Oddvitar stefna ekki á þáttöku Reykjavíkur í fjármögnun Sundabrautar Ingvar Haraldsson skrifar 24. maí 2014 07:00 Hér má sjá hvernig Sundabraut gæti mögulega litið út verði hún lögð. Mynd/Sigurður Valur Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um viðræður ríkisins við einkaðila um að hönnun og lagningu Sundabrautar yrði flýtt. Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur áður sagt að Sundabraut sé góður kostur fyrir einkaframkvæmd. Ökumenn geti valið á milli þess að borga fyrir að aka um Sundabraut eða fara aðra leið. Lagning Sundabrautar er á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir því: "Bygging Sundabrautar er góður kostur fyrir einkaframkvæmd því fólk hefði val um hvort það borgi í Sundabraut eða fari aðra leið.“ Halldór telur að lagning Sundabrautar myndi efla iðnað í útjöðrum borgarinnar ásamt því að tengja betur saman hverfi borgarinnar. S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík, segir málið ekki vera forgangsmál hjá Bjartri framtíð. „Þetta er fyrst og fremst verkefni ríkisins.“ Björn bætir við að mikilvægt sé að skilgreina nákvæmlega hvert hlutverk Sundabrautar eigi að vera. "Þetta er framkvæmd sem þarf að hugsa vel.“ Björn segir þó sjálfsagt að málið verði skoðað. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar, segist opinn fyrir lagningu Sundabrautar, hún sé á aðalskipulagi. Dagur gerir ekki ráð fyrir að borgin leggi fé í framkvæmdirnar. „Það hefur alltaf verið gert ráð fyrir að Sundabraut yrði lögð í einkaframkvæmd.“ Dagur segir þó mikilvægt að ákvarðanir verði teknar í samstarfi við íbúa og ríkið. Hann býst við að funda með innanríkisráðherra á næstu dögum þar sem farið verði yfir málið. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um viðræður ríkisins við einkaðila um að hönnun og lagningu Sundabrautar yrði flýtt. Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur áður sagt að Sundabraut sé góður kostur fyrir einkaframkvæmd. Ökumenn geti valið á milli þess að borga fyrir að aka um Sundabraut eða fara aðra leið. Lagning Sundabrautar er á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir því: "Bygging Sundabrautar er góður kostur fyrir einkaframkvæmd því fólk hefði val um hvort það borgi í Sundabraut eða fari aðra leið.“ Halldór telur að lagning Sundabrautar myndi efla iðnað í útjöðrum borgarinnar ásamt því að tengja betur saman hverfi borgarinnar. S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík, segir málið ekki vera forgangsmál hjá Bjartri framtíð. „Þetta er fyrst og fremst verkefni ríkisins.“ Björn bætir við að mikilvægt sé að skilgreina nákvæmlega hvert hlutverk Sundabrautar eigi að vera. "Þetta er framkvæmd sem þarf að hugsa vel.“ Björn segir þó sjálfsagt að málið verði skoðað. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar, segist opinn fyrir lagningu Sundabrautar, hún sé á aðalskipulagi. Dagur gerir ekki ráð fyrir að borgin leggi fé í framkvæmdirnar. „Það hefur alltaf verið gert ráð fyrir að Sundabraut yrði lögð í einkaframkvæmd.“ Dagur segir þó mikilvægt að ákvarðanir verði teknar í samstarfi við íbúa og ríkið. Hann býst við að funda með innanríkisráðherra á næstu dögum þar sem farið verði yfir málið.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira