Haförninn friðaður í 100 ár á Íslandi Brjánn Jónasson skrifar 30. janúar 2014 10:00 Hafernir á Íslandi hafa verið í nokkurs konar gjörgæslu. Umferð við arnarhreiður hefur til að mynda verið bönnuð til að styggja ekki fuglinn. Mynd/Kristinn Haukur Skarphéðinsson Eftir að hafa verið friðaður í 100 ár er hafarnarstofninn við Ísland tekinn að braggast verulega, og er trúlega jafn stór í dag og hann var fyrir aldamótin 1900, segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Alþingi ákvað að haförninn skyldi vera alfriðaður frá ársbyrjun 1914 með fuglafriðunarlögum sem voru samþykkt sumarið 1913. Með framsýni nokkurra alþingismanna var Ísland fyrsta ríkið til að friða þessa fuglategund, segir Kristinn.Kristinn Haukur Skarphéðinsson„Það var orðið ljóst á þessum tíma að örnum hafði fækkað mjög mikið síðustu áratugina. Þeim fækkaði fyrst og fremst vegna þess að þeir voru drepnir vísvitandi bæði með eitri og skotum, það voru ýmsir hagsmunir sem stjórnuðu því,“ segir Kristinn. „Það má segja að þessi ákvörðun hafi komið í veg fyrir að þessi tegund yrði útdauð hér á landi,“ segir Kristinn. Örnunum hélt þó áfram að fækka eftir að friðunin tók gildi. Líklegt er að útburður á eitri sem ætlað var refum hafi haft þar mikil áhrif. „Eftir fimmtíu ára friðun var stofninn í jafn slæmu standi, eða því sem næst, og hann var í þegar friðunin tók gildi,“ segir Kristinn. Hann segir að það hafi ekki verið fyrr en Fuglaverndarfélaginu hafi tekist að stöðva útburð á eitri að eitthvað hafi farið að ganga að vernda stofninn. Haförninn er langlífur og viðkoman lítil, svo það tekur langan tíma fyrir friðun að hafa áhrif. „Í dag hafa 70 pör helgað sér óðöl. Stofninn er í betra horfi en hann hefur verið frá því fyrir aldamótin 1900. Hann vex hægt og örugglega, en dreifist mjög hægt út. Hann var um allt land áður en er í dag bundinn við Vesturlandið,“ segir Kristinn. Hann segir að stofninn sé almennt séð í góðu ástandi, bæði hér á landi og í Norður-Evrópu.Önnur ríki seinni til að friða haförninn Alþingi ákvað sumarið 1913 að friða haförninn tímabundið í fimm ár, frá ársbyrjun 1914. Friðunin var jafnan framlengd, þó það hafi oft kostað harðvítug átök á Alþingi. Önnur ríki voru ekki jafn fljót til. Sum nágrannaríkjanna, til dæmis Þýskaland, Danmörk, Svíþjóð og Finnland, friðuðu haförninn á árabilinu 1924 til 1934, en önnur ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina. Norðmenn friðuðu haförninn til að mynda ekki fyrr en árið 1968, og Grænlendingar ekki fyrr en 1973. Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Eftir að hafa verið friðaður í 100 ár er hafarnarstofninn við Ísland tekinn að braggast verulega, og er trúlega jafn stór í dag og hann var fyrir aldamótin 1900, segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Alþingi ákvað að haförninn skyldi vera alfriðaður frá ársbyrjun 1914 með fuglafriðunarlögum sem voru samþykkt sumarið 1913. Með framsýni nokkurra alþingismanna var Ísland fyrsta ríkið til að friða þessa fuglategund, segir Kristinn.Kristinn Haukur Skarphéðinsson„Það var orðið ljóst á þessum tíma að örnum hafði fækkað mjög mikið síðustu áratugina. Þeim fækkaði fyrst og fremst vegna þess að þeir voru drepnir vísvitandi bæði með eitri og skotum, það voru ýmsir hagsmunir sem stjórnuðu því,“ segir Kristinn. „Það má segja að þessi ákvörðun hafi komið í veg fyrir að þessi tegund yrði útdauð hér á landi,“ segir Kristinn. Örnunum hélt þó áfram að fækka eftir að friðunin tók gildi. Líklegt er að útburður á eitri sem ætlað var refum hafi haft þar mikil áhrif. „Eftir fimmtíu ára friðun var stofninn í jafn slæmu standi, eða því sem næst, og hann var í þegar friðunin tók gildi,“ segir Kristinn. Hann segir að það hafi ekki verið fyrr en Fuglaverndarfélaginu hafi tekist að stöðva útburð á eitri að eitthvað hafi farið að ganga að vernda stofninn. Haförninn er langlífur og viðkoman lítil, svo það tekur langan tíma fyrir friðun að hafa áhrif. „Í dag hafa 70 pör helgað sér óðöl. Stofninn er í betra horfi en hann hefur verið frá því fyrir aldamótin 1900. Hann vex hægt og örugglega, en dreifist mjög hægt út. Hann var um allt land áður en er í dag bundinn við Vesturlandið,“ segir Kristinn. Hann segir að stofninn sé almennt séð í góðu ástandi, bæði hér á landi og í Norður-Evrópu.Önnur ríki seinni til að friða haförninn Alþingi ákvað sumarið 1913 að friða haförninn tímabundið í fimm ár, frá ársbyrjun 1914. Friðunin var jafnan framlengd, þó það hafi oft kostað harðvítug átök á Alþingi. Önnur ríki voru ekki jafn fljót til. Sum nágrannaríkjanna, til dæmis Þýskaland, Danmörk, Svíþjóð og Finnland, friðuðu haförninn á árabilinu 1924 til 1934, en önnur ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina. Norðmenn friðuðu haförninn til að mynda ekki fyrr en árið 1968, og Grænlendingar ekki fyrr en 1973.
Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira