Enginn bjór, hamborgari eða pitsa hjá Alexander Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2014 06:00 Alexander á æfingu íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni í vikunni. Vísir/Daníel Alexander Petersson spilar sinn fyrsta landsleik í tæpt ár er Ísland mætir Austurríki í vináttulandsleik í Laugardalshöllinni. Þrálát axlarmeiðsli, sem ógnuðu ferli hans um tíma, hafa sett strik í reikninginn en vegna þeirra hefur hann misst af síðustu tveimur stórmótum með íslenska landsliðinu – HM á Spáni og EM í Danmörku. Hann hefur náð sér vel á strik með Rhein-Neckar Löwen í vetur og gat nú gefið kost á sér í landsliðið á ný. Hann segir að fríið í upphafi árs hafi gert sér gott. „Ég var með gott „prógramm“ í janúar og febrúar – lagði mikið á mig á hverjum degi og þetta er allt að koma hjá mér. Ég er að uppskera eftir erfiðið,“ sagði Alexander við Fréttablaðið í vikunni.Sleppti öllum kolvetnum Hann þvertekur fyrir að hafa misst áhugann á því að spila með íslenska landsliðinu enda stefnir hann á að gera það næstu árin, á meðan heilsan leyfir. „Mér finnst alltaf jafn gaman að koma aftur heim og hitta strákana. Það er allt öðruvísi að æfa með landsliði en félagsliði og ég vil spila ef ég get,“ segir hann. Meðal þess sem Alexander hefur gert til að flýta bataferlinu er að taka mataræðið í gegn. „Ég hef skipt yfir í kolvetnasnautt mataræði og tel að það hafi hjálpað mikið. Ég borða því nóg af hollri fitu en sleppi kolvetnunum sem þýðir enginn bjór, hamborgari eða pitsa,“ segir hann í léttum dúr. „Ég held að þetta hjálpi til. Kannski er þetta bara í hausnum á manni en ef maður trúir því þá hjálpar það.“ Hann segist því vongóður um að komast aftur í toppform. „Ég er mun bjartsýnni en áður og sé nú fram á að geta haldið áfram að spila í nokkur ár til viðbótar.“ Alexander er samningsbundinn Löwen til 2015 en hefur ekkert rætt við félagið um nýjan samning. „Þeir vilja bíða og ég líka. Við ræðum aftur saman í sumar og þá kemur þetta betur í ljós.“Aldrei upplifað annað eins Þangað til verður nóg að gera hjá ljónunum en eftir landsleikjafríið tekur við þétt dagskrá þar sem tímabilið gæti ráðist hjá liðinu. Það byrjar á úrslitahelginni í þýska bikarnum en nokkrum dögum síðar tekur liðið á móti Kiel í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar. Að honum loknum er svo komið að fyrri leiknum gegn stórliði Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. „Ég hef aldrei upplifað annað eins á mínum ferli en finnst þetta bara skemmtilegt. Markmiðið er að vinna þetta allt saman og vonandi verður niðurstaðan jákvæð eftir þessa viku.“ Íslenski handboltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Sjá meira
Alexander Petersson spilar sinn fyrsta landsleik í tæpt ár er Ísland mætir Austurríki í vináttulandsleik í Laugardalshöllinni. Þrálát axlarmeiðsli, sem ógnuðu ferli hans um tíma, hafa sett strik í reikninginn en vegna þeirra hefur hann misst af síðustu tveimur stórmótum með íslenska landsliðinu – HM á Spáni og EM í Danmörku. Hann hefur náð sér vel á strik með Rhein-Neckar Löwen í vetur og gat nú gefið kost á sér í landsliðið á ný. Hann segir að fríið í upphafi árs hafi gert sér gott. „Ég var með gott „prógramm“ í janúar og febrúar – lagði mikið á mig á hverjum degi og þetta er allt að koma hjá mér. Ég er að uppskera eftir erfiðið,“ sagði Alexander við Fréttablaðið í vikunni.Sleppti öllum kolvetnum Hann þvertekur fyrir að hafa misst áhugann á því að spila með íslenska landsliðinu enda stefnir hann á að gera það næstu árin, á meðan heilsan leyfir. „Mér finnst alltaf jafn gaman að koma aftur heim og hitta strákana. Það er allt öðruvísi að æfa með landsliði en félagsliði og ég vil spila ef ég get,“ segir hann. Meðal þess sem Alexander hefur gert til að flýta bataferlinu er að taka mataræðið í gegn. „Ég hef skipt yfir í kolvetnasnautt mataræði og tel að það hafi hjálpað mikið. Ég borða því nóg af hollri fitu en sleppi kolvetnunum sem þýðir enginn bjór, hamborgari eða pitsa,“ segir hann í léttum dúr. „Ég held að þetta hjálpi til. Kannski er þetta bara í hausnum á manni en ef maður trúir því þá hjálpar það.“ Hann segist því vongóður um að komast aftur í toppform. „Ég er mun bjartsýnni en áður og sé nú fram á að geta haldið áfram að spila í nokkur ár til viðbótar.“ Alexander er samningsbundinn Löwen til 2015 en hefur ekkert rætt við félagið um nýjan samning. „Þeir vilja bíða og ég líka. Við ræðum aftur saman í sumar og þá kemur þetta betur í ljós.“Aldrei upplifað annað eins Þangað til verður nóg að gera hjá ljónunum en eftir landsleikjafríið tekur við þétt dagskrá þar sem tímabilið gæti ráðist hjá liðinu. Það byrjar á úrslitahelginni í þýska bikarnum en nokkrum dögum síðar tekur liðið á móti Kiel í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar. Að honum loknum er svo komið að fyrri leiknum gegn stórliði Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. „Ég hef aldrei upplifað annað eins á mínum ferli en finnst þetta bara skemmtilegt. Markmiðið er að vinna þetta allt saman og vonandi verður niðurstaðan jákvæð eftir þessa viku.“
Íslenski handboltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Sjá meira