Kínverjar vilja aukinn kraft í leitina Freyr Bjarnason skrifar 11. mars 2014 07:00 Ættingjar fólks sem var um borð í flugvélinni reyna að hughreista hvor annan í Peking í Kína. Mynd/AP Kínverjar hafa krafist þess að malasísk yfirvöld leggi enn meiri kraft í leitina að farþegaflugvélinni sem hvarf á laugardaginn með 239 manneskjur um borð, þar á meðal yfir 150 Kínverja. Skip og björgunarþyrlur leituðu í gær að flugvélinni sem hvarf á leið sinni frá Peking til Kúala Lúmpúr. Ekki hefur fengist staðfest að Boeing 777-vélin hafi brotlent og bíða ættingjar farþeganna því óþreyjufullir eftir frekari fréttum af hvarfinu. Yfirlýsing undirrituð af eitt hundrað ættingjum var lesin upp fyrir blaðamenn. Þar kom fram að ef flugfélagið Malasia Airlines gefur þeim ekki frekari útskýringar ætla þeir að leita til sendiráðsins í Malasíu. Lögreglan í Taílandi og Interpol hafa yfirheyrt starfsmenn ferðaskrifstofunnar sem seldi tveimur mönnum miða aðra leið með vélinni. Til þess notuðu þeir vegabréf sem var stolið í Taílandi fyrir tveimur árum frá Austurríkismanni og Ítala. Azharuddin Abdul Rahman hjá flugmálayfirvöldum í Malasíu, sagði að rannsókn á öllum mögulegum vinklum standi yfir til að komast til botns í málinu, þar á meðal hvort að um flugrán hafi verið að ræða. Ekkert neyðarkall barst frá vélinni, sem þykir ótrúlegt hafi hún hrapað úr flughæð sinni og lent í sjónum. Ekkert amaði að veðri þegar vélin hvarf. Alls hafa 34 flugvélar og fjörutíu skip frá þó nokkrum löndum skoðað svæðið þar sem flugvélin hvarf af ratsjá á milli Malasíu og Víetnam. Á meðal þess sem menn telja að hafi mögulega komið fyrir er sprenging, vélarbilun, hryðjuverkaárás, óvenjumikil ókyrrð í lofti, mistök flugmanns eða jafnvel sjálfsvíg hans. Á sunnudagskvöld kom víetnömsk flugvél auga á hlut í sjónum sem talið var að væri hurð farþegavélarinnar. Hluturinn fannst aftur á móti ekki þegar skip leituðu að honum. Í gær kom leitarvél frá Singapúr auga á gulan hlut um 140 kílómetra suðvestur af Tou Chu-eyjum en þá kom í ljós að um einhvers konar sjávarrusl var að ræða.Minnir á hvarf Adam Air árið 2007 Hvarf Boeing 777-farþegaþotu Malasia Airlines svipar til annars atburðar sem átti sér stað árið 2007 þegar Boeing 737-þota með 102 manneskjur um borð hvarf í flugi á milli tveggja indónesískra borga. Í því tilfelli úrskurðuðu rannsakendur að Adam Air-þotan hefði brotlent í sjónum eftir að flugmennirnir hefðu lent í vandræðum með leiðarkerfi vélarinnar. Þeir hefðu gleymt að kveikja á sjálfsstýringunni og misst stjórn á vélinni. Allir um borð fórust og tók það rúma viku að finna vélarflakið. Todd Curtis, sérfræðingur í flugöryggi, sagði við NBC News að ef Boeing-777-vélin hafi hrapað á laugardaginn hefði átt að kvikna sjálfkrafa á neyðarsendi sem sýnir björgunarmönnum hvar slysið átti sér stað. Einnig sagði hann að Boeing 777-þotur séu það stórar að þær eiga undir venjulegum kringumstæðum að sjást, þótt þær hafi brotlent í miðjum frumskógi. Boeing 777 er ein öruggasta og mest selda Boeing-tegundin. Af þeim 6,9 milljónum flugferða sem þessi tegund hefur flogið, samkvæmt AirSafe.com, hefur aðeins eitt annað banaslys orðið, eða í San Francisco í fyrra þegar þrír farþegar af 291 fórust. Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Kínverjar hafa krafist þess að malasísk yfirvöld leggi enn meiri kraft í leitina að farþegaflugvélinni sem hvarf á laugardaginn með 239 manneskjur um borð, þar á meðal yfir 150 Kínverja. Skip og björgunarþyrlur leituðu í gær að flugvélinni sem hvarf á leið sinni frá Peking til Kúala Lúmpúr. Ekki hefur fengist staðfest að Boeing 777-vélin hafi brotlent og bíða ættingjar farþeganna því óþreyjufullir eftir frekari fréttum af hvarfinu. Yfirlýsing undirrituð af eitt hundrað ættingjum var lesin upp fyrir blaðamenn. Þar kom fram að ef flugfélagið Malasia Airlines gefur þeim ekki frekari útskýringar ætla þeir að leita til sendiráðsins í Malasíu. Lögreglan í Taílandi og Interpol hafa yfirheyrt starfsmenn ferðaskrifstofunnar sem seldi tveimur mönnum miða aðra leið með vélinni. Til þess notuðu þeir vegabréf sem var stolið í Taílandi fyrir tveimur árum frá Austurríkismanni og Ítala. Azharuddin Abdul Rahman hjá flugmálayfirvöldum í Malasíu, sagði að rannsókn á öllum mögulegum vinklum standi yfir til að komast til botns í málinu, þar á meðal hvort að um flugrán hafi verið að ræða. Ekkert neyðarkall barst frá vélinni, sem þykir ótrúlegt hafi hún hrapað úr flughæð sinni og lent í sjónum. Ekkert amaði að veðri þegar vélin hvarf. Alls hafa 34 flugvélar og fjörutíu skip frá þó nokkrum löndum skoðað svæðið þar sem flugvélin hvarf af ratsjá á milli Malasíu og Víetnam. Á meðal þess sem menn telja að hafi mögulega komið fyrir er sprenging, vélarbilun, hryðjuverkaárás, óvenjumikil ókyrrð í lofti, mistök flugmanns eða jafnvel sjálfsvíg hans. Á sunnudagskvöld kom víetnömsk flugvél auga á hlut í sjónum sem talið var að væri hurð farþegavélarinnar. Hluturinn fannst aftur á móti ekki þegar skip leituðu að honum. Í gær kom leitarvél frá Singapúr auga á gulan hlut um 140 kílómetra suðvestur af Tou Chu-eyjum en þá kom í ljós að um einhvers konar sjávarrusl var að ræða.Minnir á hvarf Adam Air árið 2007 Hvarf Boeing 777-farþegaþotu Malasia Airlines svipar til annars atburðar sem átti sér stað árið 2007 þegar Boeing 737-þota með 102 manneskjur um borð hvarf í flugi á milli tveggja indónesískra borga. Í því tilfelli úrskurðuðu rannsakendur að Adam Air-þotan hefði brotlent í sjónum eftir að flugmennirnir hefðu lent í vandræðum með leiðarkerfi vélarinnar. Þeir hefðu gleymt að kveikja á sjálfsstýringunni og misst stjórn á vélinni. Allir um borð fórust og tók það rúma viku að finna vélarflakið. Todd Curtis, sérfræðingur í flugöryggi, sagði við NBC News að ef Boeing-777-vélin hafi hrapað á laugardaginn hefði átt að kvikna sjálfkrafa á neyðarsendi sem sýnir björgunarmönnum hvar slysið átti sér stað. Einnig sagði hann að Boeing 777-þotur séu það stórar að þær eiga undir venjulegum kringumstæðum að sjást, þótt þær hafi brotlent í miðjum frumskógi. Boeing 777 er ein öruggasta og mest selda Boeing-tegundin. Af þeim 6,9 milljónum flugferða sem þessi tegund hefur flogið, samkvæmt AirSafe.com, hefur aðeins eitt annað banaslys orðið, eða í San Francisco í fyrra þegar þrír farþegar af 291 fórust.
Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira