Verða að halda vel á spöðunum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 1. apríl 2014 06:00 Þingmenn verða að halda vel á spöðunum ef á að nást að ljúka mörgum stórum málum sem bíða afgreiðslu áður en þing fer í sumarfrí um miðjan maí. Fréttablaðið/Daníel Sjávarútvegsráðherra lagði ekki fram frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða eða um veiðigjöld í gær eins og vænst hafði verið. Dagurinn í gær, 31. mars, var síðasti dagur til að leggja fram ný þingmál á Alþingi fyrir sumarfrí, án þess að leita afbrigða. Annað frumvarp sem beðið hafði verið eftir með nokkurri eftirvæntingu kom heldur ekki fram. Það er frumvarp um gjaldtöku á ferðamannastöðum. Þegar gerðar voru breytingar á lögum um veiðigjöld í fyrra voru þau til eins árs. Að sögn þingmanna er því ljóst að það verður að nota ákvæði þingskaparlaga um afbrigði til að leggja fram veiðigjaldafrumvarp fyrir þinglok svo ný lög geti tekið gildi þegar nýtt fiskveiðiár gengur í garð fyrsta september næstkomandi. Annað mál sem beðið hefur verið eftir en hillir ekki undir er frumvarp um afnám verðtryggingar. Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar voru á annað hundrað mál. Það styttist í þinglok, nú eru tólf þingfundardagar eftir áður en Alþingi fer í sumarfrí um miðjan maí. Rúmlega 80 mál bíða umræðu í þinginu. Stærstu málin eru leiðrétting verðtryggðra húsnæðislána og frumvarp um séreignarsparnað. Þá er umdeild þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið til umfjöllunar í utanríkismálanefnd og kemur væntanlega til annarrar umræðu í þinginu í kringum páska. Félags- og húsnæðismálaráðherra lagði fram eitt af stóru málunum sínum í gær, um húsaleigubætur. Af málum sem efnahags- og fjármálaráðherra lagði fram má nefna frumvarp um eiginfjárviðmið Seðlabanka og frumvarp um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, þriðja frumvarpið sem kom úr fjármálaráðuneytinu er frumvarp til laga um opinber fjármál. ESB-málið Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra lagði ekki fram frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða eða um veiðigjöld í gær eins og vænst hafði verið. Dagurinn í gær, 31. mars, var síðasti dagur til að leggja fram ný þingmál á Alþingi fyrir sumarfrí, án þess að leita afbrigða. Annað frumvarp sem beðið hafði verið eftir með nokkurri eftirvæntingu kom heldur ekki fram. Það er frumvarp um gjaldtöku á ferðamannastöðum. Þegar gerðar voru breytingar á lögum um veiðigjöld í fyrra voru þau til eins árs. Að sögn þingmanna er því ljóst að það verður að nota ákvæði þingskaparlaga um afbrigði til að leggja fram veiðigjaldafrumvarp fyrir þinglok svo ný lög geti tekið gildi þegar nýtt fiskveiðiár gengur í garð fyrsta september næstkomandi. Annað mál sem beðið hefur verið eftir en hillir ekki undir er frumvarp um afnám verðtryggingar. Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar voru á annað hundrað mál. Það styttist í þinglok, nú eru tólf þingfundardagar eftir áður en Alþingi fer í sumarfrí um miðjan maí. Rúmlega 80 mál bíða umræðu í þinginu. Stærstu málin eru leiðrétting verðtryggðra húsnæðislána og frumvarp um séreignarsparnað. Þá er umdeild þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið til umfjöllunar í utanríkismálanefnd og kemur væntanlega til annarrar umræðu í þinginu í kringum páska. Félags- og húsnæðismálaráðherra lagði fram eitt af stóru málunum sínum í gær, um húsaleigubætur. Af málum sem efnahags- og fjármálaráðherra lagði fram má nefna frumvarp um eiginfjárviðmið Seðlabanka og frumvarp um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, þriðja frumvarpið sem kom úr fjármálaráðuneytinu er frumvarp til laga um opinber fjármál.
ESB-málið Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira