Skyrinu slett á annarra kostnað? Þórólfur Matthíasson skrifar 31. janúar 2014 06:00 Í Fréttablaðinu 24. janúar sl. er sagt frá því að Mjólkursamsalan hafi uppi áætlanir um að framleiða skyr í Bandaríkjum Norður-Ameríku og nota til þess íslenskt undanrennuduft.Útflutningsverð Á fundi Félags kúabænda á Suðurlandi 3/10/2012 upplýsti forstjóri MS félagsmenn um að útflutt undanrennuduft væri selt á heimsmarkaðsverði en undanrenna flutt út í formi skyrs til Norðurlanda skilaði allt að 50% hærra verði. Við fyrstu sýn virðist því skynsamlegt frá sjónarhóli MS að auka skyrútflutning og draga úr útflutningi undanrennudufts. Heimsmarkaðsverð á undanrennudufti er nú óvenju hátt eða um 3.400 til 3.500 evrur á tonnið. Meðalverð á árinu 2013 var um 3.000 evrur tonnið eða um 530 krónur á kílóið. Verð í USA virðist heldur lægra en Evrópuverð. Af undanrennudufti sem flutt er til USA þarf að borga 10-15% toll. Skilaverð á undanrennudufti sem MS flytti út til USA og seldi á búvörumarkaði þar væri því um 420 krónur á kílóið. Aðstæður á markaði fyrir skyr á Bandaríkjamarkaði eru talsvert aðrar en á Norðurlöndum. Á Norðurlöndum situr MS og samstarfsaðilar ein að markaðnum og geta hagað verðlagningu skyrs í samræmi við þá staðreynd. Í Bandaríkjunum er fyrir framleiðandi sem framleiðir skyr úr bandarísku hráefni og dreifir til smásöluaðila. Vegna þessarar samkeppni getur MS ekki reiknað með að verð á undanrennu í formi skyrs á Bandaríkjamarkaði verði hærra en verð á undanrennu í duftformi, þ.e.a.s. að skilaverð til Íslands verði ríflega 400 krónur á kílóið af undanrennudufti.Innanlandsverð Verðlagsnefnd búvöru ákvarðar heildsöluverð á undanrennudufti. Mjólkurvöruframleiðendur (hugsanlegir samkeppnisaðilar MS) fá undanrennuduft á 758 krónur á kíló, aðrir matvælaframleiðendur fá undanrennuduftið á 645 krónur á kíló. Í þeim tilvikum að MS kaupi undanrennuduft af sér sjálfri er hærri talan lögð til grundvallar. (Leiða má að því líkur að framleiðslukostnaður undanrennudufts sé nálægt 700 krónum á kíló.)Skyrinu slett í USA Fyrirsjáanlegt tap MS af því að flytja hvert kíló undanrennudufts til Bandaríkjanna er um 300 krónur á kíló. Þá á eftir að fjármagna tæki og markaðssetningu sem hleypur á milljónum dollara. Yfirgnæfandi líkur eru á að MS þyrfti að leggja fé til skyrframleiðslunnar í USA í stað þess að hafa tekjur af þeirri framleiðslu. Þegar til lengri tíma er litið eru aðeins tvær leiðir fyrir MS til að fjármagna slíkan taprekstur: annaðhvort með því að lækka verð til bænda eða með því að hækka verð á mjólkurvörum til neytenda. Lauslega áætlað tap hleypur á tugum til hundraða milljóna króna á ári. Ætli reynslan kenni ekki að neytendur muni sitja uppi með reikninginn fyrir skyraustur MS í USA ef af verður? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 24. janúar sl. er sagt frá því að Mjólkursamsalan hafi uppi áætlanir um að framleiða skyr í Bandaríkjum Norður-Ameríku og nota til þess íslenskt undanrennuduft.Útflutningsverð Á fundi Félags kúabænda á Suðurlandi 3/10/2012 upplýsti forstjóri MS félagsmenn um að útflutt undanrennuduft væri selt á heimsmarkaðsverði en undanrenna flutt út í formi skyrs til Norðurlanda skilaði allt að 50% hærra verði. Við fyrstu sýn virðist því skynsamlegt frá sjónarhóli MS að auka skyrútflutning og draga úr útflutningi undanrennudufts. Heimsmarkaðsverð á undanrennudufti er nú óvenju hátt eða um 3.400 til 3.500 evrur á tonnið. Meðalverð á árinu 2013 var um 3.000 evrur tonnið eða um 530 krónur á kílóið. Verð í USA virðist heldur lægra en Evrópuverð. Af undanrennudufti sem flutt er til USA þarf að borga 10-15% toll. Skilaverð á undanrennudufti sem MS flytti út til USA og seldi á búvörumarkaði þar væri því um 420 krónur á kílóið. Aðstæður á markaði fyrir skyr á Bandaríkjamarkaði eru talsvert aðrar en á Norðurlöndum. Á Norðurlöndum situr MS og samstarfsaðilar ein að markaðnum og geta hagað verðlagningu skyrs í samræmi við þá staðreynd. Í Bandaríkjunum er fyrir framleiðandi sem framleiðir skyr úr bandarísku hráefni og dreifir til smásöluaðila. Vegna þessarar samkeppni getur MS ekki reiknað með að verð á undanrennu í formi skyrs á Bandaríkjamarkaði verði hærra en verð á undanrennu í duftformi, þ.e.a.s. að skilaverð til Íslands verði ríflega 400 krónur á kílóið af undanrennudufti.Innanlandsverð Verðlagsnefnd búvöru ákvarðar heildsöluverð á undanrennudufti. Mjólkurvöruframleiðendur (hugsanlegir samkeppnisaðilar MS) fá undanrennuduft á 758 krónur á kíló, aðrir matvælaframleiðendur fá undanrennuduftið á 645 krónur á kíló. Í þeim tilvikum að MS kaupi undanrennuduft af sér sjálfri er hærri talan lögð til grundvallar. (Leiða má að því líkur að framleiðslukostnaður undanrennudufts sé nálægt 700 krónum á kíló.)Skyrinu slett í USA Fyrirsjáanlegt tap MS af því að flytja hvert kíló undanrennudufts til Bandaríkjanna er um 300 krónur á kíló. Þá á eftir að fjármagna tæki og markaðssetningu sem hleypur á milljónum dollara. Yfirgnæfandi líkur eru á að MS þyrfti að leggja fé til skyrframleiðslunnar í USA í stað þess að hafa tekjur af þeirri framleiðslu. Þegar til lengri tíma er litið eru aðeins tvær leiðir fyrir MS til að fjármagna slíkan taprekstur: annaðhvort með því að lækka verð til bænda eða með því að hækka verð á mjólkurvörum til neytenda. Lauslega áætlað tap hleypur á tugum til hundraða milljóna króna á ári. Ætli reynslan kenni ekki að neytendur muni sitja uppi með reikninginn fyrir skyraustur MS í USA ef af verður?
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun