Tónlist

Samaris á faraldsfæti í sumar

Freyr Bjarnason skrifar
Hljómsveitin Samaris: Áslaug Rún Magnúsdóttir, Jófríður Ákadóttir og Þórður Kári Steinþórsson.
Hljómsveitin Samaris: Áslaug Rún Magnúsdóttir, Jófríður Ákadóttir og Þórður Kári Steinþórsson. Mynd/Magnús Andersen
Tríóið Samaris, sem vann Músíktilraunir árið 2011, verður á faraldsfæti í sumar við kynningu á nýjustu plötu sinni, Silkidrangar.

Í júlí fer hljómsveitin í tónleikaferð um Írland og spilar jafnframt á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, þar á meðal Hróarskelduhátíðinni. Eftir tónleikahald í ágúst verður ferðinni svo heitið til Þýskalands í september.

Síðasta fimmtudagskvöld var Samaris gestur útvarpsþáttarins Late Junction á BBC 3 þar sem hún spilaði nokkur vel valin lög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×