Þokast hjá kennurum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 31. mars 2014 06:00 Aðalheiður Steingrímsdóttir „Það náðist árangur um helgina. Málin þokast en það gengur hægt,“ sagði Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar framhaldsskólakennara. Þriðja vika verkfalls framhaldsskólakennara er hafin. Nemendur og kennarar sem eru í verkfalli geta búið sig undir að sitja heima næstu daga. Aðalheiður segir að þó að samninganefnd ríkisins og kennarar séu farin að sjá til lands í nokkrum málum þó séu ýmis stór mál eftir. Hún segir að samningar um nýtt vinnumat fyrir kennara séu á lokametrunum en það þokist hægt að semja um launaliðinn. Þar beri mikið í milli deilenda. Þá segir hún að samningsforsendur séu ófrágengnar. „Ég bind vonir við að við klárum í þessari viku en til þess að það náist verða menntamála- og fjármálaráðherra að leggjast á árarnar með samninganefnd ríkisins,“ segir Aðalheiður. Hún segir að stytting náms til stúdentsprófs hafi verið rædd. Menn ætli að setja ákvæði í kjarasamninginn sem verði virkjaðir ef skólar vilja stytta námið. Stytting náms feli í sér miklar breytingar á námsskipulagi sem hafi áhrif á starfskjör kennara. „En eftir sem áður stendur upp á menntamálaráðherra að gera grein fyrir hvað hann á við með styttingu náms og pólitíska ábyrgðin er alfarið hans,“ segir Aðalheiður. Frá því verkfall framhaldsskólakennara hófst hafa deiluaðilar fundað hvern einasta dag, virka jafnt sem helga. Frá þriðja desember til dagsins í dag hafa samninganefndir framhaldsskólakennara og ríkisins hist á 43 fundum. Hvorki náðist í formann samninganefndar ríkisins við vinnslu fréttarinnar né menntamálaráðherra. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
„Það náðist árangur um helgina. Málin þokast en það gengur hægt,“ sagði Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar framhaldsskólakennara. Þriðja vika verkfalls framhaldsskólakennara er hafin. Nemendur og kennarar sem eru í verkfalli geta búið sig undir að sitja heima næstu daga. Aðalheiður segir að þó að samninganefnd ríkisins og kennarar séu farin að sjá til lands í nokkrum málum þó séu ýmis stór mál eftir. Hún segir að samningar um nýtt vinnumat fyrir kennara séu á lokametrunum en það þokist hægt að semja um launaliðinn. Þar beri mikið í milli deilenda. Þá segir hún að samningsforsendur séu ófrágengnar. „Ég bind vonir við að við klárum í þessari viku en til þess að það náist verða menntamála- og fjármálaráðherra að leggjast á árarnar með samninganefnd ríkisins,“ segir Aðalheiður. Hún segir að stytting náms til stúdentsprófs hafi verið rædd. Menn ætli að setja ákvæði í kjarasamninginn sem verði virkjaðir ef skólar vilja stytta námið. Stytting náms feli í sér miklar breytingar á námsskipulagi sem hafi áhrif á starfskjör kennara. „En eftir sem áður stendur upp á menntamálaráðherra að gera grein fyrir hvað hann á við með styttingu náms og pólitíska ábyrgðin er alfarið hans,“ segir Aðalheiður. Frá því verkfall framhaldsskólakennara hófst hafa deiluaðilar fundað hvern einasta dag, virka jafnt sem helga. Frá þriðja desember til dagsins í dag hafa samninganefndir framhaldsskólakennara og ríkisins hist á 43 fundum. Hvorki náðist í formann samninganefndar ríkisins við vinnslu fréttarinnar né menntamálaráðherra.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira