„Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. október 2024 07:04 Ágúst Þór Brynjarsson er að senda frá sér sitt fyrsta sóló lag, Með þig á heilanum. Aðsend „Ég hef alltaf verið með það hugarfar að það er enginn að fara hringja í mig að fyrra bragði. Því er ég duglegur að hringja, senda skilaboð, kynna mig og koma mér á framfæri. Ég hef allavega aldrei tapað á því,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson. Ágúst er 25 ára gamall og býr á Akureyri. Hann hefur átt ævintýralegt sumar með Stuðlabandinu og er nú að gefa út splunkunýtt lag. „Síðustu mánuðir hafa verið ótrúlega skemmtilegir þar sem ég hætti í vinnunni minni til að geta elt drauminn þegar ég fékk boð um að taka að mér að vera söngvari Stuðlabandsins. Í sumar söng ég á öllum stærstu útihátíðum landsins, Lopapeysunni, Kótilettunni og á Þjóðhátíð, bæði með Stuðlabandsmönnum og líka minni upprunalegu hljómsveit Færibandinu frá Akureyri.“ Ágúst og Diljá á Kótelettunni.Aðsend Næsta föstudag gefur Ágúst út sitt fyrsta lag Með þig á heilanum en lagið er samið af Fannari Frey Magnússyni. Hér má heyra lagið: Klippa: Ágúst - Með þig á heilanum „Að gefa út mína eigin tónlist hefur alltaf verið markmiðið. Mér líður eins og akkúrat núna sé fullkominn tími fyrir þann part af mínum tónlistarferli, eftir að hafa verið í ball bransanum síðustu þrjú árin.“ Ágúst í gír uppi á sviði.Aðsend Tónlistin fór á fullt hjá Ágústi þegar hann var 21 árs og ákvað að hætta í fótbolta til þess að sinna tónlistardrauminum. Hann ákvað svo að hætta í átta til fjögur starfi sínu og leggja allt í tónlistina. „Ég hef verið farsæll á Norðurlandinu síðan ég byrjaði en núna er kominn tími til að mæta í höfuðborgina og fara alla leið. Ég hef verið ótrúlega heppinn að fá það tækifæri að koma inn í Stuðlabandið á meðan Magnús Kjartan söngvari bandsins glímir við sín veikindi og hefur það verið frábær stökkpallur fyrir mig. Ég hef alltaf verið með það hugarfar að það er enginn að fara hringja í mig af fyrra bragði. Því er ég duglegur að hringja, senda skilaboð, kynna mig og koma mér á framfæri. Ég hef allavega aldrei tapað á því að hringja eða senda póst, versta sem gerist er að ég enda á sama stað og ég var á fyrir símtalið.“ Stuðlabandið geislaði á Kótelettunni.Aðsend Lagið er fyrsta lag af væntanlegri plötu og er Ágúst fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímum. Tónlist Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ágúst er 25 ára gamall og býr á Akureyri. Hann hefur átt ævintýralegt sumar með Stuðlabandinu og er nú að gefa út splunkunýtt lag. „Síðustu mánuðir hafa verið ótrúlega skemmtilegir þar sem ég hætti í vinnunni minni til að geta elt drauminn þegar ég fékk boð um að taka að mér að vera söngvari Stuðlabandsins. Í sumar söng ég á öllum stærstu útihátíðum landsins, Lopapeysunni, Kótilettunni og á Þjóðhátíð, bæði með Stuðlabandsmönnum og líka minni upprunalegu hljómsveit Færibandinu frá Akureyri.“ Ágúst og Diljá á Kótelettunni.Aðsend Næsta föstudag gefur Ágúst út sitt fyrsta lag Með þig á heilanum en lagið er samið af Fannari Frey Magnússyni. Hér má heyra lagið: Klippa: Ágúst - Með þig á heilanum „Að gefa út mína eigin tónlist hefur alltaf verið markmiðið. Mér líður eins og akkúrat núna sé fullkominn tími fyrir þann part af mínum tónlistarferli, eftir að hafa verið í ball bransanum síðustu þrjú árin.“ Ágúst í gír uppi á sviði.Aðsend Tónlistin fór á fullt hjá Ágústi þegar hann var 21 árs og ákvað að hætta í fótbolta til þess að sinna tónlistardrauminum. Hann ákvað svo að hætta í átta til fjögur starfi sínu og leggja allt í tónlistina. „Ég hef verið farsæll á Norðurlandinu síðan ég byrjaði en núna er kominn tími til að mæta í höfuðborgina og fara alla leið. Ég hef verið ótrúlega heppinn að fá það tækifæri að koma inn í Stuðlabandið á meðan Magnús Kjartan söngvari bandsins glímir við sín veikindi og hefur það verið frábær stökkpallur fyrir mig. Ég hef alltaf verið með það hugarfar að það er enginn að fara hringja í mig af fyrra bragði. Því er ég duglegur að hringja, senda skilaboð, kynna mig og koma mér á framfæri. Ég hef allavega aldrei tapað á því að hringja eða senda póst, versta sem gerist er að ég enda á sama stað og ég var á fyrir símtalið.“ Stuðlabandið geislaði á Kótelettunni.Aðsend Lagið er fyrsta lag af væntanlegri plötu og er Ágúst fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímum.
Tónlist Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira