Eigum við að mótmæla harðlega? Elvar Örn Arason og Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 5. mars 2014 06:00 Það er ótrúlegt að fylgjast með atburðum í Úkraínu. Þar hafa Rússar ákveðið að beita hervaldi til að freista þess að knésetja ný stjórnvöld í Kænugarði. Byltingin í Úkraínu var gerð í kjölfar mikilla mótmæla frá almenningi. Almenningur var ósáttur við stefnu þáverandi forseta að hætta við að undirrita samstarfssamning við ESB og þróa nánara samstarf við Rússland, sem lofaði úkraínskum stjórnvöldum ríflegum fjárstuðningi ef þau hættu við samstarfið við ESB. Þetta átti almenningur í vesturhluta Úkraínu erfitt með að sætta sig við og í kjölfarið brutust út hörð mótmæli sem leiddu til þess að Janúkovítsj forseti hrökklaðist frá völdum. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, vill fá að stjórna því hvernig stjórnarfarið er í ríkjunum í kringum Rússland. Hann kærir sig kollóttan um að virða mannréttindi og koma á vestrænu lýðræði á áhrifasvæði þess. Almenningur í Úkraínu vill ekki nánari samskipti við Rússland, heldur treysta lýðræðisþróunina í landinu sem hófst árið 1991 með falli Sovétríkjanna og styrkja tengslin við ESB. Átökin gætu haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og hrint af stað ófriðaröldu á svæðinu. Þessi þróun hefur leitt til neyðarfunda hjá ESB og NATO, þar sem nágrannaríki Rússlands hafa sett af stað nánari útfærslu á stofnsamningi NATÓ (Litháen skoðar nánar 4. gr. NATO-sáttmálans). Ástandið er afar eldfimt og allir aðilar þurfa að gæta þess að stigmagna ekki deiluna og leita eftir friðsamlegum lausnum. Athyglisvert er að frá íslenskum stjórnvöldum koma varfærin viðbrögð. Þvert á móti hafa íslensk stjórnvöld undanfarin misseri fjandskapast við samstarfsþjóðir okkar í ESB (tillaga um slit á ESB-viðræðum), mært rússnesk stjórnvöld (viðtal forsetans við rússneskt dagblað), sýnt þeim of mikla virðingu (ráðherra og forseti fara á Vetrarólympíuleika). Það skiptir máli að Vesturlönd standi saman og fordæmi rússnesk stjórnvöld harðlega fyrir að beita vopnavaldi gegn sjálfstæðu ríki. Ísland á að mótmæla með virkari hætti en hefur verið gert, t.d. með því að fylgja fordæmi stjórnvalda í Bretlandi og hætta við að senda ráðherra á Vetrarólympíuleika fatlaðra sem haldnir verða í Rússlandi. Að okkar mati eiga íslensk stjórnvöld ekki að efla samskipti sín við Rússland, heldur þvert á móti kæla þau samskipti í stað þess að eyða allri sinni orku í að draga úr samskiptum við lýðræðisþjóðir í Evrópu. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Það er ótrúlegt að fylgjast með atburðum í Úkraínu. Þar hafa Rússar ákveðið að beita hervaldi til að freista þess að knésetja ný stjórnvöld í Kænugarði. Byltingin í Úkraínu var gerð í kjölfar mikilla mótmæla frá almenningi. Almenningur var ósáttur við stefnu þáverandi forseta að hætta við að undirrita samstarfssamning við ESB og þróa nánara samstarf við Rússland, sem lofaði úkraínskum stjórnvöldum ríflegum fjárstuðningi ef þau hættu við samstarfið við ESB. Þetta átti almenningur í vesturhluta Úkraínu erfitt með að sætta sig við og í kjölfarið brutust út hörð mótmæli sem leiddu til þess að Janúkovítsj forseti hrökklaðist frá völdum. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, vill fá að stjórna því hvernig stjórnarfarið er í ríkjunum í kringum Rússland. Hann kærir sig kollóttan um að virða mannréttindi og koma á vestrænu lýðræði á áhrifasvæði þess. Almenningur í Úkraínu vill ekki nánari samskipti við Rússland, heldur treysta lýðræðisþróunina í landinu sem hófst árið 1991 með falli Sovétríkjanna og styrkja tengslin við ESB. Átökin gætu haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og hrint af stað ófriðaröldu á svæðinu. Þessi þróun hefur leitt til neyðarfunda hjá ESB og NATO, þar sem nágrannaríki Rússlands hafa sett af stað nánari útfærslu á stofnsamningi NATÓ (Litháen skoðar nánar 4. gr. NATO-sáttmálans). Ástandið er afar eldfimt og allir aðilar þurfa að gæta þess að stigmagna ekki deiluna og leita eftir friðsamlegum lausnum. Athyglisvert er að frá íslenskum stjórnvöldum koma varfærin viðbrögð. Þvert á móti hafa íslensk stjórnvöld undanfarin misseri fjandskapast við samstarfsþjóðir okkar í ESB (tillaga um slit á ESB-viðræðum), mært rússnesk stjórnvöld (viðtal forsetans við rússneskt dagblað), sýnt þeim of mikla virðingu (ráðherra og forseti fara á Vetrarólympíuleika). Það skiptir máli að Vesturlönd standi saman og fordæmi rússnesk stjórnvöld harðlega fyrir að beita vopnavaldi gegn sjálfstæðu ríki. Ísland á að mótmæla með virkari hætti en hefur verið gert, t.d. með því að fylgja fordæmi stjórnvalda í Bretlandi og hætta við að senda ráðherra á Vetrarólympíuleika fatlaðra sem haldnir verða í Rússlandi. Að okkar mati eiga íslensk stjórnvöld ekki að efla samskipti sín við Rússland, heldur þvert á móti kæla þau samskipti í stað þess að eyða allri sinni orku í að draga úr samskiptum við lýðræðisþjóðir í Evrópu. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun