Nauðsynlegar sameiningar háskóla Sveinn Hallgrímsson skrifar 13. júní 2014 07:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fv. ráðherra, fer yfir sameiningar Háskóla (HÍ) í Fréttablaðinu mánudaginn 5. maí sl. og nefnir þar sameiningu Tækniskólans og Háskólans í Reykjavík og HÍ og Kennaraháskólans. Þá nefnir Þorgerður áhuga menntamálaráðherra á að sameina HÍ og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) og segir að „hagrænir hvatar séu þó nokkrir en ekki síður út frá faglegum sjónarmiðum háskólanáms er óábyrgt að standa gegn þessari sameiningu“. Ég er einn þeirra sem hafa efasemdir um sameiningu HÍ og LbhÍ, allavega miðað við þær forsendur sem notaðar eru.Engin vísbending Ég hef lesið greinargerðir og „minnisblöð“ sem ég hef náð í um málefnið. Þar er ekki að finna neina vísbendingu um verulega hagræna, rekstrarlega hagræðingu við sameiningu HÍ og LbhÍ. Faglega yrði vissulega ávinningur, en hann á eingöngu að koma öðrum aðilanum til góða, það er HÍ. Samkvæmt núverandi skipulagi eftir sameiningu yrði háskólanámið á Hvanneyri fært undir Verkfræði- og raunvísindasvið HÍ. Líklegt verður að telja að með því móti yrði kennslu á háskólastigi á Hvanneyri hætt innan fárra ára. Þá yrði settur punktur aftan við 66 ára nám og kennslu á háskólastigi á Hvanneyri!Missir sjálfstæðis Hér er rétt að leggja áherslu á að aðaláhyggjur Hvanneyringa eru ekki samstarf við HÍ, heldur að missa sjáfstæðið: Sjálfstæði til að taka ákvarðanir sem snerta heill Hvanneyrarstaðar, samfélagsins og Landbúnaðarháskóla Íslands. Heill staðarins og viðgangur LbhÍ fer saman. Það er alkunna að þegar lítil eining sameinast stærri einingu missir minni einingin sérstöðu sína og þýðingu. Þorgerður Katrín segir: „Þekkt er íhaldssemi kerfisins og andstaða ýmissa héraðshöfðingja gegn skynsamlegum breytingum á gildandi kerfi þótt bæði fagleg og rekstrarleg viðmið hvetji til annars.“ Ég telst ekki til héraðshöfðingja. Get verið sammála sumu, sem þú segir, en ekki að verið sé að leggja til skynsamlegar breytingar. Ég tel mig vita og skilja þann ávinning sem HÍ hefur af að fá LbhÍ undir sinn hatt, einkum í ljósi þess metnaðar sem rektor hefur sett fram um að koma HÍ í hóp 100 bestu háskóla heims. Háskóli Íslands, og menntamálaráðherra, ættu því að vera tilbúin að veita LbhÍ, og Hvanneyri, nauðsynlegt frelsi, faglega og fjárhagslega, til að „heimamenn“ treysti því að Hvanneyri – bæði skóli og staður – dafni á ókomnum árum.Kerfið stokkað upp? ÞK nefnir Keldur í grein sinni. Keldur er sjálfstæð stofnun, tengd HÍ. Hvers vegna nefnum við ekki fleiri stofnanir sem ættu að vera hluti af háskólasamfélaginu? Hvers vegna nefnum við ekki stofnun eins og Náttúrufræðistofnun? (Ég óska starfsfólki stofnunarinnar til hamingju með bætta starfsaðstöðu og nýtt og glæsilegt hús!) Væri ekki akkur að því að vísindamenn stofnunarinnar tengdust háskólum landsins, bæði fyrir starfsmenn Náttúrufræðistofnunar og fyrir háskólasamfélagið? Væri ekki ráð að útvíkka umræðuna og skoða hvernig við gætum tengt hinar ýmsu stofnanir, sem nú eru sjálfstæðar og dreifðar, háskólum landsins?Hænufet Hvers vegna förum við ekki alla leið og sameinum allar vísinda- og rannsóknastofnanir undir hatti HÍ? LbhÍ gæti orðið sérstakt svið og fengi einhverjar landbúnaðarstofnanir til sín. (Háskólinn á Akureyri yrði að sjálfsögðu áfram sjálfstæður). LbhÍ yrði að vera rekstrarlega og faglega sjálfstætt svið. Tæki sínar ákvarðanir bæði rekstrarlega og faglega, sem sagt héldi sjálfstæði sínu. Sjálfstæði LbhÍ innan HÍ, yrði að vera tryggt, svo að hagsmunir samfélagsins á Hvanneyri yrðu tryggðir. Samfélagið á Hvanneyri yrði ekki lagt í rúst! Myndi það ekki styrkja innviði háskólastigsins, sérstaklega HÍ, stuðla að rekstrarhagræðingu og aukinni samkeppnishæfni íslensks samfélags? Það myndi líka hjálpa Háskóla Íslands til að ná metnaðarfullu markmiði sínu um að verða einn af 100 bestu háskólum heims! Af hverju að stíga hænufet ef hægt er að stíga stærri skref? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fv. ráðherra, fer yfir sameiningar Háskóla (HÍ) í Fréttablaðinu mánudaginn 5. maí sl. og nefnir þar sameiningu Tækniskólans og Háskólans í Reykjavík og HÍ og Kennaraháskólans. Þá nefnir Þorgerður áhuga menntamálaráðherra á að sameina HÍ og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) og segir að „hagrænir hvatar séu þó nokkrir en ekki síður út frá faglegum sjónarmiðum háskólanáms er óábyrgt að standa gegn þessari sameiningu“. Ég er einn þeirra sem hafa efasemdir um sameiningu HÍ og LbhÍ, allavega miðað við þær forsendur sem notaðar eru.Engin vísbending Ég hef lesið greinargerðir og „minnisblöð“ sem ég hef náð í um málefnið. Þar er ekki að finna neina vísbendingu um verulega hagræna, rekstrarlega hagræðingu við sameiningu HÍ og LbhÍ. Faglega yrði vissulega ávinningur, en hann á eingöngu að koma öðrum aðilanum til góða, það er HÍ. Samkvæmt núverandi skipulagi eftir sameiningu yrði háskólanámið á Hvanneyri fært undir Verkfræði- og raunvísindasvið HÍ. Líklegt verður að telja að með því móti yrði kennslu á háskólastigi á Hvanneyri hætt innan fárra ára. Þá yrði settur punktur aftan við 66 ára nám og kennslu á háskólastigi á Hvanneyri!Missir sjálfstæðis Hér er rétt að leggja áherslu á að aðaláhyggjur Hvanneyringa eru ekki samstarf við HÍ, heldur að missa sjáfstæðið: Sjálfstæði til að taka ákvarðanir sem snerta heill Hvanneyrarstaðar, samfélagsins og Landbúnaðarháskóla Íslands. Heill staðarins og viðgangur LbhÍ fer saman. Það er alkunna að þegar lítil eining sameinast stærri einingu missir minni einingin sérstöðu sína og þýðingu. Þorgerður Katrín segir: „Þekkt er íhaldssemi kerfisins og andstaða ýmissa héraðshöfðingja gegn skynsamlegum breytingum á gildandi kerfi þótt bæði fagleg og rekstrarleg viðmið hvetji til annars.“ Ég telst ekki til héraðshöfðingja. Get verið sammála sumu, sem þú segir, en ekki að verið sé að leggja til skynsamlegar breytingar. Ég tel mig vita og skilja þann ávinning sem HÍ hefur af að fá LbhÍ undir sinn hatt, einkum í ljósi þess metnaðar sem rektor hefur sett fram um að koma HÍ í hóp 100 bestu háskóla heims. Háskóli Íslands, og menntamálaráðherra, ættu því að vera tilbúin að veita LbhÍ, og Hvanneyri, nauðsynlegt frelsi, faglega og fjárhagslega, til að „heimamenn“ treysti því að Hvanneyri – bæði skóli og staður – dafni á ókomnum árum.Kerfið stokkað upp? ÞK nefnir Keldur í grein sinni. Keldur er sjálfstæð stofnun, tengd HÍ. Hvers vegna nefnum við ekki fleiri stofnanir sem ættu að vera hluti af háskólasamfélaginu? Hvers vegna nefnum við ekki stofnun eins og Náttúrufræðistofnun? (Ég óska starfsfólki stofnunarinnar til hamingju með bætta starfsaðstöðu og nýtt og glæsilegt hús!) Væri ekki akkur að því að vísindamenn stofnunarinnar tengdust háskólum landsins, bæði fyrir starfsmenn Náttúrufræðistofnunar og fyrir háskólasamfélagið? Væri ekki ráð að útvíkka umræðuna og skoða hvernig við gætum tengt hinar ýmsu stofnanir, sem nú eru sjálfstæðar og dreifðar, háskólum landsins?Hænufet Hvers vegna förum við ekki alla leið og sameinum allar vísinda- og rannsóknastofnanir undir hatti HÍ? LbhÍ gæti orðið sérstakt svið og fengi einhverjar landbúnaðarstofnanir til sín. (Háskólinn á Akureyri yrði að sjálfsögðu áfram sjálfstæður). LbhÍ yrði að vera rekstrarlega og faglega sjálfstætt svið. Tæki sínar ákvarðanir bæði rekstrarlega og faglega, sem sagt héldi sjálfstæði sínu. Sjálfstæði LbhÍ innan HÍ, yrði að vera tryggt, svo að hagsmunir samfélagsins á Hvanneyri yrðu tryggðir. Samfélagið á Hvanneyri yrði ekki lagt í rúst! Myndi það ekki styrkja innviði háskólastigsins, sérstaklega HÍ, stuðla að rekstrarhagræðingu og aukinni samkeppnishæfni íslensks samfélags? Það myndi líka hjálpa Háskóla Íslands til að ná metnaðarfullu markmiði sínu um að verða einn af 100 bestu háskólum heims! Af hverju að stíga hænufet ef hægt er að stíga stærri skref?
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar