Reykjavíkurborg – Leiðandi afl Dóra Magnúsdóttir skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Það er mikilvægt verkefni fyrir Reykjavíkurborg að hlúa að uppbyggingu og þróun atvinnulífs, nýsköpun og rannsóknarverkefnum þar sem því verður við komið. Borgin hefur burði til að vera forystuafl á Íslandi í vaxandi alþjóðlegri samkeppni um fyrirtæki, fjárfestingu, vinnuafl og ferðamenn. Nýsköpun í atvinnuháttum er ekki forgangsverkefni hjá núverandi ríkisstjórn. Rannsóknarfé var skorið við trog á fjárlögum og framganga ríkisstjórnarinnar gagnvart Evrópusambandinu varð til þess að IPA-styrkir að verðmæti 3,5 milljarðar nýttust ekki í þágu rannsókna og nýsköpunar. Helstu lausnirnar virðast felast í að slaka á kröfum um náttúruvernd auk þess sem óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi skilar of litlum arði af auðlindinni. Niðurstöður úr McKinsey-skýrslunni um leiðir til aukins hagvaxtar voru m.a. á þá leið að sjálfbær hagvaxtaráætlun yrði að ná til allra atvinnuvega. Nauðsynlegar aðgerðir felast í að efla skilvirkni þjónustu- og útflutningsgreina og auka virði útflutnings sem byggir á náttúruauðlindum, t.a.m. með opnun hagkerfisins, bættu aðgengi að fjármagni, úrbótum í menntakerfi, o.fl. í þeim tilgangi að alþjóðlegt viðskiptaumhverfi þrífist Íslandi.Opnun hagkerfisins Mikilvægt er að Reykjavíkurborg vinni skipulega í þessum anda og stuðli þannig að opnun hagkerfisins og samkeppnishæfu viðskiptaumhverfi. Í atvinnumálastefnu Reykjavíkurborgar má finna metnaðarfull markmið í þessum anda. Það er mikilvægt á komandi árum að standa vörð um eftirfarandi atriði:1 Skapa vaxtarskilyrði fyrir kraftmikið atvinnulíf sem einkennist af fjölbreytni og nýsköpun. Það á að vera auðvelt og aðgengilegt að stofna og reka fyrirtæki í borginni og á höfuðborgarsvæðinu öllu.2 Efla þarf skapandi greinar og klasasamstarf á milli þeirra. Jákvæð hagræn áhrif skapandi greina eru staðreynd. Þær eru atvinnuskapandi og hafa í för með sér jákvæð félagsleg áhrif.3 Hlúa þarf að ferðamannaborginni. Huga þarf að sjálfbærni og sátt atvinnugreinarinnar við samfélagið. Ör vöxtur ferðaþjónustu getur kallað á of litla framleiðni og neikvæðari upplifun borgarbúa af ferðaþjónustunni en við höfum áður þekkt. Með markvissri stefnu er hægt að skapa hagkvæm skilyrði fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og leggja grunn að jákvæðri upplifun erlendra gesta.4 Öflug menntun á öllum skólastigum, hátækni og rannsóknir skipta miklu máli fyrir öflugt og fjölbreytt atvinnulíf. Reykjavíkurborg á að leggja áherslu á hugvit og hátækni og bera í sér hvata til nýsköpunar og þróunar.5 Aukin fjárfesting. Þrátt fyrir gjaldeyrishöft sem ekki sér fyrir endann á er það mikilvægt verkefni að laða að og auka innlenda og erlenda fjárfestingu og gefa í með markaðssetningu borgarinnar á þeim grunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt verkefni fyrir Reykjavíkurborg að hlúa að uppbyggingu og þróun atvinnulífs, nýsköpun og rannsóknarverkefnum þar sem því verður við komið. Borgin hefur burði til að vera forystuafl á Íslandi í vaxandi alþjóðlegri samkeppni um fyrirtæki, fjárfestingu, vinnuafl og ferðamenn. Nýsköpun í atvinnuháttum er ekki forgangsverkefni hjá núverandi ríkisstjórn. Rannsóknarfé var skorið við trog á fjárlögum og framganga ríkisstjórnarinnar gagnvart Evrópusambandinu varð til þess að IPA-styrkir að verðmæti 3,5 milljarðar nýttust ekki í þágu rannsókna og nýsköpunar. Helstu lausnirnar virðast felast í að slaka á kröfum um náttúruvernd auk þess sem óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi skilar of litlum arði af auðlindinni. Niðurstöður úr McKinsey-skýrslunni um leiðir til aukins hagvaxtar voru m.a. á þá leið að sjálfbær hagvaxtaráætlun yrði að ná til allra atvinnuvega. Nauðsynlegar aðgerðir felast í að efla skilvirkni þjónustu- og útflutningsgreina og auka virði útflutnings sem byggir á náttúruauðlindum, t.a.m. með opnun hagkerfisins, bættu aðgengi að fjármagni, úrbótum í menntakerfi, o.fl. í þeim tilgangi að alþjóðlegt viðskiptaumhverfi þrífist Íslandi.Opnun hagkerfisins Mikilvægt er að Reykjavíkurborg vinni skipulega í þessum anda og stuðli þannig að opnun hagkerfisins og samkeppnishæfu viðskiptaumhverfi. Í atvinnumálastefnu Reykjavíkurborgar má finna metnaðarfull markmið í þessum anda. Það er mikilvægt á komandi árum að standa vörð um eftirfarandi atriði:1 Skapa vaxtarskilyrði fyrir kraftmikið atvinnulíf sem einkennist af fjölbreytni og nýsköpun. Það á að vera auðvelt og aðgengilegt að stofna og reka fyrirtæki í borginni og á höfuðborgarsvæðinu öllu.2 Efla þarf skapandi greinar og klasasamstarf á milli þeirra. Jákvæð hagræn áhrif skapandi greina eru staðreynd. Þær eru atvinnuskapandi og hafa í för með sér jákvæð félagsleg áhrif.3 Hlúa þarf að ferðamannaborginni. Huga þarf að sjálfbærni og sátt atvinnugreinarinnar við samfélagið. Ör vöxtur ferðaþjónustu getur kallað á of litla framleiðni og neikvæðari upplifun borgarbúa af ferðaþjónustunni en við höfum áður þekkt. Með markvissri stefnu er hægt að skapa hagkvæm skilyrði fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og leggja grunn að jákvæðri upplifun erlendra gesta.4 Öflug menntun á öllum skólastigum, hátækni og rannsóknir skipta miklu máli fyrir öflugt og fjölbreytt atvinnulíf. Reykjavíkurborg á að leggja áherslu á hugvit og hátækni og bera í sér hvata til nýsköpunar og þróunar.5 Aukin fjárfesting. Þrátt fyrir gjaldeyrishöft sem ekki sér fyrir endann á er það mikilvægt verkefni að laða að og auka innlenda og erlenda fjárfestingu og gefa í með markaðssetningu borgarinnar á þeim grunni.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar