Hefðum getað verið með betra lið og breiðari hóp fyrir sama pening Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júlí 2014 06:00 Neil Shiran Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar KFÍ. Vísir/Vilhelm „Þetta var erfitt fyrir okkur og ég get ímyndað mér að staðan sé svipuð hjá öðrum landsbyggðarliðum,“ segir Neil Shiran Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar KFÍ, í samtali við Fréttablaðið um 4+1-regluna sem tekin var upp fyrir síðasta tímabil og spilað eftir. Hún hafði það í för með sér að lið máttu aðeins spila á einum erlendum leikmanni, hvort sem það var Bandaríkjamaður eða svokallaður Bosman-leikmaður. Góð áhrif reglunnar mátti sjá strax á fyrstu leiktíð þar sem íslenskir leikstjórnendur spruttu upp eins og gorkúlur, en eins og vitað var er erfitt fyrir liðin á landsbyggðinni að halda úti liði með Íslendingum þar sem ungir strákar eru tregir til að yfirgefa höfuðborgarsvæðið og nágrenni þess. Í gær var haldinn formannafundur hjá KKÍ þar sem KFÍ, meðal annars, mælti fyrir því að opna aðeins á 4+1-regluna. Þar á bæ eru menn fyllilega sáttir við að halda sig við einn Bandaríkjamann en opna á fleiri Bosman-leikmenn.Ekkert framboð á störfum „Það sem snýr að okkur er að við erum að missa leikmenn frá okkur á besta aldri – um tvítugt. Strákar sem fara í háskóla flykkjast suður eða eitthvað annað. Það sem verra er, við getum ekki fengið þá til baka því hér vantar störf fyrir háskólamenntaða einstaklinga. Þetta verður alltaf viðvarandi vandi,“ segir Neil Shiran við Fréttablaðið. Þar sem íslenskir leikmenn fengu fleiri mínútur og meiri ábyrgð gátu þeir beðið um hærri samninga, en slegist var um bestu bitana. Lið eins og KFÍ biðu á meðan liðin á höfuðborgarsvæðinu tíndu til sín bestu bitana en þurftu samt að borga sitt fyrir íslenska spilara sem voru kannski ekki eins góðir og þeir sem héldu sig á suðvesturhorninu. „Eðli málsins samkvæmt var þetta dýrara þótt við værum ekkert að bjóða íslenskum strákum gull og græna skóga. En það var aukinn kostnaður. Við vorum líka í þeim aðstæðum að vera með mann sem æfði ekkert með liðinu heldur spilaði bara. Það hefur verið og er ýmislegt reynt til að vera með samkeppnishæft lið. Það er það eina sem við viljum,“ segir Neil Shiran.Vísir/ValliVona að fólk skilji okkur Formaðurinn segir, að best væri að geta haft hjá liðinu 1-2 íslenska leikmenn í landsliðsklassa en þannig menn er erfitt að fá. Svo góðir íslenskir leikmenn sem kæmu vestur væru meiri hugsjónamenn sem vildu rífa upp starfið. Í staðinn hefur KFÍ reynt að ná í góða erlenda leikmenn en á það var lokað fyrir síðasta tímabil. „Þegar þú ert með svona takmarkanir verða innlendu leikmennirnir eðlilega dýrari. Dæmi má taka að við höfum verið að fá slarkfæra miðlungsleikmenn að utan sem hafa komið gegn því að fá sæmilega vinnu. Þá erum við ekki að tala um neitt sérfræðistarf. Þessi 4+1-regla breytti heildarmyndinni rosalega mikið fyrir okkur og ég vona bara að hreyfingin skilji ástæðu okkar fyrir að vilja breyta þessu.“ Ísfirðingar eru vissir um að það að leyfa Bosman-leikmenn muni hjálpa öðrum liðum. „Ég er alveg sáttur við einhverjar takmarkanir en að banna Bosman-leikmenn finnst mér stríða gegn Evrópusáttmálanum. Ég er líka alveg sannfærður um að fyrir sömu fjármuni og við notuðum í fyrra hefði verið hægt að semja við fleiri erlenda leikmenn og vera með betra lið og breiðari hóp. Með því að aflétta þessari takmörkun held ég að öll lið geti að einhverju leyti lagað til í fjárhagnum hjá sér,“ segir Neil Shiran Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar KFÍ. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Einar Árni: Verður þá að vera óbreytt í tíu ár Einar Árni Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari Njarðvíkur, hefur sína skoðun á mögulegri reglubreytingu á fjölda erlendra leikmanna í körfuboltanum á næstu leiktíð en Njarðvíkingar mæltu fyrir 4+1-reglunni á ársþingi KKÍ í fyrra. 1. júlí 2014 06:45 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
„Þetta var erfitt fyrir okkur og ég get ímyndað mér að staðan sé svipuð hjá öðrum landsbyggðarliðum,“ segir Neil Shiran Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar KFÍ, í samtali við Fréttablaðið um 4+1-regluna sem tekin var upp fyrir síðasta tímabil og spilað eftir. Hún hafði það í för með sér að lið máttu aðeins spila á einum erlendum leikmanni, hvort sem það var Bandaríkjamaður eða svokallaður Bosman-leikmaður. Góð áhrif reglunnar mátti sjá strax á fyrstu leiktíð þar sem íslenskir leikstjórnendur spruttu upp eins og gorkúlur, en eins og vitað var er erfitt fyrir liðin á landsbyggðinni að halda úti liði með Íslendingum þar sem ungir strákar eru tregir til að yfirgefa höfuðborgarsvæðið og nágrenni þess. Í gær var haldinn formannafundur hjá KKÍ þar sem KFÍ, meðal annars, mælti fyrir því að opna aðeins á 4+1-regluna. Þar á bæ eru menn fyllilega sáttir við að halda sig við einn Bandaríkjamann en opna á fleiri Bosman-leikmenn.Ekkert framboð á störfum „Það sem snýr að okkur er að við erum að missa leikmenn frá okkur á besta aldri – um tvítugt. Strákar sem fara í háskóla flykkjast suður eða eitthvað annað. Það sem verra er, við getum ekki fengið þá til baka því hér vantar störf fyrir háskólamenntaða einstaklinga. Þetta verður alltaf viðvarandi vandi,“ segir Neil Shiran við Fréttablaðið. Þar sem íslenskir leikmenn fengu fleiri mínútur og meiri ábyrgð gátu þeir beðið um hærri samninga, en slegist var um bestu bitana. Lið eins og KFÍ biðu á meðan liðin á höfuðborgarsvæðinu tíndu til sín bestu bitana en þurftu samt að borga sitt fyrir íslenska spilara sem voru kannski ekki eins góðir og þeir sem héldu sig á suðvesturhorninu. „Eðli málsins samkvæmt var þetta dýrara þótt við værum ekkert að bjóða íslenskum strákum gull og græna skóga. En það var aukinn kostnaður. Við vorum líka í þeim aðstæðum að vera með mann sem æfði ekkert með liðinu heldur spilaði bara. Það hefur verið og er ýmislegt reynt til að vera með samkeppnishæft lið. Það er það eina sem við viljum,“ segir Neil Shiran.Vísir/ValliVona að fólk skilji okkur Formaðurinn segir, að best væri að geta haft hjá liðinu 1-2 íslenska leikmenn í landsliðsklassa en þannig menn er erfitt að fá. Svo góðir íslenskir leikmenn sem kæmu vestur væru meiri hugsjónamenn sem vildu rífa upp starfið. Í staðinn hefur KFÍ reynt að ná í góða erlenda leikmenn en á það var lokað fyrir síðasta tímabil. „Þegar þú ert með svona takmarkanir verða innlendu leikmennirnir eðlilega dýrari. Dæmi má taka að við höfum verið að fá slarkfæra miðlungsleikmenn að utan sem hafa komið gegn því að fá sæmilega vinnu. Þá erum við ekki að tala um neitt sérfræðistarf. Þessi 4+1-regla breytti heildarmyndinni rosalega mikið fyrir okkur og ég vona bara að hreyfingin skilji ástæðu okkar fyrir að vilja breyta þessu.“ Ísfirðingar eru vissir um að það að leyfa Bosman-leikmenn muni hjálpa öðrum liðum. „Ég er alveg sáttur við einhverjar takmarkanir en að banna Bosman-leikmenn finnst mér stríða gegn Evrópusáttmálanum. Ég er líka alveg sannfærður um að fyrir sömu fjármuni og við notuðum í fyrra hefði verið hægt að semja við fleiri erlenda leikmenn og vera með betra lið og breiðari hóp. Með því að aflétta þessari takmörkun held ég að öll lið geti að einhverju leyti lagað til í fjárhagnum hjá sér,“ segir Neil Shiran Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar KFÍ.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Einar Árni: Verður þá að vera óbreytt í tíu ár Einar Árni Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari Njarðvíkur, hefur sína skoðun á mögulegri reglubreytingu á fjölda erlendra leikmanna í körfuboltanum á næstu leiktíð en Njarðvíkingar mæltu fyrir 4+1-reglunni á ársþingi KKÍ í fyrra. 1. júlí 2014 06:45 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Einar Árni: Verður þá að vera óbreytt í tíu ár Einar Árni Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari Njarðvíkur, hefur sína skoðun á mögulegri reglubreytingu á fjölda erlendra leikmanna í körfuboltanum á næstu leiktíð en Njarðvíkingar mæltu fyrir 4+1-reglunni á ársþingi KKÍ í fyrra. 1. júlí 2014 06:45