Sjálfs er höndin hollust Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. mars 2014 06:00 Sumir af ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa látið að því liggja undanfarna daga að fjölmiðlar sýni þá í óhagstæðu ljósi í umfjöllun um hvernig eigi að halda á framhaldi viðræðna við Evrópusambandið. Staðreyndin er þó sú að það eru ráðherrarnir sjálfir og það sem þeir láta út úr sér, sem dregur mest úr trúverðugleika þeirra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var til dæmis óklipptur í beinni útsendingu í Kastljósinu á þriðjudagskvöldið. Þar sagði hann þrennt, sem allt grefur undan trú almennings á að það sé eitthvað að marka það sem forystumenn ríkisstjórnarinnar segja. Í fyrsta lagi sagði Sigmundur að það lægi á að drífa þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðnanna í gegnum Alþingi af því að íslenzk stjórnvöld væru undir svo mikilli pressu frá Evrópusambandinu. Ekki var liðinn sólarhringur þegar talsmenn Evrópusambandsins voru búnir að reka þetta ofan í ráðherrann og afþökkuðu slíkar túlkanir á orðum sínum. Þeir ítrekuðu þvert á móti að þeir hefðu ekki sett neina tímafresti og að ESB væri áfram reiðubúið að halda áfram aðildarviðræðunum við Ísland. Raunar er undrunarefni að ráðherrann hafi sagt að það væri ESB sem þrýsti á ákvörðun í málinu, því að hið gagnstæða hefur ítrekað komið fram undanfarna mánuði, síðast í umræðum á Evrópuþinginu og ályktun þess í janúar. Er ráðherrann svona ólæs á hvað er að gerast í Evrópusambandinu? Í öðru lagi sagði forsætisráðherrann að Sjálfstæðisflokkurinn hefði enga kröfu gert í stjórnarmyndunarviðræðunum um að staðið yrði við „við munum standa við“-loforðið um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna á fyrri hluta kjörtímabilsins. Það hefði bara eiginlega ekkert komið til tals; stjórnarflokkarnir væru alveg sammála um hvernig ætti að halda á Evrópumálunum. Í þriðja lagi sagði forsætisráðherrann að það væri ekkert að marka hans eigin undirskrift á bréfi sem hann sendi kjósendum fyrir kosningarnar 2009. Þar kom fram að fordæmi væru fyrir því í samningum annarra þjóða við Evrópusambandið að komið væri til móts við kröfur vegna hagsmuna landbúnaðar og sjávarútvegs og það væri „algerlega rangt að halda því fram að þessar kröfur hamli því að af aðildarsamningi geti orðið.“ „Ég skrifaði ekki þetta bréf og þetta hefur aldrei verið mín afstaða,“ sagði forsætisráðherrann. En hann skrifaði nú samt undir bréfið. Hvað eiga kjósendur eiginlega að halda þegar þetta bætist við allt annað sem fram hefur komið undanfarna daga um orðheldni og skarpskyggni forystumanna stjórnarflokkanna? Hvaða mark eiga þeir til dæmis að taka á undirskriftum og loforðum í kosningabæklingunum sem væntanlegir eru inn um lúguna frá Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna? Þetta heitir að vera kominn ofan í holu og halda áfram að moka. Alveg hjálparlaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Sumir af ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa látið að því liggja undanfarna daga að fjölmiðlar sýni þá í óhagstæðu ljósi í umfjöllun um hvernig eigi að halda á framhaldi viðræðna við Evrópusambandið. Staðreyndin er þó sú að það eru ráðherrarnir sjálfir og það sem þeir láta út úr sér, sem dregur mest úr trúverðugleika þeirra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var til dæmis óklipptur í beinni útsendingu í Kastljósinu á þriðjudagskvöldið. Þar sagði hann þrennt, sem allt grefur undan trú almennings á að það sé eitthvað að marka það sem forystumenn ríkisstjórnarinnar segja. Í fyrsta lagi sagði Sigmundur að það lægi á að drífa þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðnanna í gegnum Alþingi af því að íslenzk stjórnvöld væru undir svo mikilli pressu frá Evrópusambandinu. Ekki var liðinn sólarhringur þegar talsmenn Evrópusambandsins voru búnir að reka þetta ofan í ráðherrann og afþökkuðu slíkar túlkanir á orðum sínum. Þeir ítrekuðu þvert á móti að þeir hefðu ekki sett neina tímafresti og að ESB væri áfram reiðubúið að halda áfram aðildarviðræðunum við Ísland. Raunar er undrunarefni að ráðherrann hafi sagt að það væri ESB sem þrýsti á ákvörðun í málinu, því að hið gagnstæða hefur ítrekað komið fram undanfarna mánuði, síðast í umræðum á Evrópuþinginu og ályktun þess í janúar. Er ráðherrann svona ólæs á hvað er að gerast í Evrópusambandinu? Í öðru lagi sagði forsætisráðherrann að Sjálfstæðisflokkurinn hefði enga kröfu gert í stjórnarmyndunarviðræðunum um að staðið yrði við „við munum standa við“-loforðið um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna á fyrri hluta kjörtímabilsins. Það hefði bara eiginlega ekkert komið til tals; stjórnarflokkarnir væru alveg sammála um hvernig ætti að halda á Evrópumálunum. Í þriðja lagi sagði forsætisráðherrann að það væri ekkert að marka hans eigin undirskrift á bréfi sem hann sendi kjósendum fyrir kosningarnar 2009. Þar kom fram að fordæmi væru fyrir því í samningum annarra þjóða við Evrópusambandið að komið væri til móts við kröfur vegna hagsmuna landbúnaðar og sjávarútvegs og það væri „algerlega rangt að halda því fram að þessar kröfur hamli því að af aðildarsamningi geti orðið.“ „Ég skrifaði ekki þetta bréf og þetta hefur aldrei verið mín afstaða,“ sagði forsætisráðherrann. En hann skrifaði nú samt undir bréfið. Hvað eiga kjósendur eiginlega að halda þegar þetta bætist við allt annað sem fram hefur komið undanfarna daga um orðheldni og skarpskyggni forystumanna stjórnarflokkanna? Hvaða mark eiga þeir til dæmis að taka á undirskriftum og loforðum í kosningabæklingunum sem væntanlegir eru inn um lúguna frá Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna? Þetta heitir að vera kominn ofan í holu og halda áfram að moka. Alveg hjálparlaust.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun