Réttur barna gagnvart fjölmiðlum Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 24. júní 2014 08:15 Hlutverk fjölmiðla er að veita upplýsingar og stuðla að upplýstri og ábyrgri umræðu í samfélaginu. Mikilvægt er að fjölmiðlar veiti raunsanna mynd af veruleikanum og axli sína ábyrgð gagnvart samfélaginu. En hvað er það sem greinir á milli hvort tiltekið efni á erindi við almenning eða ekki? Ættu málefni einstakra barna að vera til umfjöllunar? Hverjir eiga að vernda börn gegn skaðlegu efni?Börn fylgjast með Síðustu misserin hafa málefni tiltekinna skóla verið umfjöllunarefni í fjölmiðlum landsins. Rætt hefur verið um einelti kennara, einelti barna gegn tilteknu barni, deilur foreldrahópa vegna eineltismála, prófstuld í unglingadeild tiltekins skóla og þar fram eftir götunum. Þessi fjölmiðlaumfjöllun fer ekki fram hjá börnunum okkar – þvert á móti. Nýjasta SAFT-rannsóknin frá árinu 2013 (SAFT er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi og stendur fyrir: Samfélag, fjölskylda og tækni) sýnir að börn eru upplýstari en foreldrar þeirra halda og skoða t.d. fréttasíður á netinu í meiri mæli en foreldrar þeirra telja. Sú umræða sem á sér stað í samfélaginu mótar þeirra viðhorf rétt eins og þeirra sem fullorðnir eru. Auk þess læra þau þá hegðun sem fyrir þeim er höfð. Hvaða skilaboð erum við að senda börnunum okkar þegar reynt er að útkljá erfið mál á torgum fréttamiðlanna?Friðhelgi einkalífs barna Yfirleitt hafa fullorðnir þroska, þekkingu og dómgreind til að vara sig á áróðri og verja sig gegn ágangi fjölmiðla. Að sama skapi taka fullorðnir ákvörðun um hvort þeir vilji ræða við fjölmiðla eða ekki. Hið sama er ekki hægt að segja um börn. Þau eiga eftir að taka út þroska og þróa sína dómgreind og þekkingu og eru eðli málsins samkvæmt oft og tíðum berskjölduð. Því er vert að velta því fyrir sér hvort friðhelgi einkalífs barna sé nógu vel varin af lögum og reglum sem eiga að vernda börn fyrir ágangi og óæskilegum skilaboðum fjölmiðla. Fjölmiðlar skipa stóran sess í lífi fólks og hafa þeir einnig sínar siðareglur. En stundum vilja þær gleymast þegar kemur að markaðssetningu og þeim hraða sem tæknin býður upp á.Ábyrgð foreldra Foreldrar eru helstu málsvarar barna sinna og bera höfuðábyrgð á að verja þau gegn ágangi hvers konar og áreiti. Hins vegar eru það stundum foreldrarnir sem bregðast og fara með einkamál barna sinna í fjölmiðla. Stundum er um örþrifaráð að ræða, t.d. þegar foreldrar upplifa mikið ranglæti og telja kerfið hafa brugðist. Því miður gerist það stundum. Þrátt fyrir það hefur barnið ekki forsendur til að meta hvort þetta sé því raunverulega fyrir bestu. Leita ætti allra leiða til að leysa málin á öðrum vettvangi og virða þar með rétt barnsins til friðhelgi einkalífs nú og til lengri tíma litið. Foreldrum ber einnig samkvæmt 94. grein barnaverndarlaga nr. 80/2002 eftir því sem í þeirra valdi er að vernda börn gegn ofbeldis- og klámefni eða öðru slíku efni, m.a. með því að koma í veg fyrir aðgang þeirra að því. Við viljum forða börnum frá klámi og ofbeldi en hvað með annað efni eins og staðalmyndir kynja, niðrandi viðhorf til minnihlutahópa og fleira? Hvernig getur samfélagið hjálpað foreldrum að sinna þessari skyldu sinni?Upplýsingar og ábyrgð iðnaðarins Foreldrar þurfa upplýsingar svo þeir geti sinnt skyldu sinni. Þegar kemur að kvikmyndum er ágætis fyrirkomulag viðhaft á IMDb.com þar sem foreldrar meta sjálfir efnið og geta skoðað umsagnir hverjir annarra. Gott væri að hafa sambærilegan vettvang t.d. á kvikmyndir.is. Einnig ber iðnaðurinn mikla ábyrgð og gott væri ef meira frumkvæði í þessum málum kæmi frá eigendum fjölmiðla og framleiðendum. Því miður eru staðlarnir oft of einfaldir og villandi upplýsingar og misræmi í aldursmerkingum. Fjölmiðlanefnd veitir hér mikilvægt aðhald og vert er að efla starf hennar. Einnig ættu forsvarsmenn helstu fjölmiðla; eigendur, rit- og fréttastjórar, að leggja höfuðáherslu á að unnið sé samkvæmt siðareglum og lögum, ekki hvað síst þegar kemur að umfjöllun um málefni einstaka barna.Verndum æskuna Lykilatriði við að vernda börn gegn skaðlegu efni og ágangi er að gera þau fær um að meta og greina fjölmiðlaefni og upplýsingar á gagnrýninn hátt og tileinka sér fjölþætta færni við að njóta efnis og nota það. Við þurfum í raun öll að tileinka okkur slíkt miðlalæsi. Iðnaðurinn og hið opinbera bera einnig mikla ábyrgð þegar kemur að vernd barna gegn skaðlegu efni og friðhelgi einkalífs þeirra. Þegar öllu er á botninn hvolft ætti leiðarljós allra hlutaðeigandi að vera velferð barna. Börn eiga að fá að vera börn – í friði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hlutverk fjölmiðla er að veita upplýsingar og stuðla að upplýstri og ábyrgri umræðu í samfélaginu. Mikilvægt er að fjölmiðlar veiti raunsanna mynd af veruleikanum og axli sína ábyrgð gagnvart samfélaginu. En hvað er það sem greinir á milli hvort tiltekið efni á erindi við almenning eða ekki? Ættu málefni einstakra barna að vera til umfjöllunar? Hverjir eiga að vernda börn gegn skaðlegu efni?Börn fylgjast með Síðustu misserin hafa málefni tiltekinna skóla verið umfjöllunarefni í fjölmiðlum landsins. Rætt hefur verið um einelti kennara, einelti barna gegn tilteknu barni, deilur foreldrahópa vegna eineltismála, prófstuld í unglingadeild tiltekins skóla og þar fram eftir götunum. Þessi fjölmiðlaumfjöllun fer ekki fram hjá börnunum okkar – þvert á móti. Nýjasta SAFT-rannsóknin frá árinu 2013 (SAFT er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi og stendur fyrir: Samfélag, fjölskylda og tækni) sýnir að börn eru upplýstari en foreldrar þeirra halda og skoða t.d. fréttasíður á netinu í meiri mæli en foreldrar þeirra telja. Sú umræða sem á sér stað í samfélaginu mótar þeirra viðhorf rétt eins og þeirra sem fullorðnir eru. Auk þess læra þau þá hegðun sem fyrir þeim er höfð. Hvaða skilaboð erum við að senda börnunum okkar þegar reynt er að útkljá erfið mál á torgum fréttamiðlanna?Friðhelgi einkalífs barna Yfirleitt hafa fullorðnir þroska, þekkingu og dómgreind til að vara sig á áróðri og verja sig gegn ágangi fjölmiðla. Að sama skapi taka fullorðnir ákvörðun um hvort þeir vilji ræða við fjölmiðla eða ekki. Hið sama er ekki hægt að segja um börn. Þau eiga eftir að taka út þroska og þróa sína dómgreind og þekkingu og eru eðli málsins samkvæmt oft og tíðum berskjölduð. Því er vert að velta því fyrir sér hvort friðhelgi einkalífs barna sé nógu vel varin af lögum og reglum sem eiga að vernda börn fyrir ágangi og óæskilegum skilaboðum fjölmiðla. Fjölmiðlar skipa stóran sess í lífi fólks og hafa þeir einnig sínar siðareglur. En stundum vilja þær gleymast þegar kemur að markaðssetningu og þeim hraða sem tæknin býður upp á.Ábyrgð foreldra Foreldrar eru helstu málsvarar barna sinna og bera höfuðábyrgð á að verja þau gegn ágangi hvers konar og áreiti. Hins vegar eru það stundum foreldrarnir sem bregðast og fara með einkamál barna sinna í fjölmiðla. Stundum er um örþrifaráð að ræða, t.d. þegar foreldrar upplifa mikið ranglæti og telja kerfið hafa brugðist. Því miður gerist það stundum. Þrátt fyrir það hefur barnið ekki forsendur til að meta hvort þetta sé því raunverulega fyrir bestu. Leita ætti allra leiða til að leysa málin á öðrum vettvangi og virða þar með rétt barnsins til friðhelgi einkalífs nú og til lengri tíma litið. Foreldrum ber einnig samkvæmt 94. grein barnaverndarlaga nr. 80/2002 eftir því sem í þeirra valdi er að vernda börn gegn ofbeldis- og klámefni eða öðru slíku efni, m.a. með því að koma í veg fyrir aðgang þeirra að því. Við viljum forða börnum frá klámi og ofbeldi en hvað með annað efni eins og staðalmyndir kynja, niðrandi viðhorf til minnihlutahópa og fleira? Hvernig getur samfélagið hjálpað foreldrum að sinna þessari skyldu sinni?Upplýsingar og ábyrgð iðnaðarins Foreldrar þurfa upplýsingar svo þeir geti sinnt skyldu sinni. Þegar kemur að kvikmyndum er ágætis fyrirkomulag viðhaft á IMDb.com þar sem foreldrar meta sjálfir efnið og geta skoðað umsagnir hverjir annarra. Gott væri að hafa sambærilegan vettvang t.d. á kvikmyndir.is. Einnig ber iðnaðurinn mikla ábyrgð og gott væri ef meira frumkvæði í þessum málum kæmi frá eigendum fjölmiðla og framleiðendum. Því miður eru staðlarnir oft of einfaldir og villandi upplýsingar og misræmi í aldursmerkingum. Fjölmiðlanefnd veitir hér mikilvægt aðhald og vert er að efla starf hennar. Einnig ættu forsvarsmenn helstu fjölmiðla; eigendur, rit- og fréttastjórar, að leggja höfuðáherslu á að unnið sé samkvæmt siðareglum og lögum, ekki hvað síst þegar kemur að umfjöllun um málefni einstaka barna.Verndum æskuna Lykilatriði við að vernda börn gegn skaðlegu efni og ágangi er að gera þau fær um að meta og greina fjölmiðlaefni og upplýsingar á gagnrýninn hátt og tileinka sér fjölþætta færni við að njóta efnis og nota það. Við þurfum í raun öll að tileinka okkur slíkt miðlalæsi. Iðnaðurinn og hið opinbera bera einnig mikla ábyrgð þegar kemur að vernd barna gegn skaðlegu efni og friðhelgi einkalífs þeirra. Þegar öllu er á botninn hvolft ætti leiðarljós allra hlutaðeigandi að vera velferð barna. Börn eiga að fá að vera börn – í friði.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun