Miðað við höfðatölu Mikael Torfason skrifar 5. maí 2014 06:00 Í helgarblaði Fréttablaðsins nú um helgina deildi Páll Stefánsson ferðasögu sinni í máli og myndum en hann heimsótti flóttafólk í Sýrlandi og Líbanon. Það eru nú komin þrjú ár síðan borgarastyrjöld braust út í Sýrlandi og um þrjár milljónir manna hafa flúið heimaland sitt. Aðrar fimm milljónir eru á vergangi í Sýrlandi en um helmingur flóttamanna er börn. „Fór að gráta. Þetta var of mikið. Fyrsta kvöldið á Hotel Akl. Það heyrði það enginn. Ég var eini gesturinn, og eini starfsmaðurinn – eigandinn – var staddur á neðri hæðinni, langt frá herbergi sex. Það sem hafði truflað mig svona mikið, fyrsta daginn í Beqaa-dalnum, voru öll börnin sem ég hafði mætt, brotabrot af þeirri milljón flóttamanna frá Sýrlandi, nú í Líbanon, þessu litla fjögurra milljóna manna landi. Og hinum megin við hæðina, í austri, lá Sýrland; þaðan bárust lágstemmdar drunur inn í herbergið mitt. Þar geisar stríð.“ Svo skrifaði Páll í helgarblaðið. Myndir hans úr ferðalaginu segja meira en þúsund orð og kveikja margar spurningar. Páll lýsir því í greininni að fólk sem hann hitti spái því að ástandið muni ekki batna næsta áratuginn. Milljónir búa við ömurlegar aðstæður í gríðarstórum flóttamannabúðum. Yfir þrjú hundruð þúsund manns hafa horfið; flestir týnt lífi. Í flóttamannabúðum er ekkert. „Engin framtíð, engin skólaganga, ekkert,“ svo vitnað sé í texta Páls um ástandið í flóttamannabúðum í Beqaa-dalnum í Líbanon. Ekkert bendir til þess að ástandið í Sýrlandi sé að batna. Á fimmtudaginn í síðustu viku dóu átján í sprengjuárásum, þar af ellefu börn. Um helgina lentu sextíu þúsund manns á vergangi vegna bardaga á milli uppreisnarmannanna sjálfra. Ástandið er skelfilegt og ekki sér fyrir endann á bardögum í Sýrlandi. Á meðan fjölgar flóttafólki sem á ekki í nein hús að venda. Frændur okkar Svíar eru eina vestræna þjóðin sem hefur svarað ákalli Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins um að þjóðir heims taki á móti flóttamönnum af ábyrgð. Svíar hafa tekið á móti tuttugu og sex þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi á síðustu tveimur árum. Páll spyr í grein sinni í helgarblaði Fréttablaðsins: „Hvenær kemur að okkur?“ Það má telja næsta víst að það komi ekki að okkur. Við erum og höfum verið duglaus þegar kemur að því að lina þjáningar meðbræðra okkar og systra. Og miðað við hvernig núverandi stjórnvöld hafa tjáð sig um þróunaraðstoð má gera ráð fyrir því að við verðum seint hálfdrættingar á við Svía. „Ef við notuðum höfðatöluregluna, og vildum vera jafnokar frænda vorra, Svía, værum við búin að veita bara 900 Sýrlendingum varanlegt skjól, af þeim þremur milljónum sem hafa misst landið sitt, og lífið fram undan,“ skrifar Páll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Í helgarblaði Fréttablaðsins nú um helgina deildi Páll Stefánsson ferðasögu sinni í máli og myndum en hann heimsótti flóttafólk í Sýrlandi og Líbanon. Það eru nú komin þrjú ár síðan borgarastyrjöld braust út í Sýrlandi og um þrjár milljónir manna hafa flúið heimaland sitt. Aðrar fimm milljónir eru á vergangi í Sýrlandi en um helmingur flóttamanna er börn. „Fór að gráta. Þetta var of mikið. Fyrsta kvöldið á Hotel Akl. Það heyrði það enginn. Ég var eini gesturinn, og eini starfsmaðurinn – eigandinn – var staddur á neðri hæðinni, langt frá herbergi sex. Það sem hafði truflað mig svona mikið, fyrsta daginn í Beqaa-dalnum, voru öll börnin sem ég hafði mætt, brotabrot af þeirri milljón flóttamanna frá Sýrlandi, nú í Líbanon, þessu litla fjögurra milljóna manna landi. Og hinum megin við hæðina, í austri, lá Sýrland; þaðan bárust lágstemmdar drunur inn í herbergið mitt. Þar geisar stríð.“ Svo skrifaði Páll í helgarblaðið. Myndir hans úr ferðalaginu segja meira en þúsund orð og kveikja margar spurningar. Páll lýsir því í greininni að fólk sem hann hitti spái því að ástandið muni ekki batna næsta áratuginn. Milljónir búa við ömurlegar aðstæður í gríðarstórum flóttamannabúðum. Yfir þrjú hundruð þúsund manns hafa horfið; flestir týnt lífi. Í flóttamannabúðum er ekkert. „Engin framtíð, engin skólaganga, ekkert,“ svo vitnað sé í texta Páls um ástandið í flóttamannabúðum í Beqaa-dalnum í Líbanon. Ekkert bendir til þess að ástandið í Sýrlandi sé að batna. Á fimmtudaginn í síðustu viku dóu átján í sprengjuárásum, þar af ellefu börn. Um helgina lentu sextíu þúsund manns á vergangi vegna bardaga á milli uppreisnarmannanna sjálfra. Ástandið er skelfilegt og ekki sér fyrir endann á bardögum í Sýrlandi. Á meðan fjölgar flóttafólki sem á ekki í nein hús að venda. Frændur okkar Svíar eru eina vestræna þjóðin sem hefur svarað ákalli Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins um að þjóðir heims taki á móti flóttamönnum af ábyrgð. Svíar hafa tekið á móti tuttugu og sex þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi á síðustu tveimur árum. Páll spyr í grein sinni í helgarblaði Fréttablaðsins: „Hvenær kemur að okkur?“ Það má telja næsta víst að það komi ekki að okkur. Við erum og höfum verið duglaus þegar kemur að því að lina þjáningar meðbræðra okkar og systra. Og miðað við hvernig núverandi stjórnvöld hafa tjáð sig um þróunaraðstoð má gera ráð fyrir því að við verðum seint hálfdrættingar á við Svía. „Ef við notuðum höfðatöluregluna, og vildum vera jafnokar frænda vorra, Svía, værum við búin að veita bara 900 Sýrlendingum varanlegt skjól, af þeim þremur milljónum sem hafa misst landið sitt, og lífið fram undan,“ skrifar Páll.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar