Flókin staða í Írak Ólafur Þ. Stephensen skrifar 24. júní 2014 06:00 Mikið óvissu- og upplausnarástand er nú í Írak. Öfgasamtökin ISIS hafa náð á sitt vald stórum landsvæðum í norðurhluta landsins og ráða meðal annars landamærastöðvum á mörkum Íraks og Sýrlands og Jórdaníu. ISIS segist berjast fyrir málstað súnní-múslíma, sem eru minnihlutahópur í Írak. Raunveruleg hætta er á að landið klofni með tilheyrandi ófriði, í heimshluta sem mátti ekki við meiri stríðsátökum. Eftir að þessi átök hófust í Írak hafa margir orðið til að færa rök fyrir því að upplausnina í landinu megi rekja til ákvörðunar vestrænna ríkja, undir forystu Bandaríkjanna, um að ráðast inn í landið árið 2003 og steypa Saddam Hussein af stóli. Það er margt til í þeirri gagnrýni, en hún er þó ekki að öllu leyti réttmæt. Innrásin var vissulega mistök og byggð á fölskum forsendum um gereyðingarvopn, sem Saddam átti ekki lengur. Það voru líka áreiðanlega slæm mistök að hreinsa jafnrækilega út úr stofnunum samfélagsins og gert var, þar á meðal hernum. Margir ISIS-liðar eru vel þjálfaðir fyrrverandi liðsmenn í her Saddams. Ekki fer heldur á milli mála að stjórnvöldum í Írak, undir forystu Núrís al Maliki forsætisráðherra, hefur mistekizt hrapallega að tryggja samstjórn allra þjóðernis- og trúarhópa í landinu, sem er forsenda fyrir því að hægt sé að halda þessu brothætta ríki saman. Hins vegar virðist oft gleymast að Saddam hélt Írak saman með harðstjórn, kúgun og manndrápum. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og einn þeirra sem tóku ákvörðun um innrásina á sínum tíma, benti í grein í Financial Times um helgina á að mönnum yfirsæist gjarnan tvennt í umræðunni um orsakir núverandi ástand í landinu. Annars vegar að ISIS hafi getað nýtt ringulreiðina í Sýrlandi til að skipuleggja sókn sína í Írak. Aðgerðaleysi Vesturlanda hafi að því leyti haft alvarlegar afleiðingar. Hins vegar bendir Blair á að byltingarhreyfingin, sem kennd er við arabíska vorið, hefði fyrr eða síðar komið til Íraks. Svar Saddams við henni, hefði hann enn verið við völd, hefði væntanlega verið meira í stíl við viðbrögð Bashar al-Assads í Sýrlandi en Hosni Mubaraks í Egyptalandi. Blair heldur því þannig fram að jafnvel þótt engin innrás hefði verið gerð 2003 væri samt stórt vandamál við að glíma í Írak þessa dagana. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að senda 300 hernaðarráðgjafa til Íraks til að aðstoða stjórnarherinn við að verjast ISIS. Stjórn al-Malikis biður um loftárásir á sveitir samtakanna, en í ljósi sögunnar er afar vafasamt að stjórn Obamas Bandaríkjaforseta hafi nokkurn pólitískan stuðning til að ráðast aftur í hernaðaraðgerðir í Írak. Staðan þar, rétt eins og í Sýrlandi, er skelfilega flókin og ekki auðvelt að sjá hvernig á að koma í veg fyrir að átökin magnist enn. Sem stendur er það rétt afstaða sem John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, setti fram á fundum með íröskum stjórnvöldum í gær, að skilyrða hvers kyns aðstoð Bandaríkjanna við að mynduð verði ný ríkisstjórn í landinu, þar sem meirihluti sjía deili raunverulega völdum með súnníum og Kúrdum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Mikið óvissu- og upplausnarástand er nú í Írak. Öfgasamtökin ISIS hafa náð á sitt vald stórum landsvæðum í norðurhluta landsins og ráða meðal annars landamærastöðvum á mörkum Íraks og Sýrlands og Jórdaníu. ISIS segist berjast fyrir málstað súnní-múslíma, sem eru minnihlutahópur í Írak. Raunveruleg hætta er á að landið klofni með tilheyrandi ófriði, í heimshluta sem mátti ekki við meiri stríðsátökum. Eftir að þessi átök hófust í Írak hafa margir orðið til að færa rök fyrir því að upplausnina í landinu megi rekja til ákvörðunar vestrænna ríkja, undir forystu Bandaríkjanna, um að ráðast inn í landið árið 2003 og steypa Saddam Hussein af stóli. Það er margt til í þeirri gagnrýni, en hún er þó ekki að öllu leyti réttmæt. Innrásin var vissulega mistök og byggð á fölskum forsendum um gereyðingarvopn, sem Saddam átti ekki lengur. Það voru líka áreiðanlega slæm mistök að hreinsa jafnrækilega út úr stofnunum samfélagsins og gert var, þar á meðal hernum. Margir ISIS-liðar eru vel þjálfaðir fyrrverandi liðsmenn í her Saddams. Ekki fer heldur á milli mála að stjórnvöldum í Írak, undir forystu Núrís al Maliki forsætisráðherra, hefur mistekizt hrapallega að tryggja samstjórn allra þjóðernis- og trúarhópa í landinu, sem er forsenda fyrir því að hægt sé að halda þessu brothætta ríki saman. Hins vegar virðist oft gleymast að Saddam hélt Írak saman með harðstjórn, kúgun og manndrápum. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og einn þeirra sem tóku ákvörðun um innrásina á sínum tíma, benti í grein í Financial Times um helgina á að mönnum yfirsæist gjarnan tvennt í umræðunni um orsakir núverandi ástand í landinu. Annars vegar að ISIS hafi getað nýtt ringulreiðina í Sýrlandi til að skipuleggja sókn sína í Írak. Aðgerðaleysi Vesturlanda hafi að því leyti haft alvarlegar afleiðingar. Hins vegar bendir Blair á að byltingarhreyfingin, sem kennd er við arabíska vorið, hefði fyrr eða síðar komið til Íraks. Svar Saddams við henni, hefði hann enn verið við völd, hefði væntanlega verið meira í stíl við viðbrögð Bashar al-Assads í Sýrlandi en Hosni Mubaraks í Egyptalandi. Blair heldur því þannig fram að jafnvel þótt engin innrás hefði verið gerð 2003 væri samt stórt vandamál við að glíma í Írak þessa dagana. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að senda 300 hernaðarráðgjafa til Íraks til að aðstoða stjórnarherinn við að verjast ISIS. Stjórn al-Malikis biður um loftárásir á sveitir samtakanna, en í ljósi sögunnar er afar vafasamt að stjórn Obamas Bandaríkjaforseta hafi nokkurn pólitískan stuðning til að ráðast aftur í hernaðaraðgerðir í Írak. Staðan þar, rétt eins og í Sýrlandi, er skelfilega flókin og ekki auðvelt að sjá hvernig á að koma í veg fyrir að átökin magnist enn. Sem stendur er það rétt afstaða sem John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, setti fram á fundum með íröskum stjórnvöldum í gær, að skilyrða hvers kyns aðstoð Bandaríkjanna við að mynduð verði ný ríkisstjórn í landinu, þar sem meirihluti sjía deili raunverulega völdum með súnníum og Kúrdum.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun