Útvötnuð kærunefnd Halla Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp innanríkisráðherra til breytinga á lögum um útlendinga. Þar er meðal annars kveðið á um sjálfstæða kærunefnd sem mun fjalla um kærumál á grundvelli útlendingalaga, í stað innanríkisráðuneytisins líkt og nú er. Það er jákvætt ef myndast getur þverpólitísk samstaða um að koma slíkri kærunefnd á laggirnar, enda hafa íslensk stjórnvöld ítrekað sætt gagnrýni fyrir núverandi fyrirkomulag, einkum vegna málsmeðferðar hælisumsókna. Hins vegar vekur furðu hve ráðherrann hefur útvatnað fyrri tillögur sem lágu fyrir í innanríkisráðuneytinu, bæði í skýrsluformi og frumvarpsformi. Gagnrýni frá Flóttamannastofnun Forsaga málsins er sú að Ögmundur Jónasson, þá innanríkisráðherra, skipaði starfshóp árið 2011 sem var falið að gera tillögur að breytingum á lögum er lúta að aðgengi útlendinga utan EES að landinu. Undirrituð fór fyrir þeim starfshópi. Eitt af þeim verkefnum sem hópurinn tókst á við var að meta að nýju hvort setja skyldi á laggirnar sjálfstæða kærunefnd í útlendingamálum, einkum hælismálum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað komið þeirri gagnrýni á framfæri við íslensk stjórnvöld að ráðuneytið geti ekki talist óháður úrskurðaraðili þar sem undirstofnun þess (það er Útlendingastofnun) tekur hina kæranlegu ákvörðun. Hér vegur þungt að ákvörðun um veitingu hælis er vandasöm og erfitt getur verið að leggja heildarmat á aðstæður einstaklings. Þessi ákvörðun hefur jafnframt úrslitaáhrif á líf viðkomandi, sem hefur ekki alltaf gögn til að sanna mál sitt og getur því þurft að sýna fram á trúverðugleika sinn með öðrum hætti. Ítarleg útfærsla Starfshópurinn kynnti sér ítarlega fyrirkomulag kærumála á Norðurlöndunum, einkum í Noregi og Danmörku þar sem lagaumhverfi er svipað því íslenska. Var það eindregin niðurstaða nefndarinnar að setja ætti á laggirnar sjálfstæða kærunefnd, a.m.k. í málefnum hælisleitenda. Sérstaklega var tekið fram að hælisleitendur ættu að eiga þess kost að koma fyrir nefndina til að tala máli sínu. Í frumvarpi sem unnið var á grunni skýrslu nefndarinnar var því kveðið á um slíka kærunefnd og útfært með ítarlegum hætti hvernig hún skyldi skipuð. Þannig var gert ráð fyrir að staða formanns væri auglýst í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Var það gert að skilyrði að umsækjendur uppfylltu starfsgengisskilyrði héraðsdómara. Þriggja manna nefnd mæti síðan hæfi umsækjenda og ráðherra væri óheimilt að víkja frá því mati. Hinir nefndarmennirnir skyldu skipaðir eftir tilnefningum Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Annar skyldi hafa sérþekkingu á flóttamannamálum og hælismálum og hinn á útlendingamálum í breiðari skilningi. Raunveruleg réttarbót Í frumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi er enga slíka útfærslu að finna. Staða formanns skal auglýst og nægir að hann hafi lokið fullnaðarprófi í lögum. Hina nefndarmennina skipar ráðherra og hvergi kemur fram hvernig þeirri skipun skuli háttað. Það er jákvætt að núverandi innanríkisráðherra haldi á lofti þeim tillögum að breytingum á útlendingalögum sem náðist víðtæk sátt um á síðasta kjörtímabili. Forsenda þess að setja á laggirnar sjálfstæða kærunefnd er hins vegar að hún sé óháð ráðuneytinu. Með þessu móti er því þveröfugt farið. Tveir af þremur fulltrúum verða skipaðir af ráðherra einum og hafa þar af leiðandi úrslitaáhrif í öllum málum sem nefndin fær til meðferðar. Þetta fyrirkomulag kemur ekki til móts við þá gagnrýni sem íslensk stjórnvöld hafa sætt á alþjóðavettvangi. Hanna Birna Kristjánsdóttir þarf því að skýra hvers vegna þessi leið er farin. Alþingi breytir frumvarpinu vonandi til betri vegar þannig að réttarbótin sem það kveður á um verði raunveruleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp innanríkisráðherra til breytinga á lögum um útlendinga. Þar er meðal annars kveðið á um sjálfstæða kærunefnd sem mun fjalla um kærumál á grundvelli útlendingalaga, í stað innanríkisráðuneytisins líkt og nú er. Það er jákvætt ef myndast getur þverpólitísk samstaða um að koma slíkri kærunefnd á laggirnar, enda hafa íslensk stjórnvöld ítrekað sætt gagnrýni fyrir núverandi fyrirkomulag, einkum vegna málsmeðferðar hælisumsókna. Hins vegar vekur furðu hve ráðherrann hefur útvatnað fyrri tillögur sem lágu fyrir í innanríkisráðuneytinu, bæði í skýrsluformi og frumvarpsformi. Gagnrýni frá Flóttamannastofnun Forsaga málsins er sú að Ögmundur Jónasson, þá innanríkisráðherra, skipaði starfshóp árið 2011 sem var falið að gera tillögur að breytingum á lögum er lúta að aðgengi útlendinga utan EES að landinu. Undirrituð fór fyrir þeim starfshópi. Eitt af þeim verkefnum sem hópurinn tókst á við var að meta að nýju hvort setja skyldi á laggirnar sjálfstæða kærunefnd í útlendingamálum, einkum hælismálum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað komið þeirri gagnrýni á framfæri við íslensk stjórnvöld að ráðuneytið geti ekki talist óháður úrskurðaraðili þar sem undirstofnun þess (það er Útlendingastofnun) tekur hina kæranlegu ákvörðun. Hér vegur þungt að ákvörðun um veitingu hælis er vandasöm og erfitt getur verið að leggja heildarmat á aðstæður einstaklings. Þessi ákvörðun hefur jafnframt úrslitaáhrif á líf viðkomandi, sem hefur ekki alltaf gögn til að sanna mál sitt og getur því þurft að sýna fram á trúverðugleika sinn með öðrum hætti. Ítarleg útfærsla Starfshópurinn kynnti sér ítarlega fyrirkomulag kærumála á Norðurlöndunum, einkum í Noregi og Danmörku þar sem lagaumhverfi er svipað því íslenska. Var það eindregin niðurstaða nefndarinnar að setja ætti á laggirnar sjálfstæða kærunefnd, a.m.k. í málefnum hælisleitenda. Sérstaklega var tekið fram að hælisleitendur ættu að eiga þess kost að koma fyrir nefndina til að tala máli sínu. Í frumvarpi sem unnið var á grunni skýrslu nefndarinnar var því kveðið á um slíka kærunefnd og útfært með ítarlegum hætti hvernig hún skyldi skipuð. Þannig var gert ráð fyrir að staða formanns væri auglýst í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Var það gert að skilyrði að umsækjendur uppfylltu starfsgengisskilyrði héraðsdómara. Þriggja manna nefnd mæti síðan hæfi umsækjenda og ráðherra væri óheimilt að víkja frá því mati. Hinir nefndarmennirnir skyldu skipaðir eftir tilnefningum Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Annar skyldi hafa sérþekkingu á flóttamannamálum og hælismálum og hinn á útlendingamálum í breiðari skilningi. Raunveruleg réttarbót Í frumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi er enga slíka útfærslu að finna. Staða formanns skal auglýst og nægir að hann hafi lokið fullnaðarprófi í lögum. Hina nefndarmennina skipar ráðherra og hvergi kemur fram hvernig þeirri skipun skuli háttað. Það er jákvætt að núverandi innanríkisráðherra haldi á lofti þeim tillögum að breytingum á útlendingalögum sem náðist víðtæk sátt um á síðasta kjörtímabili. Forsenda þess að setja á laggirnar sjálfstæða kærunefnd er hins vegar að hún sé óháð ráðuneytinu. Með þessu móti er því þveröfugt farið. Tveir af þremur fulltrúum verða skipaðir af ráðherra einum og hafa þar af leiðandi úrslitaáhrif í öllum málum sem nefndin fær til meðferðar. Þetta fyrirkomulag kemur ekki til móts við þá gagnrýni sem íslensk stjórnvöld hafa sætt á alþjóðavettvangi. Hanna Birna Kristjánsdóttir þarf því að skýra hvers vegna þessi leið er farin. Alþingi breytir frumvarpinu vonandi til betri vegar þannig að réttarbótin sem það kveður á um verði raunveruleg.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir Skoðun