Hjúskapur hælisleitenda Toshiki Toma skrifar 14. maí 2014 00:00 Samkvæmt fréttum í fjölmiðlunum þann 8. maí og 12. maí hafa tveir hælisleitendur sem báðir eru makar Íslendinga fengið tilkynningu um að þeim sé vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og hefur öðrum þeirra þegar verið vísað úr landi. „Hjón eru í hvívetna jafnrétthá í hjúskap sínum og bera jafnar skyldur hvort gagnvart öðru og börnum sínum. Þeim ber að sýna hvort öðru trúmennsku, styðja hvort annað og gæta sameiginlegra hagsmuna heimilisins og fjölskyldu.“ (hjúskaparlög 2.gr.) Þetta ákvæði bendir á hvernig hjúskaparlögin skilja hugtakið hjúskapur. Hjúskapur er ekki brandari eða smábiti af köku. Í hjúskap axlar fólk ábyrgð og ber skyldur sem hjón. En það upplifir líka gleði hjónabandsins og blessun. Réttindi til hjúskapar eru því mikilvægur þáttur í lífi okkar og ekki síst að njóta hjónalífsins í raun. Við getum rifjað upp hve mikil umræða átti sér stað í þjóðfélaginu þegar um hjúskap samkynhneigðs fólks var að ræða. Og það á að vera það þegar málefnið er svo mikilvægt.Hver er rökstuðningurinn? En eru hjúskaparréttindi og hjónalíf hælisleitenda þá öðruvísi en hjónaband okkar „venjulega“ fólksins? Nú virðast yfirvöld telja að staða lögverndaðs hjúskapar sé lægri en staða Dyflinnarreglugerðarinnar þegar hælisleitandi er aðili málsins og hjúskaparréttindi þeirra séu næstum einskis virði og eigi ekki skilið sérstaka athugun. Hver er rökstuðningur þess hjá yfirvöldunum? Hver er skilningur þeirra á samræmi milli ákvörðunar um brottvísun maka Íslendinga og annarra borgaralegra réttinda sem allir á Íslandi eiga að njóta? Brottvísun hælisleitanda sem jafnframt er maki Íslendings er ekki jafneinfalt mál og vísan í „Dyflinnarreglugerð“ eða annar smávandi í hælisumsókn getur réttlætt, að mínu mati. Ég óska að yfirvöld sýni fram á eigin rökstuðning um málið og biðji þjóðfélagið einnig um sitt álit áður en brottvísun af þessu tagi verður framkvæmd aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt fréttum í fjölmiðlunum þann 8. maí og 12. maí hafa tveir hælisleitendur sem báðir eru makar Íslendinga fengið tilkynningu um að þeim sé vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og hefur öðrum þeirra þegar verið vísað úr landi. „Hjón eru í hvívetna jafnrétthá í hjúskap sínum og bera jafnar skyldur hvort gagnvart öðru og börnum sínum. Þeim ber að sýna hvort öðru trúmennsku, styðja hvort annað og gæta sameiginlegra hagsmuna heimilisins og fjölskyldu.“ (hjúskaparlög 2.gr.) Þetta ákvæði bendir á hvernig hjúskaparlögin skilja hugtakið hjúskapur. Hjúskapur er ekki brandari eða smábiti af köku. Í hjúskap axlar fólk ábyrgð og ber skyldur sem hjón. En það upplifir líka gleði hjónabandsins og blessun. Réttindi til hjúskapar eru því mikilvægur þáttur í lífi okkar og ekki síst að njóta hjónalífsins í raun. Við getum rifjað upp hve mikil umræða átti sér stað í þjóðfélaginu þegar um hjúskap samkynhneigðs fólks var að ræða. Og það á að vera það þegar málefnið er svo mikilvægt.Hver er rökstuðningurinn? En eru hjúskaparréttindi og hjónalíf hælisleitenda þá öðruvísi en hjónaband okkar „venjulega“ fólksins? Nú virðast yfirvöld telja að staða lögverndaðs hjúskapar sé lægri en staða Dyflinnarreglugerðarinnar þegar hælisleitandi er aðili málsins og hjúskaparréttindi þeirra séu næstum einskis virði og eigi ekki skilið sérstaka athugun. Hver er rökstuðningur þess hjá yfirvöldunum? Hver er skilningur þeirra á samræmi milli ákvörðunar um brottvísun maka Íslendinga og annarra borgaralegra réttinda sem allir á Íslandi eiga að njóta? Brottvísun hælisleitanda sem jafnframt er maki Íslendings er ekki jafneinfalt mál og vísan í „Dyflinnarreglugerð“ eða annar smávandi í hælisumsókn getur réttlætt, að mínu mati. Ég óska að yfirvöld sýni fram á eigin rökstuðning um málið og biðji þjóðfélagið einnig um sitt álit áður en brottvísun af þessu tagi verður framkvæmd aftur.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun