Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2024 15:01 Það er alltaf stuð hjá meðlimum Dr. Gunna. Helena Hansdóttir Aspelund Hljómsveitin Dr. Gunni hefur sent frá sér sína þriðju plötu, plötuna Er ekki bara búið að vera gaman? Að sögn doktorsins sjálfs er um að ræða miðaldrakarlarokk fyrir lengra komna en hann segir sveitina staðráðna í að leggja land undir fót, helst í Grænlandi eða Færeyjum. „Við erum ferlega ánægðir með þetta, eiginlega bara allir að springa úr monti hvað þetta er gott,“ segir tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, miklu þekktari sem Dr. Gunni í samtali við Vísi. Nýja platan er tólf laga og kemur sem vinýl-plata og streymi en áður hefur sveitin gefið frá sér plöturnar Nei ókei (2021) og Stóri hvellur (2003). Langar til Grænlands Platan var tekin upp á Stöðvarfirði, Suðureyri og í Reykjavík og sá Árni Hjörvar um upptökur og pródúksjón. Lögin spanna frá léttleikandi poppi yfir í þynslarokk. Ástand heimsins, sífellt stríð og kröfur á meðalplebba um endurvinnslu, ónægur svefn og ótímabær þvaglát eru meðal yrkisefna, enda eru meðlimir sveitarinnar alltof gamlir til að bulla eitthvað um ást, hvað þeir séu ríkir og annan misskilning. „Við höfum aldrei spilað saman úti fyrir landssteinana jafnvel þó okkur dauðlangi til þess. Við þurfum eiginlega að fara að virkja einhver samnorræn sambönd því við ætlum ekki langt,“ segir Dr. Gunni. Hann segir hljómsveitina þrá að spila í Grænlandi og Færeyjum. „En við byrjum þetta að minnsta kosti hérna heima, með hlustunarpartýi í 12 tónum í dag og svo á Akureyri á morgun að ógleymdum útgáfutónleikum á Hrekkjavöku 31. október í Iðnó. Þangað hvetjum við auðvitað alla til þess að mæta í búningum!“ Tónlist Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Við erum ferlega ánægðir með þetta, eiginlega bara allir að springa úr monti hvað þetta er gott,“ segir tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, miklu þekktari sem Dr. Gunni í samtali við Vísi. Nýja platan er tólf laga og kemur sem vinýl-plata og streymi en áður hefur sveitin gefið frá sér plöturnar Nei ókei (2021) og Stóri hvellur (2003). Langar til Grænlands Platan var tekin upp á Stöðvarfirði, Suðureyri og í Reykjavík og sá Árni Hjörvar um upptökur og pródúksjón. Lögin spanna frá léttleikandi poppi yfir í þynslarokk. Ástand heimsins, sífellt stríð og kröfur á meðalplebba um endurvinnslu, ónægur svefn og ótímabær þvaglát eru meðal yrkisefna, enda eru meðlimir sveitarinnar alltof gamlir til að bulla eitthvað um ást, hvað þeir séu ríkir og annan misskilning. „Við höfum aldrei spilað saman úti fyrir landssteinana jafnvel þó okkur dauðlangi til þess. Við þurfum eiginlega að fara að virkja einhver samnorræn sambönd því við ætlum ekki langt,“ segir Dr. Gunni. Hann segir hljómsveitina þrá að spila í Grænlandi og Færeyjum. „En við byrjum þetta að minnsta kosti hérna heima, með hlustunarpartýi í 12 tónum í dag og svo á Akureyri á morgun að ógleymdum útgáfutónleikum á Hrekkjavöku 31. október í Iðnó. Þangað hvetjum við auðvitað alla til þess að mæta í búningum!“
Tónlist Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira