Björt framtíð tapar þriðjungi af fylgi Besta flokksins Brjánn Jónasson skrifar 1. maí 2014 07:45 Björt framtíð tapar tveimur borgarfulltrúum en Samfylkingin bætir við sig einum samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á þriðjudagskvöld. Meirihluti flokkanna heldur því með minnsta mögulega meirihluta. Björt framtíð fengi samkvæmt könnuninni 21,6 prósent atkvæða og fjóra borgarfulltrúa. Flokkurinn er arftaki Besta flokksins í borginni, sem fékk 34,7 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa í síðustu kosningum. Björt framtíð hefur því tapað rúmum þriðjungi af fylgi besta flokksins í síðustu kosningum. Samfylkingin bætir við sig fylgi og mælist með stuðning 26,6 prósenta borgarbúa. Flokkurinn fengi fjóra borgarfulltrúa samkvæmt könnuninni, einum fleiri en í síðustu kosningum. Samanlagt fengju flokkarnir minnihluta atkvæða, 48,2 prósent, en átta borgarfulltrúa af fimmtán. Flokkarnir fengu samanlagt 53,8 prósent atkvæða í kosningunum 2010, og mældust með stuðning 51,3 prósenta í könnun Fréttablaðsins um miðjan mars. Sjálfstæðisflokkurinn styrkir stöðu sína í borginni frá síðustu könnun. Flokkurinn fengi 27 prósent akvæða yrði gengið til kosninga nú og fimm borgarfulltrúa, sama fjölda og hann er með í dag. Píratar fá samkvæmt könnuninni 10,5 prósenta fylgi, og ná einum manni í borgarstjórn verði niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins. Litlar breytingar hafa orðið á fylgi Vinstri grænna, sem fá 8,7 prósent atkvæða og halda sínum borgarfulltrúa samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn mælist með 5,2 prósent atkvæða en nær ekki inn manni. Stuðningur við Dögun er vart mælanlegur, um 0,2 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni sögðust ætla að kjósa flokkinn.Meirihlutinn vill Dag í borgarstjórastólinn Meira en helmingur borgarbúa, 56,5 prósent, vilja að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verði borgarstjóri eftir kosningar, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar. Hylli Dags hefur aukist frá síðustu könnun, sem gerð var um miðjan mars. Þá vildu 52,6 prósent borgarbúa að Dagur tæki við borgarstjórastólnum af Jóni Gnarr, sem gefur ekki kost á sér í komandi kosningum. Stuðningur við Dag nær langt út fyrir þann hóp sem hyggst kjósa Samfylkinguna. Flokkurinn mælist samkvæmt könnuninni með 26,6 prósenta fylgi. Rúmlega tvöfalt fleiri vilja því Dag sem borgarstjóra en ætla að kjósa Samfylkinguna í kosningunum. Dagur ber höfuð og herðar yfir oddvita annarra framboða í borginni. Um 16 prósent borgarbúa vilja að Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Það er vel innan við þriðjungur af þeim stuðningi sem Dagur nýtur samkvæmt könnuninni. Alls vilja 62,5 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins Halldór sem borgarstjóra, en 20,8 prósent vilja heldur Dag. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, nýtur stuðnings um 8,8 prósenta borgarbúa til að setjast í stól borgarstjóra. Björt framtíð tekur við keflinu af Besta flokknum, sem vann afgerandi kosningasigur í síðustu kosningum undir forystu Jóns Gnarr. Aðeins 37,7 prósent þeirra sem ætla að kjósa Bjarta framtíð vilja Björn sem borgarstjóra, en 55,1 prósent vilja Dag heldur í embættið. Aðrir njóta enn minni stuðnings sem arftakar Jóns Gnarr. Um 3,5 vilja Sóleyju Tómasdóttur, oddvita Vinstri grænna, sem næsta borgarstjóra, og 3 prósent Halldór Auðar Svansson, oddvita Pírata. Þá nefndu 0,5 prósent Þorleif Gunnarson, oddvita Dögunar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Björt framtíð tapar tveimur borgarfulltrúum en Samfylkingin bætir við sig einum samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á þriðjudagskvöld. Meirihluti flokkanna heldur því með minnsta mögulega meirihluta. Björt framtíð fengi samkvæmt könnuninni 21,6 prósent atkvæða og fjóra borgarfulltrúa. Flokkurinn er arftaki Besta flokksins í borginni, sem fékk 34,7 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa í síðustu kosningum. Björt framtíð hefur því tapað rúmum þriðjungi af fylgi besta flokksins í síðustu kosningum. Samfylkingin bætir við sig fylgi og mælist með stuðning 26,6 prósenta borgarbúa. Flokkurinn fengi fjóra borgarfulltrúa samkvæmt könnuninni, einum fleiri en í síðustu kosningum. Samanlagt fengju flokkarnir minnihluta atkvæða, 48,2 prósent, en átta borgarfulltrúa af fimmtán. Flokkarnir fengu samanlagt 53,8 prósent atkvæða í kosningunum 2010, og mældust með stuðning 51,3 prósenta í könnun Fréttablaðsins um miðjan mars. Sjálfstæðisflokkurinn styrkir stöðu sína í borginni frá síðustu könnun. Flokkurinn fengi 27 prósent akvæða yrði gengið til kosninga nú og fimm borgarfulltrúa, sama fjölda og hann er með í dag. Píratar fá samkvæmt könnuninni 10,5 prósenta fylgi, og ná einum manni í borgarstjórn verði niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins. Litlar breytingar hafa orðið á fylgi Vinstri grænna, sem fá 8,7 prósent atkvæða og halda sínum borgarfulltrúa samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn mælist með 5,2 prósent atkvæða en nær ekki inn manni. Stuðningur við Dögun er vart mælanlegur, um 0,2 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni sögðust ætla að kjósa flokkinn.Meirihlutinn vill Dag í borgarstjórastólinn Meira en helmingur borgarbúa, 56,5 prósent, vilja að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verði borgarstjóri eftir kosningar, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar. Hylli Dags hefur aukist frá síðustu könnun, sem gerð var um miðjan mars. Þá vildu 52,6 prósent borgarbúa að Dagur tæki við borgarstjórastólnum af Jóni Gnarr, sem gefur ekki kost á sér í komandi kosningum. Stuðningur við Dag nær langt út fyrir þann hóp sem hyggst kjósa Samfylkinguna. Flokkurinn mælist samkvæmt könnuninni með 26,6 prósenta fylgi. Rúmlega tvöfalt fleiri vilja því Dag sem borgarstjóra en ætla að kjósa Samfylkinguna í kosningunum. Dagur ber höfuð og herðar yfir oddvita annarra framboða í borginni. Um 16 prósent borgarbúa vilja að Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Það er vel innan við þriðjungur af þeim stuðningi sem Dagur nýtur samkvæmt könnuninni. Alls vilja 62,5 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins Halldór sem borgarstjóra, en 20,8 prósent vilja heldur Dag. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, nýtur stuðnings um 8,8 prósenta borgarbúa til að setjast í stól borgarstjóra. Björt framtíð tekur við keflinu af Besta flokknum, sem vann afgerandi kosningasigur í síðustu kosningum undir forystu Jóns Gnarr. Aðeins 37,7 prósent þeirra sem ætla að kjósa Bjarta framtíð vilja Björn sem borgarstjóra, en 55,1 prósent vilja Dag heldur í embættið. Aðrir njóta enn minni stuðnings sem arftakar Jóns Gnarr. Um 3,5 vilja Sóleyju Tómasdóttur, oddvita Vinstri grænna, sem næsta borgarstjóra, og 3 prósent Halldór Auðar Svansson, oddvita Pírata. Þá nefndu 0,5 prósent Þorleif Gunnarson, oddvita Dögunar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira