Búskaparbasl og þjóðarhagur Þórólfur Matthíasson skrifar 7. mars 2014 06:00 Forsvarsmenn bænda og stjórnmálamenn í leiðtogastöðum halda því fram að landbúnaður á Íslandi sé þjóðhagslega hagkvæmur. Skoðum hversu traustum fótum sú staðhæfing stendur.Framlag til landsframleiðslu Hagstofa Íslands hefur nýverið opinberað hagreikninga landbúnaðarins fyrir árið 2013. Samkvæmt bókhaldi Hagstofunnar námu opinberir styrkir til greinarinnar 9,9 milljörðum króna það ár. Fjárlagaáætlun fyrir árið 2013 gerði ráð fyrir að styrkupphæðin yrði um 12 milljarðar króna. Væntanlega er flokkun Hagstofunnar hvað teljist styrkir til landbúnaðar íhaldssamari en flokkun fjármálaráðuneytisins. Hagstofan telur hreint vinnsluvirði landbúnaðar, styrkir innifaldir, hafa verið 13,9 milljarðar króna árið 2013. Framlag landbúnaðarins til landsframleiðslunnar, þegar ríkis-styrkirnir eru dregnir frá, var 4,0 milljarðar króna árið 2013.Skipting hreinna landbúnaðartekna Hreinn fjármagnskostnaður landbúnaðarins, samkvæmt Hagstofunni, nam fjórum milljörðum króna árið 2013 og leigugjöld námu 0,1 milljarði króna. Þannig að hefði 9,9 milljarða króna framlag úr ríkissjóði ekki komið til hefði landbúnaðurinn ekki getað greitt laun og ekkert hefði heldur verið eftir í formi rekstrarhagnaðar og einyrkjatekna! Landbúnaður er ekki þjóðhagslega hagkvæmur með núverandi fyrirkomulagi. Uppgjör Hagstofunnar er gert á grundvelli innlends verðlags á landbúnaðarvörum. Væri innflutningsverðlag lagt til grundvallar, að hætti OECD, myndi framlag landbúnaðar til landsframleiðslu verða minna en ekki neitt! Landbúnaður með þeirri styrkja- og boða- og bannaumgjörð sem rekin er á Íslandi er eins fjarri því að vera þjóðhagslega hagkvæmur og hægt er. Greinin stendur ekki undir launagreiðslum óstudd. Um 3-5000 manns með fulla starfsgetu eru beinlínis á framfæri skattgreiðenda við að mjólka kýr og smala kindum. Þarf þetta að vera svo? Alls ekki! En til að greinin komist úr þessari stöðu styrkþiggjandans þarf að gjörbylta allri stofnanaumgjörð landbúnaðarins, afnema einkarétt afurðastöðva og veita inn frískum vindum samkeppninnar. Bæld samkeppni gefur bælda afkomu bænda og búaliðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn bænda og stjórnmálamenn í leiðtogastöðum halda því fram að landbúnaður á Íslandi sé þjóðhagslega hagkvæmur. Skoðum hversu traustum fótum sú staðhæfing stendur.Framlag til landsframleiðslu Hagstofa Íslands hefur nýverið opinberað hagreikninga landbúnaðarins fyrir árið 2013. Samkvæmt bókhaldi Hagstofunnar námu opinberir styrkir til greinarinnar 9,9 milljörðum króna það ár. Fjárlagaáætlun fyrir árið 2013 gerði ráð fyrir að styrkupphæðin yrði um 12 milljarðar króna. Væntanlega er flokkun Hagstofunnar hvað teljist styrkir til landbúnaðar íhaldssamari en flokkun fjármálaráðuneytisins. Hagstofan telur hreint vinnsluvirði landbúnaðar, styrkir innifaldir, hafa verið 13,9 milljarðar króna árið 2013. Framlag landbúnaðarins til landsframleiðslunnar, þegar ríkis-styrkirnir eru dregnir frá, var 4,0 milljarðar króna árið 2013.Skipting hreinna landbúnaðartekna Hreinn fjármagnskostnaður landbúnaðarins, samkvæmt Hagstofunni, nam fjórum milljörðum króna árið 2013 og leigugjöld námu 0,1 milljarði króna. Þannig að hefði 9,9 milljarða króna framlag úr ríkissjóði ekki komið til hefði landbúnaðurinn ekki getað greitt laun og ekkert hefði heldur verið eftir í formi rekstrarhagnaðar og einyrkjatekna! Landbúnaður er ekki þjóðhagslega hagkvæmur með núverandi fyrirkomulagi. Uppgjör Hagstofunnar er gert á grundvelli innlends verðlags á landbúnaðarvörum. Væri innflutningsverðlag lagt til grundvallar, að hætti OECD, myndi framlag landbúnaðar til landsframleiðslu verða minna en ekki neitt! Landbúnaður með þeirri styrkja- og boða- og bannaumgjörð sem rekin er á Íslandi er eins fjarri því að vera þjóðhagslega hagkvæmur og hægt er. Greinin stendur ekki undir launagreiðslum óstudd. Um 3-5000 manns með fulla starfsgetu eru beinlínis á framfæri skattgreiðenda við að mjólka kýr og smala kindum. Þarf þetta að vera svo? Alls ekki! En til að greinin komist úr þessari stöðu styrkþiggjandans þarf að gjörbylta allri stofnanaumgjörð landbúnaðarins, afnema einkarétt afurðastöðva og veita inn frískum vindum samkeppninnar. Bæld samkeppni gefur bælda afkomu bænda og búaliðs.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun