Grætt á ferðamönnum? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 6. júní 2014 07:00 Við sjáum og heyrum því miður alltof margar fréttir af því að náttúra Íslands liggi undir skemmdum vegna vaxandi ágangs ferðamanna. Ein slík var á forsíðu Fréttablaðsins í gær; þar sögðum við frá því að miklar gróðurskemmdir hefðu orðið í friðlandinu að Fjallabaki í vor vegna utanvegaaksturs, þrátt fyrir að svæðið eigi að heita lokað vélknúnum ökutækjum á meðal frost fer úr jörð. Það fylgir sögunni að íslenzk ferðaþjónustufyrirtæki geri út á jeppaferðir inn á svæðið, þrátt fyrir að það eigi að vera lokað. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sagðist í blaðinu hafa við snögga leit fundið heimasíður sjö fyrirtækja sem seldu ferðir inn á svæðið, ýmist allt árið eða frá 1. júní, að meðtöldu tímabilinu sem það er vanalega lokað vegna þíðu í jarðvegi. Í frétt á Vísi í gær kenndi forsvarsmaður innlends jeppaferðafyrirtækis útlendingum á bílaleigubílum um hér um bil allar gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs. Miðað við reynslu fyrri ára er það alveg áreiðanlega einföldun. Það er fræðilegur möguleiki að í einhverjum tilvikum valdi fáfræði um staðhætti því að menn fari á stórum jeppum inn á lokuð svæði. Oftast hlýtur hins vegar að vera um ásetningsbrot að ræða, enda eru skýrar merkingar við helztu fjallvegina og upplýsingar á íslenzku og ensku um að umferð sé bönnuð, að viðlögðum sektum. Á heimasíðu Vegagerðarinnar er líka auðvelt að nálgast upplýsingar um hvaða vegir eru opnir og hverjir lokaðir. Utanvegaaksturinn kemur ekki bara niður á náttúru landsins. Við sögðum líka frá því á Vísi í gær að mikið álag sé orðið á björgunarsveitirnar að bjarga ferðamönnum sem vilja láta á það reyna hvort þeir komist leiðar sinnar þrátt fyrir bannið. Kjánar á föstum bílum kosta björgunarsveitirnar bæði tíma og peninga, þótt þær séu nú farnar að reyna að rukka bílaleigurnar fyrir þjónustu sína. Það á við um hálendisakstur eins og ýmis önnur svið ferðaþjónustunnar, að ef ekki verður gripið í taumana nú þegar stefnir í algjört ófremdarástand. Að sjálfsögðu þarf að framfylgja lögunum, sem kveða á um ríflegar sektir fyrir að skemma gróður með utanvegaakstri. Vandinn er bara að umsjónarmenn ríkiskassans, sem þiggja kátir tekjurnar af ferðamönnunum, þykjast hvorki hafa efni á landvörzlu né löggæzlu sem dugir til að hinir brotlegu séu hirtir og gerðir ábyrgir gjörða sinna. Ásamt því að efla fræðslu, jafnt til ferðaskrifstofa sem ferðamanna, um alvöru og skaðsemi aksturs á lokuðum svæðum, þarf að gera stórátak í eftirliti með þessum akstri. Það dugir ekki að gera það bara núna á meðan frost er að fara úr jörðu, þótt þá sé náttúran viðkvæmust, heldur þarf eftirlitið að vera miklu strangara allt sumarið. Ef því er ekki sinnt er hætt við að ástandið fari algjörlega úr böndunum. Það er lítill gróði af ferðamönnum sem skemma landið til langframa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Við sjáum og heyrum því miður alltof margar fréttir af því að náttúra Íslands liggi undir skemmdum vegna vaxandi ágangs ferðamanna. Ein slík var á forsíðu Fréttablaðsins í gær; þar sögðum við frá því að miklar gróðurskemmdir hefðu orðið í friðlandinu að Fjallabaki í vor vegna utanvegaaksturs, þrátt fyrir að svæðið eigi að heita lokað vélknúnum ökutækjum á meðal frost fer úr jörð. Það fylgir sögunni að íslenzk ferðaþjónustufyrirtæki geri út á jeppaferðir inn á svæðið, þrátt fyrir að það eigi að vera lokað. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sagðist í blaðinu hafa við snögga leit fundið heimasíður sjö fyrirtækja sem seldu ferðir inn á svæðið, ýmist allt árið eða frá 1. júní, að meðtöldu tímabilinu sem það er vanalega lokað vegna þíðu í jarðvegi. Í frétt á Vísi í gær kenndi forsvarsmaður innlends jeppaferðafyrirtækis útlendingum á bílaleigubílum um hér um bil allar gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs. Miðað við reynslu fyrri ára er það alveg áreiðanlega einföldun. Það er fræðilegur möguleiki að í einhverjum tilvikum valdi fáfræði um staðhætti því að menn fari á stórum jeppum inn á lokuð svæði. Oftast hlýtur hins vegar að vera um ásetningsbrot að ræða, enda eru skýrar merkingar við helztu fjallvegina og upplýsingar á íslenzku og ensku um að umferð sé bönnuð, að viðlögðum sektum. Á heimasíðu Vegagerðarinnar er líka auðvelt að nálgast upplýsingar um hvaða vegir eru opnir og hverjir lokaðir. Utanvegaaksturinn kemur ekki bara niður á náttúru landsins. Við sögðum líka frá því á Vísi í gær að mikið álag sé orðið á björgunarsveitirnar að bjarga ferðamönnum sem vilja láta á það reyna hvort þeir komist leiðar sinnar þrátt fyrir bannið. Kjánar á föstum bílum kosta björgunarsveitirnar bæði tíma og peninga, þótt þær séu nú farnar að reyna að rukka bílaleigurnar fyrir þjónustu sína. Það á við um hálendisakstur eins og ýmis önnur svið ferðaþjónustunnar, að ef ekki verður gripið í taumana nú þegar stefnir í algjört ófremdarástand. Að sjálfsögðu þarf að framfylgja lögunum, sem kveða á um ríflegar sektir fyrir að skemma gróður með utanvegaakstri. Vandinn er bara að umsjónarmenn ríkiskassans, sem þiggja kátir tekjurnar af ferðamönnunum, þykjast hvorki hafa efni á landvörzlu né löggæzlu sem dugir til að hinir brotlegu séu hirtir og gerðir ábyrgir gjörða sinna. Ásamt því að efla fræðslu, jafnt til ferðaskrifstofa sem ferðamanna, um alvöru og skaðsemi aksturs á lokuðum svæðum, þarf að gera stórátak í eftirliti með þessum akstri. Það dugir ekki að gera það bara núna á meðan frost er að fara úr jörðu, þótt þá sé náttúran viðkvæmust, heldur þarf eftirlitið að vera miklu strangara allt sumarið. Ef því er ekki sinnt er hætt við að ástandið fari algjörlega úr böndunum. Það er lítill gróði af ferðamönnum sem skemma landið til langframa.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun