Góð byrjun Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. júní 2014 06:00 Áfangaskýrsla stjórnarskrárnefndar er góð byrjun á endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem nefndinni var falin í fyrra. Í skýrslunni eru teknar fyrir fjórar veigamiklar breytingar á stjórnarskránni, sem einna mest samstaða er um og líklegast að hægt verði að hrinda í framkvæmd á kjörtímabilinu. Þetta eru ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskriftalista, um framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana, um þjóðareign á auðlindum og umhverfismál. Nefndin slær engu föstu um útfærslu þessara ákvæða, heldur kallar eftir meiri rannsóknum og umræðu. Það er stóri munurinn á nálgun hennar og stjórnlagaráðsins, sem klúðraði verkefni sínu. Ráðið skellti fram illa ígrunduðum tillögum, sem fólu í sér mótsagnir og gríðarlega óvissu um stjórnskipunina og virtist halda að þar með væri komin ný stjórnarskrá, sem ekki mætti breyta eða ræða frekar. Gallarnir höfðu ekki verið sniðnir af tillögum stjórnlagaráðs áður en efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu um þær, sem rýrði stórlega gildi hennar. Stóryrtar yfirlýsingar fyrrverandi stjórnlagaráðsmanna um „valdarán“ og „aðför að lýðræðinu“ í tilefni af áfangaskýrslunni eru fáránlegar. Flest bendir til að málið sé nú einmitt lagt þannig upp að það geti fengið vandlega umræðu og skoðun, Alþingi fjallað um það á vandaðan hátt og þjóðin verði síðan spurð álits – með lýðræðislegum hætti. Þótt málin fjögur, sem eru til umfjöllunar í áfangaskýrslunni, séu minna umdeild en ýmsar aðrar tillögur til breytinga á stjórnarskránni, er að ýmsu að hyggja og augljóslega enn ekki full samstaða í stjórnarskrárnefndinni um hvernig eigi að leggja þau upp. Það er til dæmis ekki komin nein niðurstaða um hversu margar undirskriftir þurfi til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál eða hvort og þá hvaða málaflokka eigi að undanskilja þjóðaratkvæði. Það er rétt hjá nefndinni að þjóðaratkvæðagreiðsla á grundvelli undirskrifta almennings er áreiðanlega heppilegri farvegur en 26. grein stjórnarskrárinnar, sem gefur einum manni, forseta Íslands, geðþóttavald til að synja lögum staðfestingar og setja þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá er hins vegar skrýtið að nefndin nefni þann möguleika að 26. greinin geti staðið efnislega óbreytt; það virðist liggja í augum uppi að geti þjóðin krafizt atkvæðagreiðslu um mál, er engin þörf á að forsetinn leiki hlutverk „öryggisventils“. Heimildarákvæði í stjórnarskrá um framsal valds til alþjóðastofnana er líklega sú breyting sem er brýnust, því að það liggur í augum uppi að margt af því samstarfi sem Ísland tekur nú þátt í, ekki sízt EES-samstarfið, felur í sér svo víðtækt valdaframsal að það hlýtur að brjóta núverandi stjórnarskrá. Vandséð er hins vegar hvaða tilgangi umræða í nefndinni þjónar, um að heimild til að framselja ríkisvald eigi kannski ekki að ná til hugsanlegrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu af því að það framsal væri umfram „afmarkað svið“. Svo mikið er alltént víst að það valdaframsal sem þegar hefur átt sér stað vegna EES-samningsins er langt frá því að vera „afmarkað“. Þessi atriði og ýmis önnur eiga væntanlega eftir að fá víðtæka umræðu á kjörtímabilinu. Það er von til þess að í lok þess liggi fyrir gagnlegar breytingar á stjórnarskránni, sem nútímavæða hana og skýra, í stað hrærigrautarins sem hin misheppnaða tilraun um stjórnlagaþingið gat af sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Áfangaskýrsla stjórnarskrárnefndar er góð byrjun á endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem nefndinni var falin í fyrra. Í skýrslunni eru teknar fyrir fjórar veigamiklar breytingar á stjórnarskránni, sem einna mest samstaða er um og líklegast að hægt verði að hrinda í framkvæmd á kjörtímabilinu. Þetta eru ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskriftalista, um framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana, um þjóðareign á auðlindum og umhverfismál. Nefndin slær engu föstu um útfærslu þessara ákvæða, heldur kallar eftir meiri rannsóknum og umræðu. Það er stóri munurinn á nálgun hennar og stjórnlagaráðsins, sem klúðraði verkefni sínu. Ráðið skellti fram illa ígrunduðum tillögum, sem fólu í sér mótsagnir og gríðarlega óvissu um stjórnskipunina og virtist halda að þar með væri komin ný stjórnarskrá, sem ekki mætti breyta eða ræða frekar. Gallarnir höfðu ekki verið sniðnir af tillögum stjórnlagaráðs áður en efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu um þær, sem rýrði stórlega gildi hennar. Stóryrtar yfirlýsingar fyrrverandi stjórnlagaráðsmanna um „valdarán“ og „aðför að lýðræðinu“ í tilefni af áfangaskýrslunni eru fáránlegar. Flest bendir til að málið sé nú einmitt lagt þannig upp að það geti fengið vandlega umræðu og skoðun, Alþingi fjallað um það á vandaðan hátt og þjóðin verði síðan spurð álits – með lýðræðislegum hætti. Þótt málin fjögur, sem eru til umfjöllunar í áfangaskýrslunni, séu minna umdeild en ýmsar aðrar tillögur til breytinga á stjórnarskránni, er að ýmsu að hyggja og augljóslega enn ekki full samstaða í stjórnarskrárnefndinni um hvernig eigi að leggja þau upp. Það er til dæmis ekki komin nein niðurstaða um hversu margar undirskriftir þurfi til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál eða hvort og þá hvaða málaflokka eigi að undanskilja þjóðaratkvæði. Það er rétt hjá nefndinni að þjóðaratkvæðagreiðsla á grundvelli undirskrifta almennings er áreiðanlega heppilegri farvegur en 26. grein stjórnarskrárinnar, sem gefur einum manni, forseta Íslands, geðþóttavald til að synja lögum staðfestingar og setja þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá er hins vegar skrýtið að nefndin nefni þann möguleika að 26. greinin geti staðið efnislega óbreytt; það virðist liggja í augum uppi að geti þjóðin krafizt atkvæðagreiðslu um mál, er engin þörf á að forsetinn leiki hlutverk „öryggisventils“. Heimildarákvæði í stjórnarskrá um framsal valds til alþjóðastofnana er líklega sú breyting sem er brýnust, því að það liggur í augum uppi að margt af því samstarfi sem Ísland tekur nú þátt í, ekki sízt EES-samstarfið, felur í sér svo víðtækt valdaframsal að það hlýtur að brjóta núverandi stjórnarskrá. Vandséð er hins vegar hvaða tilgangi umræða í nefndinni þjónar, um að heimild til að framselja ríkisvald eigi kannski ekki að ná til hugsanlegrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu af því að það framsal væri umfram „afmarkað svið“. Svo mikið er alltént víst að það valdaframsal sem þegar hefur átt sér stað vegna EES-samningsins er langt frá því að vera „afmarkað“. Þessi atriði og ýmis önnur eiga væntanlega eftir að fá víðtæka umræðu á kjörtímabilinu. Það er von til þess að í lok þess liggi fyrir gagnlegar breytingar á stjórnarskránni, sem nútímavæða hana og skýra, í stað hrærigrautarins sem hin misheppnaða tilraun um stjórnlagaþingið gat af sér.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun