Reykjavíkurborg – Leiðandi afl Dóra Magnúsdóttir skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Það er mikilvægt verkefni fyrir Reykjavíkurborg að hlúa að uppbyggingu og þróun atvinnulífs, nýsköpun og rannsóknarverkefnum þar sem því verður við komið. Borgin hefur burði til að vera forystuafl á Íslandi í vaxandi alþjóðlegri samkeppni um fyrirtæki, fjárfestingu, vinnuafl og ferðamenn. Nýsköpun í atvinnuháttum er ekki forgangsverkefni hjá núverandi ríkisstjórn. Rannsóknarfé var skorið við trog á fjárlögum og framganga ríkisstjórnarinnar gagnvart Evrópusambandinu varð til þess að IPA-styrkir að verðmæti 3,5 milljarðar nýttust ekki í þágu rannsókna og nýsköpunar. Helstu lausnirnar virðast felast í að slaka á kröfum um náttúruvernd auk þess sem óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi skilar of litlum arði af auðlindinni. Niðurstöður úr McKinsey-skýrslunni um leiðir til aukins hagvaxtar voru m.a. á þá leið að sjálfbær hagvaxtaráætlun yrði að ná til allra atvinnuvega. Nauðsynlegar aðgerðir felast í að efla skilvirkni þjónustu- og útflutningsgreina og auka virði útflutnings sem byggir á náttúruauðlindum, t.a.m. með opnun hagkerfisins, bættu aðgengi að fjármagni, úrbótum í menntakerfi, o.fl. í þeim tilgangi að alþjóðlegt viðskiptaumhverfi þrífist Íslandi.Opnun hagkerfisins Mikilvægt er að Reykjavíkurborg vinni skipulega í þessum anda og stuðli þannig að opnun hagkerfisins og samkeppnishæfu viðskiptaumhverfi. Í atvinnumálastefnu Reykjavíkurborgar má finna metnaðarfull markmið í þessum anda. Það er mikilvægt á komandi árum að standa vörð um eftirfarandi atriði:1 Skapa vaxtarskilyrði fyrir kraftmikið atvinnulíf sem einkennist af fjölbreytni og nýsköpun. Það á að vera auðvelt og aðgengilegt að stofna og reka fyrirtæki í borginni og á höfuðborgarsvæðinu öllu.2 Efla þarf skapandi greinar og klasasamstarf á milli þeirra. Jákvæð hagræn áhrif skapandi greina eru staðreynd. Þær eru atvinnuskapandi og hafa í för með sér jákvæð félagsleg áhrif.3 Hlúa þarf að ferðamannaborginni. Huga þarf að sjálfbærni og sátt atvinnugreinarinnar við samfélagið. Ör vöxtur ferðaþjónustu getur kallað á of litla framleiðni og neikvæðari upplifun borgarbúa af ferðaþjónustunni en við höfum áður þekkt. Með markvissri stefnu er hægt að skapa hagkvæm skilyrði fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og leggja grunn að jákvæðri upplifun erlendra gesta.4 Öflug menntun á öllum skólastigum, hátækni og rannsóknir skipta miklu máli fyrir öflugt og fjölbreytt atvinnulíf. Reykjavíkurborg á að leggja áherslu á hugvit og hátækni og bera í sér hvata til nýsköpunar og þróunar.5 Aukin fjárfesting. Þrátt fyrir gjaldeyrishöft sem ekki sér fyrir endann á er það mikilvægt verkefni að laða að og auka innlenda og erlenda fjárfestingu og gefa í með markaðssetningu borgarinnar á þeim grunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt verkefni fyrir Reykjavíkurborg að hlúa að uppbyggingu og þróun atvinnulífs, nýsköpun og rannsóknarverkefnum þar sem því verður við komið. Borgin hefur burði til að vera forystuafl á Íslandi í vaxandi alþjóðlegri samkeppni um fyrirtæki, fjárfestingu, vinnuafl og ferðamenn. Nýsköpun í atvinnuháttum er ekki forgangsverkefni hjá núverandi ríkisstjórn. Rannsóknarfé var skorið við trog á fjárlögum og framganga ríkisstjórnarinnar gagnvart Evrópusambandinu varð til þess að IPA-styrkir að verðmæti 3,5 milljarðar nýttust ekki í þágu rannsókna og nýsköpunar. Helstu lausnirnar virðast felast í að slaka á kröfum um náttúruvernd auk þess sem óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi skilar of litlum arði af auðlindinni. Niðurstöður úr McKinsey-skýrslunni um leiðir til aukins hagvaxtar voru m.a. á þá leið að sjálfbær hagvaxtaráætlun yrði að ná til allra atvinnuvega. Nauðsynlegar aðgerðir felast í að efla skilvirkni þjónustu- og útflutningsgreina og auka virði útflutnings sem byggir á náttúruauðlindum, t.a.m. með opnun hagkerfisins, bættu aðgengi að fjármagni, úrbótum í menntakerfi, o.fl. í þeim tilgangi að alþjóðlegt viðskiptaumhverfi þrífist Íslandi.Opnun hagkerfisins Mikilvægt er að Reykjavíkurborg vinni skipulega í þessum anda og stuðli þannig að opnun hagkerfisins og samkeppnishæfu viðskiptaumhverfi. Í atvinnumálastefnu Reykjavíkurborgar má finna metnaðarfull markmið í þessum anda. Það er mikilvægt á komandi árum að standa vörð um eftirfarandi atriði:1 Skapa vaxtarskilyrði fyrir kraftmikið atvinnulíf sem einkennist af fjölbreytni og nýsköpun. Það á að vera auðvelt og aðgengilegt að stofna og reka fyrirtæki í borginni og á höfuðborgarsvæðinu öllu.2 Efla þarf skapandi greinar og klasasamstarf á milli þeirra. Jákvæð hagræn áhrif skapandi greina eru staðreynd. Þær eru atvinnuskapandi og hafa í för með sér jákvæð félagsleg áhrif.3 Hlúa þarf að ferðamannaborginni. Huga þarf að sjálfbærni og sátt atvinnugreinarinnar við samfélagið. Ör vöxtur ferðaþjónustu getur kallað á of litla framleiðni og neikvæðari upplifun borgarbúa af ferðaþjónustunni en við höfum áður þekkt. Með markvissri stefnu er hægt að skapa hagkvæm skilyrði fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og leggja grunn að jákvæðri upplifun erlendra gesta.4 Öflug menntun á öllum skólastigum, hátækni og rannsóknir skipta miklu máli fyrir öflugt og fjölbreytt atvinnulíf. Reykjavíkurborg á að leggja áherslu á hugvit og hátækni og bera í sér hvata til nýsköpunar og þróunar.5 Aukin fjárfesting. Þrátt fyrir gjaldeyrishöft sem ekki sér fyrir endann á er það mikilvægt verkefni að laða að og auka innlenda og erlenda fjárfestingu og gefa í með markaðssetningu borgarinnar á þeim grunni.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar