Reykjavík, borg tækifæranna Natan Kolbeinsson skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Reykjavík er borg tækifæra. Eitt stærsta verkefnið framundan fyrir okkur Reykvíkinga er að mæta breyttum tímum í atvinnulífinu – að takast á við breytta hugsun þegar kemur að atvinnulífi dagsins í dag. Það atvinnulíf sem við búum við núna kallar á sérfræðimenntun í tækni og nýsköpun. Fyrirtæki á borð við Össur og CCP sækjast eftir vel menntuðu ungu fólki til að koma með sér í nýsköpun á vöru og þjónustu sem skilar sér til samfélagsins í bættum lífskjörum. Við búum við næg tækifæri og höfum sýnt það og sannað að þegar við tökum höndum saman náum við árangri. Til að undirbúa ungt fólk undir nýja og spennandi tíma þarf m.a. að fara í róttækar breytingar á skólakerfinu. Það þarf að breyta kennsluháttum og hugsun okkar um menntun og sú breyting þarf að byrja hjá grunnskólanum þar sem við leggjum grunn að framtíðarmenntun nýrra kynslóða í dag. Og við þurfum að byrja sem fyrst. Ekki í takt við tímann Grunnskólinn í dag er ekki í takt við tímann og meira til þess gerður að undirbúa krakka undir bóknám á framhaldsskólastigi. Lítið sem ekkert svigrúm er fyrir nemendur sem hyggja á nám í forritun og/eða iðnnámi. Sú kennsla sem fer fram í verknámi innan veggja grunnskóla byggir á smíði og saumaskap sem segja má að sé í takt við það atvinnulíf sem var þegar kynslóðin sem nú situr við völd lærði fyrir. Þó vissulega sé þörf á félagsfræðingum, lögfræðingum, læknum og smiðum þá er það samt þannig að atvinnulífið kallar eftir fólki með fjölbreyttan bakgrunn í menntun svo sem forritun – fólki getur tekið þátt í þeirri nýsköpun sem á sér stað í dag. Þær breytingar sem ég vil fá tækifæri til að berjast fyrir á vettvangi borgarstjórnar eru ekki bara þess eðlis að þær gagnist atvinnulífinu. Þetta snýst líka um að gefa öllum tækifæri til þess finna sér þá braut í lífinu sem vænlegt er að ná árangri á. Sannleikurinn er sá að iðnnám nýtur ekki sannmælis í samfélaginu og skrifast það m.a. á þá staðreynd að ungt fólk fær takmarkað að kynnast því fyrr en það velur sér framhaldsskóla. Við þurfum fjölbreytileika í lífinu og þess vegna þarf grunnur að iðn- og tækninámi að vera raunhæfur kostur fyrir ungt fólk strax í grunnskóla. Með því að fara í breytingar á menntakerfinu getum við gert ungu fólki í Reykjavík kleift að takast á við nýja tíma í atvinnulífinu og fundið öllum farveg í menntakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Natan Kolbeinsson Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Reykjavík er borg tækifæra. Eitt stærsta verkefnið framundan fyrir okkur Reykvíkinga er að mæta breyttum tímum í atvinnulífinu – að takast á við breytta hugsun þegar kemur að atvinnulífi dagsins í dag. Það atvinnulíf sem við búum við núna kallar á sérfræðimenntun í tækni og nýsköpun. Fyrirtæki á borð við Össur og CCP sækjast eftir vel menntuðu ungu fólki til að koma með sér í nýsköpun á vöru og þjónustu sem skilar sér til samfélagsins í bættum lífskjörum. Við búum við næg tækifæri og höfum sýnt það og sannað að þegar við tökum höndum saman náum við árangri. Til að undirbúa ungt fólk undir nýja og spennandi tíma þarf m.a. að fara í róttækar breytingar á skólakerfinu. Það þarf að breyta kennsluháttum og hugsun okkar um menntun og sú breyting þarf að byrja hjá grunnskólanum þar sem við leggjum grunn að framtíðarmenntun nýrra kynslóða í dag. Og við þurfum að byrja sem fyrst. Ekki í takt við tímann Grunnskólinn í dag er ekki í takt við tímann og meira til þess gerður að undirbúa krakka undir bóknám á framhaldsskólastigi. Lítið sem ekkert svigrúm er fyrir nemendur sem hyggja á nám í forritun og/eða iðnnámi. Sú kennsla sem fer fram í verknámi innan veggja grunnskóla byggir á smíði og saumaskap sem segja má að sé í takt við það atvinnulíf sem var þegar kynslóðin sem nú situr við völd lærði fyrir. Þó vissulega sé þörf á félagsfræðingum, lögfræðingum, læknum og smiðum þá er það samt þannig að atvinnulífið kallar eftir fólki með fjölbreyttan bakgrunn í menntun svo sem forritun – fólki getur tekið þátt í þeirri nýsköpun sem á sér stað í dag. Þær breytingar sem ég vil fá tækifæri til að berjast fyrir á vettvangi borgarstjórnar eru ekki bara þess eðlis að þær gagnist atvinnulífinu. Þetta snýst líka um að gefa öllum tækifæri til þess finna sér þá braut í lífinu sem vænlegt er að ná árangri á. Sannleikurinn er sá að iðnnám nýtur ekki sannmælis í samfélaginu og skrifast það m.a. á þá staðreynd að ungt fólk fær takmarkað að kynnast því fyrr en það velur sér framhaldsskóla. Við þurfum fjölbreytileika í lífinu og þess vegna þarf grunnur að iðn- og tækninámi að vera raunhæfur kostur fyrir ungt fólk strax í grunnskóla. Með því að fara í breytingar á menntakerfinu getum við gert ungu fólki í Reykjavík kleift að takast á við nýja tíma í atvinnulífinu og fundið öllum farveg í menntakerfinu.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun