Hjördís Svan afplánar í íslensku fangelsi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2014 07:00 Hjördís Svan hefur sótt um að fá að afplána fangelsisdóm sinn á Íslandi og mun þá að öllum líkindum afplána hann í Kvennafangelsinu í Kópavogi. vísir/gva Lögmaður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur í Danmörku, Thomas Berg, segir samning milli Danmerkur og Íslands tryggja að Hjördís geti afplánað dóm sinn á Íslandi. Hjördís hefur því ákveðið að áfrýja ekki átján mánaða fangelsisdómi danskra dómstóla. Thomas segir að sótt hafi verið um flýtimeðferð hjá dönskum yfirvöldum og vonar hann að flutningurinn geti farið fram eftir eina til tvær vikur. Það getur tekið fjóra til fimm mánuði að áfrýja málinu til hæstaréttar í Danmörku og Thomas segir Hjördísi ekki hafa þann tíma. „Hún vill komast til Íslands og berjast gegn því að dæturnar fari aftur út til föður síns. Fangelsisdómur er ekki stærsta áhyggjuefni Hjördísar, heldur öryggi barnanna hennar,“ segir Thomas. Hann bætir við að ef Hjördís hefði áfrýjað málinu í Danmörku hefði rannsókn mála um meint brot barnsföður gegn börnunum frestast. „Eftir að íslensk sálfræðiskýrsla, sem var tekin af stúlkunum, var tekin til greina hér í Horsens var málið gegn föðurnum tekið upp að nýju. Þetta er sama skýrsla og íslenskir dómstólar litu fram hjá þegar stúlkurnar voru dæmdar til að fara aftur til pabba síns.“ Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirskipaði afhendingu stúlknanna til föður síns. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar sem mun taka málið fyrir á næstu vikum. Stúlkurnar voru dæmdar til að gangast undir sex vikna sálfræðimeðferð til að auðvelda þeim flutninginn til Danmerkur. Stúlkurnar hafa verið hér á landi frá því í ágúst síðastliðnum og búa hjá fjölskyldu Hjördísar. Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Danmörku frá því í byrjun febrúar, en hún var dæmd fyrir brot á umgengnisrétti yfir dætrum sínum og ólöglegt brottnám þegar hún fór með þær í leyfisleysi frá Danmörku til Íslands. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að aðstandendur Hjördísar hafi farið á fund innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og beðið um að öryggi barnanna yrði tryggt kæmu þau til landsins. Ráðherra hefur sagt að loforð hafi verið gefið um að börnin fengju réttláta málsmeðferð eins og þau eiga rétt á, en ekki hafi verið gefið loforð utan valdsviðs ráðherra. Hjördís Svan Tengdar fréttir Ráðherra gaf loforð um vernd: „Hjördís fór með stelpurnar til Íslands því hún treysti orðum ráðherra“ Einn aðstandandi Hjördísar Svan segir innanríkisráðherra hafa lofað að börnin yrðu ekki send úr landi eins og nú stendur til. 16. maí 2014 06:00 Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Lögmaður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur í Danmörku, Thomas Berg, segir samning milli Danmerkur og Íslands tryggja að Hjördís geti afplánað dóm sinn á Íslandi. Hjördís hefur því ákveðið að áfrýja ekki átján mánaða fangelsisdómi danskra dómstóla. Thomas segir að sótt hafi verið um flýtimeðferð hjá dönskum yfirvöldum og vonar hann að flutningurinn geti farið fram eftir eina til tvær vikur. Það getur tekið fjóra til fimm mánuði að áfrýja málinu til hæstaréttar í Danmörku og Thomas segir Hjördísi ekki hafa þann tíma. „Hún vill komast til Íslands og berjast gegn því að dæturnar fari aftur út til föður síns. Fangelsisdómur er ekki stærsta áhyggjuefni Hjördísar, heldur öryggi barnanna hennar,“ segir Thomas. Hann bætir við að ef Hjördís hefði áfrýjað málinu í Danmörku hefði rannsókn mála um meint brot barnsföður gegn börnunum frestast. „Eftir að íslensk sálfræðiskýrsla, sem var tekin af stúlkunum, var tekin til greina hér í Horsens var málið gegn föðurnum tekið upp að nýju. Þetta er sama skýrsla og íslenskir dómstólar litu fram hjá þegar stúlkurnar voru dæmdar til að fara aftur til pabba síns.“ Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirskipaði afhendingu stúlknanna til föður síns. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar sem mun taka málið fyrir á næstu vikum. Stúlkurnar voru dæmdar til að gangast undir sex vikna sálfræðimeðferð til að auðvelda þeim flutninginn til Danmerkur. Stúlkurnar hafa verið hér á landi frá því í ágúst síðastliðnum og búa hjá fjölskyldu Hjördísar. Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Danmörku frá því í byrjun febrúar, en hún var dæmd fyrir brot á umgengnisrétti yfir dætrum sínum og ólöglegt brottnám þegar hún fór með þær í leyfisleysi frá Danmörku til Íslands. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að aðstandendur Hjördísar hafi farið á fund innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og beðið um að öryggi barnanna yrði tryggt kæmu þau til landsins. Ráðherra hefur sagt að loforð hafi verið gefið um að börnin fengju réttláta málsmeðferð eins og þau eiga rétt á, en ekki hafi verið gefið loforð utan valdsviðs ráðherra.
Hjördís Svan Tengdar fréttir Ráðherra gaf loforð um vernd: „Hjördís fór með stelpurnar til Íslands því hún treysti orðum ráðherra“ Einn aðstandandi Hjördísar Svan segir innanríkisráðherra hafa lofað að börnin yrðu ekki send úr landi eins og nú stendur til. 16. maí 2014 06:00 Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Ráðherra gaf loforð um vernd: „Hjördís fór með stelpurnar til Íslands því hún treysti orðum ráðherra“ Einn aðstandandi Hjördísar Svan segir innanríkisráðherra hafa lofað að börnin yrðu ekki send úr landi eins og nú stendur til. 16. maí 2014 06:00
Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13
Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30