Lögreglan eini aðilinn sem geti upplýst Andri Ólafsson skrifar 24. júní 2014 09:02 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Í kæru dótturfélags Samherja á hendur Ingveldi Einarsdóttur, fyrrverandi héraðsdómara og nú hæstaréttardómara, kvartar fyrirtækið meðal annars yfir því hversu fljót hún var að veita úrskurðina sem heimiluðu þvingunaraðgerðirnar. Úrskurðirnir voru veittir vegna rannsóknar Seðlabanka Íslands á meintum brotum Samherja og tengdra fyrirtækja á gjaldeyrislögum. „Að vel athuguðu máli ákváðum við að fara þessa leið, að kæra til lögreglunnar vegna þess að við teljum að lögreglan sé eini aðilinn sem getur raunverulega upplýst hvað gerðist í þessu þinghaldi,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í samtali við Fréttablaðið. Í kærunni segir að Seðlabankinn hafi upphaflega farið fram á heimild hjá héraðsdómi til aðgerðanna þann 23. mars 2012. Annar dómari veitti tvo úrskurði sem heimiluðu aðgerðirnar, gegn Samherja og nítján öðrum tengdum fyrirtækjum, daginn eftir. Þremur dögum síðar mættu starfsmenn bankans á starfsstöðvar Samherja og hinna fyrirtækjanna til að hefja aðgerðirnar. Í kærunni segir: „Við upphaf aðgerðanna var úrskurðunum andmælt og bent á að það væri ómögulegt að framfylgja úrskurðunum,“ á nánar tilteknum grundvelli. Því er haldið fram að úrskurðirnir hafi verið of víðtækir og ónákvæmir. Þá hafi ýmsir aðrir agnúar verið á þeim.Brotin sem dómarinn er kærður fyrir varða sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Fréttablaðið/ValliÍ kjölfarið voru aðgerðirnar stöðvaðar og Seðlabankinn fór með nýjar beiðnir um húsleit og haldlagningu til héraðsdóms. Í nýjum beiðnum hafði verið bætt við tíu félögum en að öðru leyti voru þær, rökstuðningur þeirra og upptalin gögn óbreytt frá fyrri beiðnum. „Ekki var fyrir að fara neinum rökstuðningi fyrir því að þeim fyrirtækjum var bætt við og því síður var vísað til nýrra gagna eða upplýsinga,“ segir í kærunni. Laust eftir hádegi sama dag, eða aðeins rúmlega tveimur tímum síðar, kvað hinn kærði héraðsdómari, Ingveldur Einarsdóttir, upp nýja úrskurði sem fyrir utan tíu nýju nöfnin voru algjörlega sambærilegir fyrri úrskurðum. Dótturfélag Samherja telur það brot á lögum að fulltrúar þess hafi ekki verið boðaðir í fyrirtöku þegar hinir nýju úrskurðir voru kveðnir upp, þrátt fyrir að vera kunnugt um aðgerðirnar, enda var vettvangur vaktaður af lögreglu. Þá hafa fyrirtækin ekki getað sannreynt að gögn og fylgiskjöl hafi yfir höfuð verið lögð fram fyrir hinn nýja dómara, þar sem umrædd gögn séu ekki í vörslum dómsins þrátt fyrir lagaskyldu þess lútandi. „Dómarinn meinaði okkur aðgang að réttarhaldinu og hann hélt ekki eftir þeim gögnum sem eiga að hafa verið lögð fram og virðist hafa afgreitt beiðnirnar án þess að kynna sér þær með þeim hætti sem lög kveða á um. Niðurstaðan var úrskurðir um húsleit og haldlagningu hjá fjölda fyrirtækja sem hvorki fyrr né síðar voru grunuð um nokkurt brot,“ segir Þorsteinn. Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir „Augljóst lögbrot“ "Okkur finnst svo augljóslega á okkur brotið og því var útilokað annað en að grípa til þessara aðgerða,“ segir forstjóri Samherja. 23. júní 2014 19:15 Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Í kæru dótturfélags Samherja á hendur Ingveldi Einarsdóttur, fyrrverandi héraðsdómara og nú hæstaréttardómara, kvartar fyrirtækið meðal annars yfir því hversu fljót hún var að veita úrskurðina sem heimiluðu þvingunaraðgerðirnar. Úrskurðirnir voru veittir vegna rannsóknar Seðlabanka Íslands á meintum brotum Samherja og tengdra fyrirtækja á gjaldeyrislögum. „Að vel athuguðu máli ákváðum við að fara þessa leið, að kæra til lögreglunnar vegna þess að við teljum að lögreglan sé eini aðilinn sem getur raunverulega upplýst hvað gerðist í þessu þinghaldi,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í samtali við Fréttablaðið. Í kærunni segir að Seðlabankinn hafi upphaflega farið fram á heimild hjá héraðsdómi til aðgerðanna þann 23. mars 2012. Annar dómari veitti tvo úrskurði sem heimiluðu aðgerðirnar, gegn Samherja og nítján öðrum tengdum fyrirtækjum, daginn eftir. Þremur dögum síðar mættu starfsmenn bankans á starfsstöðvar Samherja og hinna fyrirtækjanna til að hefja aðgerðirnar. Í kærunni segir: „Við upphaf aðgerðanna var úrskurðunum andmælt og bent á að það væri ómögulegt að framfylgja úrskurðunum,“ á nánar tilteknum grundvelli. Því er haldið fram að úrskurðirnir hafi verið of víðtækir og ónákvæmir. Þá hafi ýmsir aðrir agnúar verið á þeim.Brotin sem dómarinn er kærður fyrir varða sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Fréttablaðið/ValliÍ kjölfarið voru aðgerðirnar stöðvaðar og Seðlabankinn fór með nýjar beiðnir um húsleit og haldlagningu til héraðsdóms. Í nýjum beiðnum hafði verið bætt við tíu félögum en að öðru leyti voru þær, rökstuðningur þeirra og upptalin gögn óbreytt frá fyrri beiðnum. „Ekki var fyrir að fara neinum rökstuðningi fyrir því að þeim fyrirtækjum var bætt við og því síður var vísað til nýrra gagna eða upplýsinga,“ segir í kærunni. Laust eftir hádegi sama dag, eða aðeins rúmlega tveimur tímum síðar, kvað hinn kærði héraðsdómari, Ingveldur Einarsdóttir, upp nýja úrskurði sem fyrir utan tíu nýju nöfnin voru algjörlega sambærilegir fyrri úrskurðum. Dótturfélag Samherja telur það brot á lögum að fulltrúar þess hafi ekki verið boðaðir í fyrirtöku þegar hinir nýju úrskurðir voru kveðnir upp, þrátt fyrir að vera kunnugt um aðgerðirnar, enda var vettvangur vaktaður af lögreglu. Þá hafa fyrirtækin ekki getað sannreynt að gögn og fylgiskjöl hafi yfir höfuð verið lögð fram fyrir hinn nýja dómara, þar sem umrædd gögn séu ekki í vörslum dómsins þrátt fyrir lagaskyldu þess lútandi. „Dómarinn meinaði okkur aðgang að réttarhaldinu og hann hélt ekki eftir þeim gögnum sem eiga að hafa verið lögð fram og virðist hafa afgreitt beiðnirnar án þess að kynna sér þær með þeim hætti sem lög kveða á um. Niðurstaðan var úrskurðir um húsleit og haldlagningu hjá fjölda fyrirtækja sem hvorki fyrr né síðar voru grunuð um nokkurt brot,“ segir Þorsteinn.
Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir „Augljóst lögbrot“ "Okkur finnst svo augljóslega á okkur brotið og því var útilokað annað en að grípa til þessara aðgerða,“ segir forstjóri Samherja. 23. júní 2014 19:15 Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
„Augljóst lögbrot“ "Okkur finnst svo augljóslega á okkur brotið og því var útilokað annað en að grípa til þessara aðgerða,“ segir forstjóri Samherja. 23. júní 2014 19:15
Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00