Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum. Hátíðin fer líkt og undanfarin ár fram í miðbæ Reykjavíkur, í þetta skiptið í 25. skiptið. Þegar hafa tónlistarmenn á borð við The Vaccines og Overmono boðað komu sína.
Nálgast má dagskrána á vef hátíðarinnar en meðal listamann sem bætt hefur verið við á lista þeirra sem spila eru meðal annars Stokkhólmskvartettinn Dina Ögön og söngkonan Ravyn Lenae frá Chicago auk íslenskra listamanna á borð við DJ Margeir, Skratta og Mínus.