Útvötnuð kærunefnd Halla Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp innanríkisráðherra til breytinga á lögum um útlendinga. Þar er meðal annars kveðið á um sjálfstæða kærunefnd sem mun fjalla um kærumál á grundvelli útlendingalaga, í stað innanríkisráðuneytisins líkt og nú er. Það er jákvætt ef myndast getur þverpólitísk samstaða um að koma slíkri kærunefnd á laggirnar, enda hafa íslensk stjórnvöld ítrekað sætt gagnrýni fyrir núverandi fyrirkomulag, einkum vegna málsmeðferðar hælisumsókna. Hins vegar vekur furðu hve ráðherrann hefur útvatnað fyrri tillögur sem lágu fyrir í innanríkisráðuneytinu, bæði í skýrsluformi og frumvarpsformi. Gagnrýni frá Flóttamannastofnun Forsaga málsins er sú að Ögmundur Jónasson, þá innanríkisráðherra, skipaði starfshóp árið 2011 sem var falið að gera tillögur að breytingum á lögum er lúta að aðgengi útlendinga utan EES að landinu. Undirrituð fór fyrir þeim starfshópi. Eitt af þeim verkefnum sem hópurinn tókst á við var að meta að nýju hvort setja skyldi á laggirnar sjálfstæða kærunefnd í útlendingamálum, einkum hælismálum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað komið þeirri gagnrýni á framfæri við íslensk stjórnvöld að ráðuneytið geti ekki talist óháður úrskurðaraðili þar sem undirstofnun þess (það er Útlendingastofnun) tekur hina kæranlegu ákvörðun. Hér vegur þungt að ákvörðun um veitingu hælis er vandasöm og erfitt getur verið að leggja heildarmat á aðstæður einstaklings. Þessi ákvörðun hefur jafnframt úrslitaáhrif á líf viðkomandi, sem hefur ekki alltaf gögn til að sanna mál sitt og getur því þurft að sýna fram á trúverðugleika sinn með öðrum hætti. Ítarleg útfærsla Starfshópurinn kynnti sér ítarlega fyrirkomulag kærumála á Norðurlöndunum, einkum í Noregi og Danmörku þar sem lagaumhverfi er svipað því íslenska. Var það eindregin niðurstaða nefndarinnar að setja ætti á laggirnar sjálfstæða kærunefnd, a.m.k. í málefnum hælisleitenda. Sérstaklega var tekið fram að hælisleitendur ættu að eiga þess kost að koma fyrir nefndina til að tala máli sínu. Í frumvarpi sem unnið var á grunni skýrslu nefndarinnar var því kveðið á um slíka kærunefnd og útfært með ítarlegum hætti hvernig hún skyldi skipuð. Þannig var gert ráð fyrir að staða formanns væri auglýst í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Var það gert að skilyrði að umsækjendur uppfylltu starfsgengisskilyrði héraðsdómara. Þriggja manna nefnd mæti síðan hæfi umsækjenda og ráðherra væri óheimilt að víkja frá því mati. Hinir nefndarmennirnir skyldu skipaðir eftir tilnefningum Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Annar skyldi hafa sérþekkingu á flóttamannamálum og hælismálum og hinn á útlendingamálum í breiðari skilningi. Raunveruleg réttarbót Í frumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi er enga slíka útfærslu að finna. Staða formanns skal auglýst og nægir að hann hafi lokið fullnaðarprófi í lögum. Hina nefndarmennina skipar ráðherra og hvergi kemur fram hvernig þeirri skipun skuli háttað. Það er jákvætt að núverandi innanríkisráðherra haldi á lofti þeim tillögum að breytingum á útlendingalögum sem náðist víðtæk sátt um á síðasta kjörtímabili. Forsenda þess að setja á laggirnar sjálfstæða kærunefnd er hins vegar að hún sé óháð ráðuneytinu. Með þessu móti er því þveröfugt farið. Tveir af þremur fulltrúum verða skipaðir af ráðherra einum og hafa þar af leiðandi úrslitaáhrif í öllum málum sem nefndin fær til meðferðar. Þetta fyrirkomulag kemur ekki til móts við þá gagnrýni sem íslensk stjórnvöld hafa sætt á alþjóðavettvangi. Hanna Birna Kristjánsdóttir þarf því að skýra hvers vegna þessi leið er farin. Alþingi breytir frumvarpinu vonandi til betri vegar þannig að réttarbótin sem það kveður á um verði raunveruleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp innanríkisráðherra til breytinga á lögum um útlendinga. Þar er meðal annars kveðið á um sjálfstæða kærunefnd sem mun fjalla um kærumál á grundvelli útlendingalaga, í stað innanríkisráðuneytisins líkt og nú er. Það er jákvætt ef myndast getur þverpólitísk samstaða um að koma slíkri kærunefnd á laggirnar, enda hafa íslensk stjórnvöld ítrekað sætt gagnrýni fyrir núverandi fyrirkomulag, einkum vegna málsmeðferðar hælisumsókna. Hins vegar vekur furðu hve ráðherrann hefur útvatnað fyrri tillögur sem lágu fyrir í innanríkisráðuneytinu, bæði í skýrsluformi og frumvarpsformi. Gagnrýni frá Flóttamannastofnun Forsaga málsins er sú að Ögmundur Jónasson, þá innanríkisráðherra, skipaði starfshóp árið 2011 sem var falið að gera tillögur að breytingum á lögum er lúta að aðgengi útlendinga utan EES að landinu. Undirrituð fór fyrir þeim starfshópi. Eitt af þeim verkefnum sem hópurinn tókst á við var að meta að nýju hvort setja skyldi á laggirnar sjálfstæða kærunefnd í útlendingamálum, einkum hælismálum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað komið þeirri gagnrýni á framfæri við íslensk stjórnvöld að ráðuneytið geti ekki talist óháður úrskurðaraðili þar sem undirstofnun þess (það er Útlendingastofnun) tekur hina kæranlegu ákvörðun. Hér vegur þungt að ákvörðun um veitingu hælis er vandasöm og erfitt getur verið að leggja heildarmat á aðstæður einstaklings. Þessi ákvörðun hefur jafnframt úrslitaáhrif á líf viðkomandi, sem hefur ekki alltaf gögn til að sanna mál sitt og getur því þurft að sýna fram á trúverðugleika sinn með öðrum hætti. Ítarleg útfærsla Starfshópurinn kynnti sér ítarlega fyrirkomulag kærumála á Norðurlöndunum, einkum í Noregi og Danmörku þar sem lagaumhverfi er svipað því íslenska. Var það eindregin niðurstaða nefndarinnar að setja ætti á laggirnar sjálfstæða kærunefnd, a.m.k. í málefnum hælisleitenda. Sérstaklega var tekið fram að hælisleitendur ættu að eiga þess kost að koma fyrir nefndina til að tala máli sínu. Í frumvarpi sem unnið var á grunni skýrslu nefndarinnar var því kveðið á um slíka kærunefnd og útfært með ítarlegum hætti hvernig hún skyldi skipuð. Þannig var gert ráð fyrir að staða formanns væri auglýst í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Var það gert að skilyrði að umsækjendur uppfylltu starfsgengisskilyrði héraðsdómara. Þriggja manna nefnd mæti síðan hæfi umsækjenda og ráðherra væri óheimilt að víkja frá því mati. Hinir nefndarmennirnir skyldu skipaðir eftir tilnefningum Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Annar skyldi hafa sérþekkingu á flóttamannamálum og hælismálum og hinn á útlendingamálum í breiðari skilningi. Raunveruleg réttarbót Í frumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi er enga slíka útfærslu að finna. Staða formanns skal auglýst og nægir að hann hafi lokið fullnaðarprófi í lögum. Hina nefndarmennina skipar ráðherra og hvergi kemur fram hvernig þeirri skipun skuli háttað. Það er jákvætt að núverandi innanríkisráðherra haldi á lofti þeim tillögum að breytingum á útlendingalögum sem náðist víðtæk sátt um á síðasta kjörtímabili. Forsenda þess að setja á laggirnar sjálfstæða kærunefnd er hins vegar að hún sé óháð ráðuneytinu. Með þessu móti er því þveröfugt farið. Tveir af þremur fulltrúum verða skipaðir af ráðherra einum og hafa þar af leiðandi úrslitaáhrif í öllum málum sem nefndin fær til meðferðar. Þetta fyrirkomulag kemur ekki til móts við þá gagnrýni sem íslensk stjórnvöld hafa sætt á alþjóðavettvangi. Hanna Birna Kristjánsdóttir þarf því að skýra hvers vegna þessi leið er farin. Alþingi breytir frumvarpinu vonandi til betri vegar þannig að réttarbótin sem það kveður á um verði raunveruleg.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun