Tímamótatíð hjá Teiti í Garðabænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2014 06:00 Teitur Örlygsson yfirgefur Garðabæinn. Vísir/Daníel Teitur Örlygsson stýrði Stjörnuliðinu í síðasta sinn á sunnudagskvöldið þar sem Garðabæjarliðið datt út úr úrslitakeppninni eftir æsispennandi leik og eins stigs tap fyrir deildarmeisturum KR. Það er óhætt að segja að Teitur hafi skrifað nokkra kafla í sögu körfuboltans í Garðabænum þau rúmu fimm ár sem hann var við stjórnvölinn í Ásgarði en Stjarnan hefur á þeim tíma orðið að einu af bestu körfuboltaliðum landsins þótt Íslandsbikarinn eigi enn eftir að rata í Garðabæinn.Einn sá óvæntasti í sögunni Teitur tók við Stjörnuliðinu á miðju tímabili 2008-09 og hafði ekki verið marga mánuði í starfinu þegar Stjarnan vann einn óvæntasta sigur í sögu íslenska körfuboltans. Stjarnan vann þá stórstjörnulið KR í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni og dramatísk fagnaðarlæti þessa mikla sigurvegara gleymast líklega aldrei. Síðan þá hefur Stjarnan ítrekað endurskrifað körfuboltasögu félagsins og nú síðast hjálpuðu Stjörnumenn Teiti sjálfum að ná einstökum árangri. Teitur vann fjóra leiki með Stjörnunni í þessari úrslitakeppni og komst þar með upp í 100 sigurleiki í úrslitakeppninni á Íslandi. Hann varð fyrstur til að vinna tíu Íslandsmeistaratitla sem leikmaður í úrslitakeppni og tími hans með Stjörnunni kom honum upp um hundrað sigurleiki sem leikmaður og þjálfari í úrslitakeppni. Það eina sem vantar upp á er að vinna Íslandsmeistarabikarinn sem var í huga flestra kominn hálfa leið upp í Ásgarð fyrir ári. Sigurvilji Grindvíkinga verður hins vegar seint vanmetinn og Teitur og félagar urðu að sætta sig við silfrið í annað skiptið á þremur tímabilum.Hafa fest sig í sessi „Hjartað í liðinu í dag eru sömu mennirnir og voru þegar ég kom og við erum að spila svipað kerfi mestallan tímann. Liðið og deildin á sama tíma hefur dafnað frá því að ég tók við Stjörnunni og það hefur verið gaman að fylgjast með uppbyggingunni. Liðið hefur unnið tvö silfur og tvo bikarmeistaratitla og er vonandi búið að festa sig í sessi í körfubolta,“ sagði Teitur við blaðamann Vísis eftir síðasta leikinn sem þjálfari Stjörnuliðsins. Teitur gekk líka stoltur maður út úr Ásgarði á sunnudagskvöldið: „Algjörlega, stoltur og þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Allir vinirnir sem maður er búinn að eignast hérna, það situr eftir í manni,“ sagði Teitur.Komið að 89 prósent sigranna Stjarnan hefur unnið 106 leiki í deild og úrslitakeppni frá upphafi, þar af 94 þeirra undir stjórn Teits Örlygssonar eða 89 prósent. Hann hefur komið að báðum stórum titlum félagsins og nú er það í höndum Hrafns Kristjánssonar að fylgja starfi hans eftir. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fyrstu skrefin sem Stjarnan tók í þjálfaratíð Teits Örlygssonar frá 2009 til 2014.„Nýju skrefin“ í Garðabænum í þjálfaratíð TeitsFyrsta sinn í undanúrslit í bikarkeppni - 11. janúar 2009 (116-70 sigur á Val)Fyrsta sinn í bikarúrslitaleik - 25. janúar 2009 (83-73 sigur á Njarðvík)Fyrsti bikarmeistaratitilinn - 15. febrúar 2009 (78-76 sigur á KR)Fyrsta sinn yfir 50 prósent sigurhlutfall á tímabili - 2009/10, 68 prósent (15 sigrar - 7 töp)Fyrsti leikur í úrslitakeppni - 14. mars 2009 (81-93 tap fyrir Snæfelli)Fyrsti sigurleikur í úrslitakeppni - 29. mars 2010 (95-91 sigur á Njarðvík)Fyrsti sigur í seríu í úrslitakeppni - 23. mars 2011 (69-66 sigur á Grindavík, 2-1)Fyrsti sigur í undanúrslitum í úrslitakeppni - 27. mars 2011 (75-73 sigur á Snæfelli)Fyrsta sinn í lokaúrslit í úrslitakeppni - 31. mars 2011 (105-88 sigur á Snæfelli)Fyrsti sigur í lokaúrslitum í úrslitakeppni - 14. apríl 2011 (107-105 sigur á KR)Fyrsta forysta í lokaúrslitum í úrslitakeppni - 22. apríl 2013 (101-89 sigur á Grindavík, 2-1) Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Teitur Örlygsson stýrði Stjörnuliðinu í síðasta sinn á sunnudagskvöldið þar sem Garðabæjarliðið datt út úr úrslitakeppninni eftir æsispennandi leik og eins stigs tap fyrir deildarmeisturum KR. Það er óhætt að segja að Teitur hafi skrifað nokkra kafla í sögu körfuboltans í Garðabænum þau rúmu fimm ár sem hann var við stjórnvölinn í Ásgarði en Stjarnan hefur á þeim tíma orðið að einu af bestu körfuboltaliðum landsins þótt Íslandsbikarinn eigi enn eftir að rata í Garðabæinn.Einn sá óvæntasti í sögunni Teitur tók við Stjörnuliðinu á miðju tímabili 2008-09 og hafði ekki verið marga mánuði í starfinu þegar Stjarnan vann einn óvæntasta sigur í sögu íslenska körfuboltans. Stjarnan vann þá stórstjörnulið KR í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni og dramatísk fagnaðarlæti þessa mikla sigurvegara gleymast líklega aldrei. Síðan þá hefur Stjarnan ítrekað endurskrifað körfuboltasögu félagsins og nú síðast hjálpuðu Stjörnumenn Teiti sjálfum að ná einstökum árangri. Teitur vann fjóra leiki með Stjörnunni í þessari úrslitakeppni og komst þar með upp í 100 sigurleiki í úrslitakeppninni á Íslandi. Hann varð fyrstur til að vinna tíu Íslandsmeistaratitla sem leikmaður í úrslitakeppni og tími hans með Stjörnunni kom honum upp um hundrað sigurleiki sem leikmaður og þjálfari í úrslitakeppni. Það eina sem vantar upp á er að vinna Íslandsmeistarabikarinn sem var í huga flestra kominn hálfa leið upp í Ásgarð fyrir ári. Sigurvilji Grindvíkinga verður hins vegar seint vanmetinn og Teitur og félagar urðu að sætta sig við silfrið í annað skiptið á þremur tímabilum.Hafa fest sig í sessi „Hjartað í liðinu í dag eru sömu mennirnir og voru þegar ég kom og við erum að spila svipað kerfi mestallan tímann. Liðið og deildin á sama tíma hefur dafnað frá því að ég tók við Stjörnunni og það hefur verið gaman að fylgjast með uppbyggingunni. Liðið hefur unnið tvö silfur og tvo bikarmeistaratitla og er vonandi búið að festa sig í sessi í körfubolta,“ sagði Teitur við blaðamann Vísis eftir síðasta leikinn sem þjálfari Stjörnuliðsins. Teitur gekk líka stoltur maður út úr Ásgarði á sunnudagskvöldið: „Algjörlega, stoltur og þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Allir vinirnir sem maður er búinn að eignast hérna, það situr eftir í manni,“ sagði Teitur.Komið að 89 prósent sigranna Stjarnan hefur unnið 106 leiki í deild og úrslitakeppni frá upphafi, þar af 94 þeirra undir stjórn Teits Örlygssonar eða 89 prósent. Hann hefur komið að báðum stórum titlum félagsins og nú er það í höndum Hrafns Kristjánssonar að fylgja starfi hans eftir. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fyrstu skrefin sem Stjarnan tók í þjálfaratíð Teits Örlygssonar frá 2009 til 2014.„Nýju skrefin“ í Garðabænum í þjálfaratíð TeitsFyrsta sinn í undanúrslit í bikarkeppni - 11. janúar 2009 (116-70 sigur á Val)Fyrsta sinn í bikarúrslitaleik - 25. janúar 2009 (83-73 sigur á Njarðvík)Fyrsti bikarmeistaratitilinn - 15. febrúar 2009 (78-76 sigur á KR)Fyrsta sinn yfir 50 prósent sigurhlutfall á tímabili - 2009/10, 68 prósent (15 sigrar - 7 töp)Fyrsti leikur í úrslitakeppni - 14. mars 2009 (81-93 tap fyrir Snæfelli)Fyrsti sigurleikur í úrslitakeppni - 29. mars 2010 (95-91 sigur á Njarðvík)Fyrsti sigur í seríu í úrslitakeppni - 23. mars 2011 (69-66 sigur á Grindavík, 2-1)Fyrsti sigur í undanúrslitum í úrslitakeppni - 27. mars 2011 (75-73 sigur á Snæfelli)Fyrsta sinn í lokaúrslit í úrslitakeppni - 31. mars 2011 (105-88 sigur á Snæfelli)Fyrsti sigur í lokaúrslitum í úrslitakeppni - 14. apríl 2011 (107-105 sigur á KR)Fyrsta forysta í lokaúrslitum í úrslitakeppni - 22. apríl 2013 (101-89 sigur á Grindavík, 2-1)
Dominos-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira