Ríkisstjórn með tengsl við öfgahópa Freyr Bjarnason skrifar 8. mars 2014 07:00 Stuðningsmenn Svoboda fyrir utan þinghúsið í Kænugarði þar sem bláir fánar flokksins voru áberandi. Nordicphotos/AFP Vladímír Pútín, forseti Rússlands, heldur því fram að nýfasískir hægriöfgahópar séu á bak við „valdaránið“ í Úkraínu eins og hann kallar það. Viktor Janúkovítsj, fyrrverandi forseti Úkraínu sem var hliðhollur Rússum, hrökklaðist úr embætti í síðasta mánuði eftir blóðug mótmæli í Kænugarði. Pútín hefur sett spurningamerki við það hversu lýðræðissinnaðir mótmælendurnir voru í raun og veru og lýsir þeim sem „körlum með svartar grímur og Kalashnikov-riffla“. Á vefsíðu CNN er velt vöngum yfir því hvort þessi orð forstans eigi við rök að styðjast. Ljóst er að hægriöfgahreyfingar, gyðingahaturshópar, andstæðingar Rússa og opinberir fasískir hópar hafa þrifist í Úkraínu. Árið 2012 fordæmdi Evrópuþingið fjölmennasta, en alls ekki öfgafyllsta, hægriöfgaflokkinn Svoboda og sagði hann uppfullan af „kynþátta-, gyðinga- og útlendingahatri“. Í skýrslu þingsins lýsti það yfir áhyggjum sínum af „aukinni þjóðernishyggju í Úkraínu“. Oleg Tjahníbok, leiðtogi Svoboda, lét eitt sinn hafa eftir sér að Kænugarði væri stjórnað af „rússneskri gyðingamafíu“ og að Úkraínumenn hafi barist af miklu hugrekki gegn Rússum, Þjóðverjum, gyðingum „og öðrum óþverrum“ í síðari heimsstyrjöldinni. Þessi hópur, ásamt hinni öfgafullu Hægrihreyfingu, tók virkan þátt í mótmælunum í Úkraínu og átti þátt í að ryðja brautina fyrir nýju stjórnina með bráðgabirgðaforsetann Túrtsjínov í fararbroddi. Svoboda-flokkurinn hlaut aðeins tveggja prósenta fylgi í forsetakosningunum árið 2012 en nú er hann orðinn sá fjórði stærsti í landinu. Lykilembætti í úkraínsku bráðabirgðastjórninni tengjast flokknum, þar á meðal embætti aðstoðarforsætisráðherra og yfirmanns þjóðaröryggis- og varnarmálaráðsins. Svoboda hefur jafnframt umsjón með saksóknaraembættinu og ráðuneytum umhverfis- og landbúnaðarmála. Svoboda er engu að síður uppfullur af mismunandi þenkjandi einstaklingum og sumir þeirra gengu í flokkinn til að starfa gegn spillingu. Þjóðernishyggjan hefur heldur verið á undanhaldi í Svoboda, sem einnig styður samvinnu við Evrópusambandið, sem er undantekning á meðal hægriöfgaflokka í Evrópu.Þrír umdeildir í ríkisstjórninniOlexander Sítsj Hinn 49 ára aðstoðarforsætisráðherra er meðlimur hægriöfgaflokksins Svoboda (Frelsisflokksins). Hann er mótfallinn fóstureyðingum og sagði eitt sinn að konur eigi að „haga lífsstíl sínum þannig að dragi úr hættunni á því að þeim verði nauðgað, þar á meðal með því að drekka ekki áfengi eða vera í vafasömum félagsskap“. Sítsj hefur verið gagnrýndur af konum og mannréttindasamtökum.Andrí Parúbí Yfirmaður þjóðaröryggis- og varnarráðsins er meðlimur Föðurlandsflokksins og hafði yfirumsjón með mótmælaaðgerðunum í síðasta mánuði. Hann er annars stofnandi Þjóðernissósíalistaflokksins, sem var fasistaflokkur undir áhrifum frá nasistum. Inngöngu í flokkinn fengu aðeins „gegnheilir“ Úkraínumenn. Síðar meir fékk flokkurinn nafnið Svoboda.Dmítro Jarosj Aðstoðarmaður þjóðaröryggis- og varnarráðsins er yfirmaður hins herskáa hægriöfgahóps Praví Sektor, sem var áberandi í mótmælunum í síðasta mánuði. Margir hafa bendlað hópinn við ofbeldið sem mótmælendur beittu, þar á meðal er þeir hentu mólótovkokteilum að lögreglunni og grýttu hana. Sumir vestrænir ráðamenn hafa lýst yfir áhyggjum sínum af veru Jarosj í ríkisstjórninni. Úkraína Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, heldur því fram að nýfasískir hægriöfgahópar séu á bak við „valdaránið“ í Úkraínu eins og hann kallar það. Viktor Janúkovítsj, fyrrverandi forseti Úkraínu sem var hliðhollur Rússum, hrökklaðist úr embætti í síðasta mánuði eftir blóðug mótmæli í Kænugarði. Pútín hefur sett spurningamerki við það hversu lýðræðissinnaðir mótmælendurnir voru í raun og veru og lýsir þeim sem „körlum með svartar grímur og Kalashnikov-riffla“. Á vefsíðu CNN er velt vöngum yfir því hvort þessi orð forstans eigi við rök að styðjast. Ljóst er að hægriöfgahreyfingar, gyðingahaturshópar, andstæðingar Rússa og opinberir fasískir hópar hafa þrifist í Úkraínu. Árið 2012 fordæmdi Evrópuþingið fjölmennasta, en alls ekki öfgafyllsta, hægriöfgaflokkinn Svoboda og sagði hann uppfullan af „kynþátta-, gyðinga- og útlendingahatri“. Í skýrslu þingsins lýsti það yfir áhyggjum sínum af „aukinni þjóðernishyggju í Úkraínu“. Oleg Tjahníbok, leiðtogi Svoboda, lét eitt sinn hafa eftir sér að Kænugarði væri stjórnað af „rússneskri gyðingamafíu“ og að Úkraínumenn hafi barist af miklu hugrekki gegn Rússum, Þjóðverjum, gyðingum „og öðrum óþverrum“ í síðari heimsstyrjöldinni. Þessi hópur, ásamt hinni öfgafullu Hægrihreyfingu, tók virkan þátt í mótmælunum í Úkraínu og átti þátt í að ryðja brautina fyrir nýju stjórnina með bráðgabirgðaforsetann Túrtsjínov í fararbroddi. Svoboda-flokkurinn hlaut aðeins tveggja prósenta fylgi í forsetakosningunum árið 2012 en nú er hann orðinn sá fjórði stærsti í landinu. Lykilembætti í úkraínsku bráðabirgðastjórninni tengjast flokknum, þar á meðal embætti aðstoðarforsætisráðherra og yfirmanns þjóðaröryggis- og varnarmálaráðsins. Svoboda hefur jafnframt umsjón með saksóknaraembættinu og ráðuneytum umhverfis- og landbúnaðarmála. Svoboda er engu að síður uppfullur af mismunandi þenkjandi einstaklingum og sumir þeirra gengu í flokkinn til að starfa gegn spillingu. Þjóðernishyggjan hefur heldur verið á undanhaldi í Svoboda, sem einnig styður samvinnu við Evrópusambandið, sem er undantekning á meðal hægriöfgaflokka í Evrópu.Þrír umdeildir í ríkisstjórninniOlexander Sítsj Hinn 49 ára aðstoðarforsætisráðherra er meðlimur hægriöfgaflokksins Svoboda (Frelsisflokksins). Hann er mótfallinn fóstureyðingum og sagði eitt sinn að konur eigi að „haga lífsstíl sínum þannig að dragi úr hættunni á því að þeim verði nauðgað, þar á meðal með því að drekka ekki áfengi eða vera í vafasömum félagsskap“. Sítsj hefur verið gagnrýndur af konum og mannréttindasamtökum.Andrí Parúbí Yfirmaður þjóðaröryggis- og varnarráðsins er meðlimur Föðurlandsflokksins og hafði yfirumsjón með mótmælaaðgerðunum í síðasta mánuði. Hann er annars stofnandi Þjóðernissósíalistaflokksins, sem var fasistaflokkur undir áhrifum frá nasistum. Inngöngu í flokkinn fengu aðeins „gegnheilir“ Úkraínumenn. Síðar meir fékk flokkurinn nafnið Svoboda.Dmítro Jarosj Aðstoðarmaður þjóðaröryggis- og varnarráðsins er yfirmaður hins herskáa hægriöfgahóps Praví Sektor, sem var áberandi í mótmælunum í síðasta mánuði. Margir hafa bendlað hópinn við ofbeldið sem mótmælendur beittu, þar á meðal er þeir hentu mólótovkokteilum að lögreglunni og grýttu hana. Sumir vestrænir ráðamenn hafa lýst yfir áhyggjum sínum af veru Jarosj í ríkisstjórninni.
Úkraína Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“