Áfram á vondum stað Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. mars 2014 06:30 Stjórnarformaður þekkingarfyrirtækisins Össurar hf., Niels Jacobsen, var harðorður í garð íslenzkra stjórnvalda í ræðu sinni á aðalfundi fyrirtækisins í gær. Þetta er fjórði aðalfundurinn í röð þar sem Jacobsen gagnrýnir harðlega ráðstafanir ríkisstjórnar Íslands og það viðskiptaumhverfi sem alþjóðlegum þekkingarfyrirtækjum er búið. Rauði þráðurinn í gagnrýni Jacobsens hefur annars vegar verið að gjaldmiðillinn sé ónothæfur, hins vegar að lagasetning sé „fljótfærnisleg, tíð og ófagleg“ og ríkur vilji til að búa til séríslenzkar lausnir, sem ekki hafa verið reyndar annars staðar. Vinstri stjórnin tók ekki mark á gagnrýni þessa þekkta áhrifamanns í evrópsku atvinnulífi, ekki fremur en annarra sem gagnrýndu það viðskipta- og fjárfestingarumhverfi sem fyrirtækjum á Íslandi var búið í hennar tíð. Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætisráðherra, talaði um „svartagallsraus“ og gaf ítrekað til kynna að fólkið sem rekur fyrirtæki á Íslandi skildi bara alls ekki hvað það byggi í rauninni við frábærar aðstæður og gengi vel hjá því. Svo kom til valda ný ríkisstjórn, sem ætlaði að eyða pólitískri óvissu, hverfa af braut fjandskapar við atvinnulífið og skapa fyrirtækjum hagstætt rekstrarumhverfi. Af hverju ætli Niels Jacobsen ítreki þá ádeilu sína? Getur það verið af því að þrátt fyrir fallegu orðin hjá nýju ríkisstjórninni hafi ekkert breytzt? Jacobsen bætti raunar heldur í gagnrýni sína í gær; sagði að Ísland hefði sótt um aðild að Evrópusambandinu og það hefði verið helzta von Össurar um að komast út úr erfiðum aðstæðum óhagstæðs gjaldmiðils og ófyrirsjáanlegs lagaumhverfis. „Því miður eru áhyggjur mínar enn gildar þar sem íslensk stjórnvöld hafa í hyggju að binda enda á umsóknarferlið án þess að sagt hafi verið frá neinni varaáætlun,“ sagði Jacobsen. Með öðrum orðum væri ekkert plan um að aflétta gjaldeyrishöftunum sem hefðu verið í gildi í á sjötta ár, fyrirtækið byggi hvorki við opið né fyrirsjáanlegt umhverfi og það sem væri verra; ekkert benti til að það myndi breytast. „Þetta gengur ekki til lengri tíma. Á þessari stundu er Ísland ekki góður staður til að reka alþjóðlegt fyrirtæki. Þetta er meiriháttar áhyggjuefni og ég vona að það verði komið fram með lausn fljótlega,“ sagði stjórnarformaður Össurar. Og hver eru viðbrögð stjórnvalda að þessu sinni – ríkisstjórnarinnar sem er svo mikill vinur atvinnulífsins? Þau eru ósköp svipuð og hjá fyrri stjórn; þetta er allt einhver misskilningur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að skilaboðin úr efnahagslífinu séu í hina áttina; hér gangi allt svona líka ljómandi vel. Gjaldeyrishöftin séu reyndar vandamál og mikilvægt að ná áfanga í að aflétta þeim. Planið um haftalausan, stöðugan gjaldmiðil höfum við hins vegar ekki séð, enda er það ekki til. Þessi ríkisstjórn virðist álíka skeytingarlaus og sú síðasta um rausið í atvinnulífinu. Talsverðar líkur virðast vera á að Ísland verði áfram vondur staður fyrir framsæknustu vaxtarbrodda atvinnulífsins og þeir endi með að skjóta rótum annars staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Stjórnarformaður þekkingarfyrirtækisins Össurar hf., Niels Jacobsen, var harðorður í garð íslenzkra stjórnvalda í ræðu sinni á aðalfundi fyrirtækisins í gær. Þetta er fjórði aðalfundurinn í röð þar sem Jacobsen gagnrýnir harðlega ráðstafanir ríkisstjórnar Íslands og það viðskiptaumhverfi sem alþjóðlegum þekkingarfyrirtækjum er búið. Rauði þráðurinn í gagnrýni Jacobsens hefur annars vegar verið að gjaldmiðillinn sé ónothæfur, hins vegar að lagasetning sé „fljótfærnisleg, tíð og ófagleg“ og ríkur vilji til að búa til séríslenzkar lausnir, sem ekki hafa verið reyndar annars staðar. Vinstri stjórnin tók ekki mark á gagnrýni þessa þekkta áhrifamanns í evrópsku atvinnulífi, ekki fremur en annarra sem gagnrýndu það viðskipta- og fjárfestingarumhverfi sem fyrirtækjum á Íslandi var búið í hennar tíð. Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætisráðherra, talaði um „svartagallsraus“ og gaf ítrekað til kynna að fólkið sem rekur fyrirtæki á Íslandi skildi bara alls ekki hvað það byggi í rauninni við frábærar aðstæður og gengi vel hjá því. Svo kom til valda ný ríkisstjórn, sem ætlaði að eyða pólitískri óvissu, hverfa af braut fjandskapar við atvinnulífið og skapa fyrirtækjum hagstætt rekstrarumhverfi. Af hverju ætli Niels Jacobsen ítreki þá ádeilu sína? Getur það verið af því að þrátt fyrir fallegu orðin hjá nýju ríkisstjórninni hafi ekkert breytzt? Jacobsen bætti raunar heldur í gagnrýni sína í gær; sagði að Ísland hefði sótt um aðild að Evrópusambandinu og það hefði verið helzta von Össurar um að komast út úr erfiðum aðstæðum óhagstæðs gjaldmiðils og ófyrirsjáanlegs lagaumhverfis. „Því miður eru áhyggjur mínar enn gildar þar sem íslensk stjórnvöld hafa í hyggju að binda enda á umsóknarferlið án þess að sagt hafi verið frá neinni varaáætlun,“ sagði Jacobsen. Með öðrum orðum væri ekkert plan um að aflétta gjaldeyrishöftunum sem hefðu verið í gildi í á sjötta ár, fyrirtækið byggi hvorki við opið né fyrirsjáanlegt umhverfi og það sem væri verra; ekkert benti til að það myndi breytast. „Þetta gengur ekki til lengri tíma. Á þessari stundu er Ísland ekki góður staður til að reka alþjóðlegt fyrirtæki. Þetta er meiriháttar áhyggjuefni og ég vona að það verði komið fram með lausn fljótlega,“ sagði stjórnarformaður Össurar. Og hver eru viðbrögð stjórnvalda að þessu sinni – ríkisstjórnarinnar sem er svo mikill vinur atvinnulífsins? Þau eru ósköp svipuð og hjá fyrri stjórn; þetta er allt einhver misskilningur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að skilaboðin úr efnahagslífinu séu í hina áttina; hér gangi allt svona líka ljómandi vel. Gjaldeyrishöftin séu reyndar vandamál og mikilvægt að ná áfanga í að aflétta þeim. Planið um haftalausan, stöðugan gjaldmiðil höfum við hins vegar ekki séð, enda er það ekki til. Þessi ríkisstjórn virðist álíka skeytingarlaus og sú síðasta um rausið í atvinnulífinu. Talsverðar líkur virðast vera á að Ísland verði áfram vondur staður fyrir framsæknustu vaxtarbrodda atvinnulífsins og þeir endi með að skjóta rótum annars staðar.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun