þegar þú ert með svona takmarkanir verða innlendu leikmennirnir eðlilega dýrari. Dæmi má taka að við höfum verið að fá slarkfæra miðlungsleikmenn að utan sem hafa komið gegn því að fá sæmilega vinnu. Þá erum við ekki að tala um neitt sérfræðistarf. Þessi 4+1-regla breytti heildarmyndinni rosalega mikið fyrir okkur og ég vona bara að hreyfingin skilji ástæðu okkar fyrir að vilja breyta þessu.“ Ísfirðingar eru vissir um að það að leyfa Bosman-leikmenn muni hjálpa öðrum liðum. „Ég er alveg sáttur við einhverjar takmarkanir en að banna Bosman-leikmenn finnst mér stríða gegn Evrópusáttmálanum. Ég er líka alveg sannfærður um að fyrir sömu fjármuni og við notuðum í fyrra hefði verið hægt að semja við fleiri erlenda leikmenn og vera með betra lið og breiðari hóp. Með því að aflétta þessari takmörkun held ég að öll lið geti að einhverju leyti lagað til í fjárhagnum hjá sér,“ segir Neil Shiran Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar KFÍ. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Einar Árni: Verður þá að vera óbreytt í tíu ár Einar Árni Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari Njarðvíkur, hefur sína skoðun á mögulegri reglubreytingu á fjölda erlendra leikmanna í körfuboltanum á næstu leiktíð en Njarðvíkingar mæltu fyrir 4+1-reglunni á ársþingi KKÍ í fyrra. 1. júlí 2014 06:45 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Sjá meira
„Þetta var erfitt fyrir okkur og ég get ímyndað mér að staðan sé svipuð hjá öðrum landsbyggðarliðum,“ segir Neil Shiran Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar KFÍ, í samtali við Fréttablaðið um 4+1-regluna sem tekin var upp fyrir síðasta tímabil og spilað eftir. Hún hafði það í för með sér að lið máttu aðeins spila á einum erlendum leikmanni, hvort sem það var Bandaríkjamaður eða svokallaður Bosman-leikmaður. Góð áhrif reglunnar mátti sjá strax á fyrstu leiktíð þar sem íslenskir leikstjórnendur spruttu upp eins og gorkúlur, en eins og vitað var er erfitt fyrir liðin á landsbyggðinni að halda úti liði með Íslendingum þar sem ungir strákar eru tregir til að yfirgefa höfuðborgarsvæðið og nágrenni þess. Í gær var haldinn formannafundur hjá KKÍ þar sem KFÍ, meðal annars, mælti fyrir því að opna aðeins á 4+1-regluna. Þar á bæ eru menn fyllilega sáttir við að halda sig við einn Bandaríkjamann en opna á fleiri Bosman-leikmenn.Ekkert framboð á störfum „Það sem snýr að okkur er að við erum að missa leikmenn frá okkur á besta aldri – um tvítugt. Strákar sem fara í háskóla flykkjast suður eða eitthvað annað. Það sem verra er, við getum ekki fengið þá til baka því hér vantar störf fyrir háskólamenntaða einstaklinga. Þetta verður alltaf viðvarandi vandi,“ segir Neil Shiran við Fréttablaðið. Þar sem íslenskir leikmenn fengu fleiri mínútur og meiri ábyrgð gátu þeir beðið um hærri samninga, en slegist var um bestu bitana. Lið eins og KFÍ biðu á meðan liðin á höfuðborgarsvæðinu tíndu til sín bestu bitana en þurftu samt að borga sitt fyrir íslenska spilara sem voru kannski ekki eins góðir og þeir sem héldu sig á suðvesturhorninu. „Eðli málsins samkvæmt var þetta dýrara þótt við værum ekkert að bjóða íslenskum strákum gull og græna skóga. En það var aukinn kostnaður. Við vorum líka í þeim aðstæðum að vera með mann sem æfði ekkert með liðinu heldur spilaði bara. Það hefur verið og er ýmislegt reynt til að vera með samkeppnishæft lið. Það er það eina sem við viljum,“ segir Neil Shiran.Vísir/ValliVona að fólk skilji okkur Formaðurinn segir, að best væri að geta haft hjá liðinu 1-2 íslenska leikmenn í landsliðsklassa en þannig menn er erfitt að fá. Svo góðir íslenskir leikmenn sem kæmu vestur væru meiri hugsjónamenn sem vildu rífa upp starfið. Í staðinn hefur KFÍ reynt að ná í góða erlenda leikmenn en á það var lokað fyrir síðasta tímabil. „Þegar þú ert með svona takmarkanir verða innlendu leikmennirnir eðlilega dýrari. Dæmi má taka að við höfum verið að fá slarkfæra miðlungsleikmenn að utan sem hafa komið gegn því að fá sæmilega vinnu. Þá erum við ekki að tala um neitt sérfræðistarf. Þessi 4+1-regla breytti heildarmyndinni rosalega mikið fyrir okkur og ég vona bara að hreyfingin skilji ástæðu okkar fyrir að vilja breyta þessu.“ Ísfirðingar eru vissir um að það að leyfa Bosman-leikmenn muni hjálpa öðrum liðum. „Ég er alveg sáttur við einhverjar takmarkanir en að banna Bosman-leikmenn finnst mér stríða gegn Evrópusáttmálanum. Ég er líka alveg sannfærður um að fyrir sömu fjármuni og við notuðum í fyrra hefði verið hægt að semja við fleiri erlenda leikmenn og vera með betra lið og breiðari hóp. Með því að aflétta þessari takmörkun held ég að öll lið geti að einhverju leyti lagað til í fjárhagnum hjá sér,“ segir Neil Shiran Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar KFÍ.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Einar Árni: Verður þá að vera óbreytt í tíu ár Einar Árni Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari Njarðvíkur, hefur sína skoðun á mögulegri reglubreytingu á fjölda erlendra leikmanna í körfuboltanum á næstu leiktíð en Njarðvíkingar mæltu fyrir 4+1-reglunni á ársþingi KKÍ í fyrra. 1. júlí 2014 06:45 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Sjá meira
Einar Árni: Verður þá að vera óbreytt í tíu ár Einar Árni Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari Njarðvíkur, hefur sína skoðun á mögulegri reglubreytingu á fjölda erlendra leikmanna í körfuboltanum á næstu leiktíð en Njarðvíkingar mæltu fyrir 4+1-reglunni á ársþingi KKÍ í fyrra. 1. júlí 2014 06:45
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn