Áhersla á fjölbreytt húsnæði Freyr Bjarnason skrifar 15. maí 2014 11:15 Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi á fundi Samfylkingarinnar í gær. Fréttablaðið/Pjetur Uppbygging fjölbreytts húsnæðis er eitt af hinum stóru stefnumálum Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 31. maí. Á næstu þremur til fimm árum verður leigu- og búsetaíbúðum í Reykjavík fjölgað um 2.500 til 3.000. Flokkurinn hefur kallað eftir því að lagaumhverfi búsetusamvinnufélaga verði bætt og að íbúðareigendur eigi auðveldara með að leigja út frá sér. „Þessar breytingar áttu að liggja fyrir um síðustu áramót en komu fram í síðustu viku. Frumvörpin náðu ekki inn á þing. Svona hlutir skipta máli þegar verið er að fjárfesta til áratuga. Ég hefði viljað sjá þá hluti ganga hraðar,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi á fundi í gær þar sem stefnumálin voru kynnt. Ekki hafa fengist svör frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA-ríkjanna, varðandi hvort huga þurfi að samkeppnislögum vegna þessara breytinga. „Við höfum kynnt okkur hvernig þessir hlutir eru gerðir í Finnlandi og á hinum Norðurlöndunum. Það hlýtur að gilda sama regluverkið þar en við verðum að gæta formsins og bíða eftir formlegum svörum.“ Á síðasta ári sagði Dagur að gert væri ráð fyrir því að borgin legði til allt að tíunda part framkvæmdakostnaðar við nýjan húsnæðiskost. „Við erum tilbúin að skoða það að leggja inn lóðir og jafnvel eitthvað fleira ef það verður til þess að lækka leiguverð. Það mun þá byggja á langtíma fjármögnunarsamningum um leiguhúsnæði,“ segir Dagur og telur að prósentan gæti orðið hærri en tíu prósent. „Þar skiptir máli hvað ríkið ætlar að koma inn með í húsaleigubætur og hvort stjórnin ætlar að fallast á tillögur ASÍ um að fara dönsku leiðina sem rímar vel við þær hugmyndir sem borgin hefur verið að setja fram.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Uppbygging fjölbreytts húsnæðis er eitt af hinum stóru stefnumálum Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 31. maí. Á næstu þremur til fimm árum verður leigu- og búsetaíbúðum í Reykjavík fjölgað um 2.500 til 3.000. Flokkurinn hefur kallað eftir því að lagaumhverfi búsetusamvinnufélaga verði bætt og að íbúðareigendur eigi auðveldara með að leigja út frá sér. „Þessar breytingar áttu að liggja fyrir um síðustu áramót en komu fram í síðustu viku. Frumvörpin náðu ekki inn á þing. Svona hlutir skipta máli þegar verið er að fjárfesta til áratuga. Ég hefði viljað sjá þá hluti ganga hraðar,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi á fundi í gær þar sem stefnumálin voru kynnt. Ekki hafa fengist svör frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA-ríkjanna, varðandi hvort huga þurfi að samkeppnislögum vegna þessara breytinga. „Við höfum kynnt okkur hvernig þessir hlutir eru gerðir í Finnlandi og á hinum Norðurlöndunum. Það hlýtur að gilda sama regluverkið þar en við verðum að gæta formsins og bíða eftir formlegum svörum.“ Á síðasta ári sagði Dagur að gert væri ráð fyrir því að borgin legði til allt að tíunda part framkvæmdakostnaðar við nýjan húsnæðiskost. „Við erum tilbúin að skoða það að leggja inn lóðir og jafnvel eitthvað fleira ef það verður til þess að lækka leiguverð. Það mun þá byggja á langtíma fjármögnunarsamningum um leiguhúsnæði,“ segir Dagur og telur að prósentan gæti orðið hærri en tíu prósent. „Þar skiptir máli hvað ríkið ætlar að koma inn með í húsaleigubætur og hvort stjórnin ætlar að fallast á tillögur ASÍ um að fara dönsku leiðina sem rímar vel við þær hugmyndir sem borgin hefur verið að setja fram.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira