Haförninn friðaður í 100 ár á Íslandi Brjánn Jónasson skrifar 30. janúar 2014 10:00 Hafernir á Íslandi hafa verið í nokkurs konar gjörgæslu. Umferð við arnarhreiður hefur til að mynda verið bönnuð til að styggja ekki fuglinn. Mynd/Kristinn Haukur Skarphéðinsson Eftir að hafa verið friðaður í 100 ár er hafarnarstofninn við Ísland tekinn að braggast verulega, og er trúlega jafn stór í dag og hann var fyrir aldamótin 1900, segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Alþingi ákvað að haförninn skyldi vera alfriðaður frá ársbyrjun 1914 með fuglafriðunarlögum sem voru samþykkt sumarið 1913. Með framsýni nokkurra alþingismanna var Ísland fyrsta ríkið til að friða þessa fuglategund, segir Kristinn.Kristinn Haukur Skarphéðinsson„Það var orðið ljóst á þessum tíma að örnum hafði fækkað mjög mikið síðustu áratugina. Þeim fækkaði fyrst og fremst vegna þess að þeir voru drepnir vísvitandi bæði með eitri og skotum, það voru ýmsir hagsmunir sem stjórnuðu því,“ segir Kristinn. „Það má segja að þessi ákvörðun hafi komið í veg fyrir að þessi tegund yrði útdauð hér á landi,“ segir Kristinn. Örnunum hélt þó áfram að fækka eftir að friðunin tók gildi. Líklegt er að útburður á eitri sem ætlað var refum hafi haft þar mikil áhrif. „Eftir fimmtíu ára friðun var stofninn í jafn slæmu standi, eða því sem næst, og hann var í þegar friðunin tók gildi,“ segir Kristinn. Hann segir að það hafi ekki verið fyrr en Fuglaverndarfélaginu hafi tekist að stöðva útburð á eitri að eitthvað hafi farið að ganga að vernda stofninn. Haförninn er langlífur og viðkoman lítil, svo það tekur langan tíma fyrir friðun að hafa áhrif. „Í dag hafa 70 pör helgað sér óðöl. Stofninn er í betra horfi en hann hefur verið frá því fyrir aldamótin 1900. Hann vex hægt og örugglega, en dreifist mjög hægt út. Hann var um allt land áður en er í dag bundinn við Vesturlandið,“ segir Kristinn. Hann segir að stofninn sé almennt séð í góðu ástandi, bæði hér á landi og í Norður-Evrópu.Önnur ríki seinni til að friða haförninn Alþingi ákvað sumarið 1913 að friða haförninn tímabundið í fimm ár, frá ársbyrjun 1914. Friðunin var jafnan framlengd, þó það hafi oft kostað harðvítug átök á Alþingi. Önnur ríki voru ekki jafn fljót til. Sum nágrannaríkjanna, til dæmis Þýskaland, Danmörk, Svíþjóð og Finnland, friðuðu haförninn á árabilinu 1924 til 1934, en önnur ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina. Norðmenn friðuðu haförninn til að mynda ekki fyrr en árið 1968, og Grænlendingar ekki fyrr en 1973. Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Eftir að hafa verið friðaður í 100 ár er hafarnarstofninn við Ísland tekinn að braggast verulega, og er trúlega jafn stór í dag og hann var fyrir aldamótin 1900, segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Alþingi ákvað að haförninn skyldi vera alfriðaður frá ársbyrjun 1914 með fuglafriðunarlögum sem voru samþykkt sumarið 1913. Með framsýni nokkurra alþingismanna var Ísland fyrsta ríkið til að friða þessa fuglategund, segir Kristinn.Kristinn Haukur Skarphéðinsson„Það var orðið ljóst á þessum tíma að örnum hafði fækkað mjög mikið síðustu áratugina. Þeim fækkaði fyrst og fremst vegna þess að þeir voru drepnir vísvitandi bæði með eitri og skotum, það voru ýmsir hagsmunir sem stjórnuðu því,“ segir Kristinn. „Það má segja að þessi ákvörðun hafi komið í veg fyrir að þessi tegund yrði útdauð hér á landi,“ segir Kristinn. Örnunum hélt þó áfram að fækka eftir að friðunin tók gildi. Líklegt er að útburður á eitri sem ætlað var refum hafi haft þar mikil áhrif. „Eftir fimmtíu ára friðun var stofninn í jafn slæmu standi, eða því sem næst, og hann var í þegar friðunin tók gildi,“ segir Kristinn. Hann segir að það hafi ekki verið fyrr en Fuglaverndarfélaginu hafi tekist að stöðva útburð á eitri að eitthvað hafi farið að ganga að vernda stofninn. Haförninn er langlífur og viðkoman lítil, svo það tekur langan tíma fyrir friðun að hafa áhrif. „Í dag hafa 70 pör helgað sér óðöl. Stofninn er í betra horfi en hann hefur verið frá því fyrir aldamótin 1900. Hann vex hægt og örugglega, en dreifist mjög hægt út. Hann var um allt land áður en er í dag bundinn við Vesturlandið,“ segir Kristinn. Hann segir að stofninn sé almennt séð í góðu ástandi, bæði hér á landi og í Norður-Evrópu.Önnur ríki seinni til að friða haförninn Alþingi ákvað sumarið 1913 að friða haförninn tímabundið í fimm ár, frá ársbyrjun 1914. Friðunin var jafnan framlengd, þó það hafi oft kostað harðvítug átök á Alþingi. Önnur ríki voru ekki jafn fljót til. Sum nágrannaríkjanna, til dæmis Þýskaland, Danmörk, Svíþjóð og Finnland, friðuðu haförninn á árabilinu 1924 til 1934, en önnur ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina. Norðmenn friðuðu haförninn til að mynda ekki fyrr en árið 1968, og Grænlendingar ekki fyrr en 1973.
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira