Fimleikastúlkan sem endaði í sleggjukasti Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. apríl 2014 07:30 Framtíðin virðist björt hjá hinum 18 ára gamla sleggjukastara Vigdísi Jónsdóttur sem er nýr Íslandsmethafi í greininni eftir stórbætingu á móti í Kaplakrika síðastliðinn sunnudag. Fréttablaðið/daníel „Ég bjóst kannski við að kasta svona 51-52 metra en sleggjan fór alveg yfir 55 metrana sem kom skemmtilega á óvart,“ segir Vigdís Jónsdóttir, 18 ára frjálsíþróttakona úr FH, sem á sunnudaginn bætti fimm ára gamalt Íslandsmet ÍR-ingsins Söndru Pétursdóttur í sleggjukasti kvenna. Vigdís var að keppa á Coca Cola-móti FH á heimavelli sínum í Kaplakrika og þrumaði sleggjunni 54,51 metra í fyrsta kasti. Hún var þá búin að bæta Íslandsmetið sem var 54,19 metrar. Vigdís bætti um betur og kastaði næst 55,23 metra og bætti Íslandsmetið um 1,04 metra. Enn fremur bætti hún eigin árangur með 4 kg sleggjunni um ríflega 10 metra. „Sleggjan var ekkert búin að fara rosalega langt á æfingum en þetta er í takt við það hvernig mér gengur á mótum. Mér gengur betur þegar ég keppi – fæ eitthvert svona adrenalínkikk,“ segir Vigdís sem setti stefnuna ekki á Íslandsmet í fullorðinsflokki heldur í flokki 18-19 ára. „Ég ætlaði kannski að ná stóra metinu í sumar en 18-19 ára metið átti að fara. Ég bætti metið strax í fyrsta kasti og við öll sem stóðum þarna fengum alveg sjokk. Svo bætti ég metið strax í næsta kasti og við urðum öll himinlifandi.“fréttablaðið/daníelSleggjan betri fyrir ökklana Þessi efnilega íþróttakona hefur aðeins æft sleggjukast í 18 mánuði. Alla æsku sína æfði hún fimleika, fyrst með Björk og síðar Stjörnunni, en hún sagði skilið við fimleikana fyrir tveimur árum. „Ég var búin að vera með álagsmeiðsli í ökkla sem höfðu tekið sinn toll og ég bara gat ekki meira. Það voru álagsbrot í báðum ökklum þannig ég gat ekki keppt mikið. Það endaði með því að mér var alltaf illt og var alltaf vafinn þannig að ég ákvað að taka mér pásu,“ segir Vigdís en pásan varð varanleg og ákvað hún því að prófa frjálsar. Stefnan var fyrst tekin á spjótkast. „Ég byrjaði að hlaupa en ætlaði síðan að fara í spjótkastið því mér fannst það spennandi. En kastþjálfarinn minn, Eggert Bogason, sá meiri sleggjukastara í mér og leyfði mér að prófa. Svo var ég bara svo fljót að ná tækninni,“ segir Vigdís en meiðslin sem stóðu í vegi fyrir henni í fimleikunum angra hana ekkert í dag. „Ég hef reyndar bara batnað. Ég meiddist rosalega illa í apríl 2011 og fór til sjúkraþjálfara að styrkja ökklann en ég lenti oft illa eftir það. Ökklarnir hafa bara styrkst í sleggjunni. Fimleikarnir gera mér samt mjög gott og eru góður grunnur.“ Beðið eftir niðurstöðum Kast Vigdísar er eðli málsins samkvæmt það lengsta á árinu en með því vann hún sér sæti í landsliðinu sem tekur þátt í Evrópubikarkeppninni sem fram fer í Georgíu í júní. „Ég á bara eftir að fá niðurstöðurnar úr lyfjaprófinu sem ég fór í eftir mótið á sunnudaginn. En lengsta kastið gildir þannig að vonandi kemst ég til Georgíu,“ segir Vigdís. Hún setur stefnuna á fleiri mót á árinu og langar mikið að komast með Anítu Hinriksdóttur á heimsmeistaramót 20 ára og yngri sem fram fer í Bandaríkjunum í sumar. „Mig vantar tvo metra til að ná lágmarkinu fyrir það. Ég þarf að kasta 57 metra til að komast á HM. Það væri alveg rosalega skemmtilegt að fara með Anítu og Hilmari.“ Stóra markmiðið er auðvitað Ólympíuleikarnir en ekki eftir tvö ár í Ríó. „Með þessu kasti á sunnudaginn hoppaði ég upp í 13. sæti á Evrópulistanum í mínum aldursflokki og nú set ég stefnuna á Ólympíuleikana í Tókýó 2020. En ég ætla líka að reyna keppa á Smáþjóðaleikunum á næsta ári hérna heima. Þjálfarinn minn ætlar að reyna fá sleggjukast sem keppnisgrein,“ segir Vigdís Jónsdóttir.fréttablaðið/daníelKomst langt í fimleikunum Kastsería Vigdísar var mjög myndarleg á mótinu í Krikanum en fimm af sex köstum hennar voru yfir 52 metra, hún tvíbætti Íslandsmetið og gerði aðeins einu sinni ógilt. Vigdís er uppalin í Hafnarfirði og stundar nám í Kvennaskólanum í Reykjavík þar sem hún er á öðru ári. „Þetta flækist stundum hvort fyrir öðru en þetta sleppur alveg,“ segir hún og hlær við. Fimleikaferill hennar var sæmilega farsæll og ekki að ástæðulausu að hún hefur náð svona langt á svo skömmum tíma í sleggjunni. „Ég komst tvisvar á úrtökumótin fyrir Evrópuliðin en komst reyndar ekki í liðið. Ég komst samt alveg langt í fimleikunum. En nú á sleggjukastið hug minn allan og ég set kraftinn í það,“ segir Vigdís Jónsdóttir. Fimleikar Frjálsar íþróttir Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Sjá meira
„Ég bjóst kannski við að kasta svona 51-52 metra en sleggjan fór alveg yfir 55 metrana sem kom skemmtilega á óvart,“ segir Vigdís Jónsdóttir, 18 ára frjálsíþróttakona úr FH, sem á sunnudaginn bætti fimm ára gamalt Íslandsmet ÍR-ingsins Söndru Pétursdóttur í sleggjukasti kvenna. Vigdís var að keppa á Coca Cola-móti FH á heimavelli sínum í Kaplakrika og þrumaði sleggjunni 54,51 metra í fyrsta kasti. Hún var þá búin að bæta Íslandsmetið sem var 54,19 metrar. Vigdís bætti um betur og kastaði næst 55,23 metra og bætti Íslandsmetið um 1,04 metra. Enn fremur bætti hún eigin árangur með 4 kg sleggjunni um ríflega 10 metra. „Sleggjan var ekkert búin að fara rosalega langt á æfingum en þetta er í takt við það hvernig mér gengur á mótum. Mér gengur betur þegar ég keppi – fæ eitthvert svona adrenalínkikk,“ segir Vigdís sem setti stefnuna ekki á Íslandsmet í fullorðinsflokki heldur í flokki 18-19 ára. „Ég ætlaði kannski að ná stóra metinu í sumar en 18-19 ára metið átti að fara. Ég bætti metið strax í fyrsta kasti og við öll sem stóðum þarna fengum alveg sjokk. Svo bætti ég metið strax í næsta kasti og við urðum öll himinlifandi.“fréttablaðið/daníelSleggjan betri fyrir ökklana Þessi efnilega íþróttakona hefur aðeins æft sleggjukast í 18 mánuði. Alla æsku sína æfði hún fimleika, fyrst með Björk og síðar Stjörnunni, en hún sagði skilið við fimleikana fyrir tveimur árum. „Ég var búin að vera með álagsmeiðsli í ökkla sem höfðu tekið sinn toll og ég bara gat ekki meira. Það voru álagsbrot í báðum ökklum þannig ég gat ekki keppt mikið. Það endaði með því að mér var alltaf illt og var alltaf vafinn þannig að ég ákvað að taka mér pásu,“ segir Vigdís en pásan varð varanleg og ákvað hún því að prófa frjálsar. Stefnan var fyrst tekin á spjótkast. „Ég byrjaði að hlaupa en ætlaði síðan að fara í spjótkastið því mér fannst það spennandi. En kastþjálfarinn minn, Eggert Bogason, sá meiri sleggjukastara í mér og leyfði mér að prófa. Svo var ég bara svo fljót að ná tækninni,“ segir Vigdís en meiðslin sem stóðu í vegi fyrir henni í fimleikunum angra hana ekkert í dag. „Ég hef reyndar bara batnað. Ég meiddist rosalega illa í apríl 2011 og fór til sjúkraþjálfara að styrkja ökklann en ég lenti oft illa eftir það. Ökklarnir hafa bara styrkst í sleggjunni. Fimleikarnir gera mér samt mjög gott og eru góður grunnur.“ Beðið eftir niðurstöðum Kast Vigdísar er eðli málsins samkvæmt það lengsta á árinu en með því vann hún sér sæti í landsliðinu sem tekur þátt í Evrópubikarkeppninni sem fram fer í Georgíu í júní. „Ég á bara eftir að fá niðurstöðurnar úr lyfjaprófinu sem ég fór í eftir mótið á sunnudaginn. En lengsta kastið gildir þannig að vonandi kemst ég til Georgíu,“ segir Vigdís. Hún setur stefnuna á fleiri mót á árinu og langar mikið að komast með Anítu Hinriksdóttur á heimsmeistaramót 20 ára og yngri sem fram fer í Bandaríkjunum í sumar. „Mig vantar tvo metra til að ná lágmarkinu fyrir það. Ég þarf að kasta 57 metra til að komast á HM. Það væri alveg rosalega skemmtilegt að fara með Anítu og Hilmari.“ Stóra markmiðið er auðvitað Ólympíuleikarnir en ekki eftir tvö ár í Ríó. „Með þessu kasti á sunnudaginn hoppaði ég upp í 13. sæti á Evrópulistanum í mínum aldursflokki og nú set ég stefnuna á Ólympíuleikana í Tókýó 2020. En ég ætla líka að reyna keppa á Smáþjóðaleikunum á næsta ári hérna heima. Þjálfarinn minn ætlar að reyna fá sleggjukast sem keppnisgrein,“ segir Vigdís Jónsdóttir.fréttablaðið/daníelKomst langt í fimleikunum Kastsería Vigdísar var mjög myndarleg á mótinu í Krikanum en fimm af sex köstum hennar voru yfir 52 metra, hún tvíbætti Íslandsmetið og gerði aðeins einu sinni ógilt. Vigdís er uppalin í Hafnarfirði og stundar nám í Kvennaskólanum í Reykjavík þar sem hún er á öðru ári. „Þetta flækist stundum hvort fyrir öðru en þetta sleppur alveg,“ segir hún og hlær við. Fimleikaferill hennar var sæmilega farsæll og ekki að ástæðulausu að hún hefur náð svona langt á svo skömmum tíma í sleggjunni. „Ég komst tvisvar á úrtökumótin fyrir Evrópuliðin en komst reyndar ekki í liðið. Ég komst samt alveg langt í fimleikunum. En nú á sleggjukastið hug minn allan og ég set kraftinn í það,“ segir Vigdís Jónsdóttir.
Fimleikar Frjálsar íþróttir Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Sjá meira