Fjármögnun þjóðgarðs; er náttúrupassi rétta leiðin? Snorri Baldursson skrifar 30. janúar 2014 06:00 Sem þjóðgarðsvörður hef ég velt vöngum yfir því hvernig fjármagna megi uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs svo að hann geti tekið sómasamlega á móti gestum sínum. Þjóðgarðurinn varð fimm ára sl. vor og spannar nú um 13.920 km2 lands. Frá stofnun hefur verið unnið að uppbyggingu innviða, merkingu aðkomuleiða og staða og gerð fræðsluefnis. Af stórum framkvæmdum sem lokið er má nefna byggingu Snæfellsstofu á Skriðuklaustri, byggingu landvarðabústaðar og ferðamannaaðstöðu við Lakagíga og opnun gestastofu í Gömlubúð á Höfn í Hornafirði. Einstakt samspil elds og íss skapar Vatnajökulsþjóðgarði mikla sérstöðu á heimsvísu og bráðnun jökulsins vitnar um hlýnun jarðar. Þjóðgarðurinn hefur því alla burði til að verða meðal hinna eftirsóttustu, hvort sem er vegna náttúruupplifunar eða sýnikennslu í loftslagsbreytingum. Forsenda árangurs er þó áframhaldandi uppbygging innviða og mannauðs. Af dýrum framkvæmdum sem ólokið er má nefna byggingu tveggja gestastofa, nokkurra landvarðabústaða og ferðamannaaðstöðu við Dettifoss, smíði fjölda göngubrúa yfir erfiðar jökulár, auk viðhalds á víðfeðmu stígakerfi þjóðgarðsins. Nauðsynlegar, fyrirsjáanlegar framkvæmdir kosta að lágmarki þrjá milljarða króna. Verulegur niðurskurður á framkvæmdafé og niðurfelling framlags til byggingar gestastofu þjóðgarðsins á Kirkjubæjarklaustri bendir ekki til þess að núverandi ríkisstjórn líti á uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs sem forgangsmál, með núverandi framkvæmdafé tekur hún 30–35 ár.Eftirlitskerfi Því eru góð ráð dýr. Mér fannst hugmyndin um skyldubundinn náttúrupassa góð við fyrstu skoðun því ógerlegt er að setja gjaldtökuhlið á allar hinar fjölmörgu heimreiðar að þjóðgarðinum. Ég er nú orðinn afhuga þessari leið og tel aðrar einfaldari og betri. Ástæðan er fyrst og fremst sú að náttúrupassi veitir sérréttindi og krefst því eftirlitskerfis á vettvangi. Sumum kann að virðast upplagt að landverðir taki að sér eftirlit með náttúrupassa því þeir þurfi hvort sem er að hafa eftirlit með því að settum reglum sé framfylgt. Aðalhlutverk landvarða er þó að bjóða gesti velkomna, aðstoða og fræða um náttúru og menningu viðkomandi svæða. Verði náttúrupassi tekinn upp og landvörðum falið eftirlitið er hætt við að mikill tími þeirra fari í argaþras um passa og ráðstafananir ef viðkomandi er passalaus. Hvað á að gera í þeim tilvikum? Á að veita landvörðum vald til að sekta fólk á staðnum? Hvaða áhrif hefði það á ímynd þeirra, þjálfun og starfskjör? Nú má vera að ég sé að mála skrattann á vegginn en ég ber umhyggju fyrir störfum landvarða og jákvæðri ímynd þeirra. Sé hugmynd yfirvalda sú að setja upp sérstakt eftirlitskerfi – ferðalögreglu – á vettvangi er líklegt að það éti upp drjúgan hluta teknanna.Engin ofrausn Hið opinbera fær nú um 17 milljarða króna árlega í hreinar skatttekjur af ferðamönnum. Það virðist engin ofrausn að setja t.d. 5% af þeim tekjum í sjóð til uppbyggingar ferðamannastaða. Vilji ríkið aukna gjaldheimtu af ferðamönnum má betrumbæta gistináttaskattkerfið sem var neingallað frá upphafi eða, eins og margar þjóðir gera, innheimta af þeim komu- og eða brottfarargjald. Tvö þúsund krónur á hvern ferðamann (ein máltíð) færi langt með að fjármagna uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs á einu ári! Gjaldið legðist jafnt á alla ferðamenn, líka ráðstefnugesti, borgarferðamenn og farþega skemmtiferðaskipa. Einstök náttúra er helsta aðdráttarafl Íslands og hún er yfir og allt um kring, ekki bara á vinsælum ferðamannastöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Sem þjóðgarðsvörður hef ég velt vöngum yfir því hvernig fjármagna megi uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs svo að hann geti tekið sómasamlega á móti gestum sínum. Þjóðgarðurinn varð fimm ára sl. vor og spannar nú um 13.920 km2 lands. Frá stofnun hefur verið unnið að uppbyggingu innviða, merkingu aðkomuleiða og staða og gerð fræðsluefnis. Af stórum framkvæmdum sem lokið er má nefna byggingu Snæfellsstofu á Skriðuklaustri, byggingu landvarðabústaðar og ferðamannaaðstöðu við Lakagíga og opnun gestastofu í Gömlubúð á Höfn í Hornafirði. Einstakt samspil elds og íss skapar Vatnajökulsþjóðgarði mikla sérstöðu á heimsvísu og bráðnun jökulsins vitnar um hlýnun jarðar. Þjóðgarðurinn hefur því alla burði til að verða meðal hinna eftirsóttustu, hvort sem er vegna náttúruupplifunar eða sýnikennslu í loftslagsbreytingum. Forsenda árangurs er þó áframhaldandi uppbygging innviða og mannauðs. Af dýrum framkvæmdum sem ólokið er má nefna byggingu tveggja gestastofa, nokkurra landvarðabústaða og ferðamannaaðstöðu við Dettifoss, smíði fjölda göngubrúa yfir erfiðar jökulár, auk viðhalds á víðfeðmu stígakerfi þjóðgarðsins. Nauðsynlegar, fyrirsjáanlegar framkvæmdir kosta að lágmarki þrjá milljarða króna. Verulegur niðurskurður á framkvæmdafé og niðurfelling framlags til byggingar gestastofu þjóðgarðsins á Kirkjubæjarklaustri bendir ekki til þess að núverandi ríkisstjórn líti á uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs sem forgangsmál, með núverandi framkvæmdafé tekur hún 30–35 ár.Eftirlitskerfi Því eru góð ráð dýr. Mér fannst hugmyndin um skyldubundinn náttúrupassa góð við fyrstu skoðun því ógerlegt er að setja gjaldtökuhlið á allar hinar fjölmörgu heimreiðar að þjóðgarðinum. Ég er nú orðinn afhuga þessari leið og tel aðrar einfaldari og betri. Ástæðan er fyrst og fremst sú að náttúrupassi veitir sérréttindi og krefst því eftirlitskerfis á vettvangi. Sumum kann að virðast upplagt að landverðir taki að sér eftirlit með náttúrupassa því þeir þurfi hvort sem er að hafa eftirlit með því að settum reglum sé framfylgt. Aðalhlutverk landvarða er þó að bjóða gesti velkomna, aðstoða og fræða um náttúru og menningu viðkomandi svæða. Verði náttúrupassi tekinn upp og landvörðum falið eftirlitið er hætt við að mikill tími þeirra fari í argaþras um passa og ráðstafananir ef viðkomandi er passalaus. Hvað á að gera í þeim tilvikum? Á að veita landvörðum vald til að sekta fólk á staðnum? Hvaða áhrif hefði það á ímynd þeirra, þjálfun og starfskjör? Nú má vera að ég sé að mála skrattann á vegginn en ég ber umhyggju fyrir störfum landvarða og jákvæðri ímynd þeirra. Sé hugmynd yfirvalda sú að setja upp sérstakt eftirlitskerfi – ferðalögreglu – á vettvangi er líklegt að það éti upp drjúgan hluta teknanna.Engin ofrausn Hið opinbera fær nú um 17 milljarða króna árlega í hreinar skatttekjur af ferðamönnum. Það virðist engin ofrausn að setja t.d. 5% af þeim tekjum í sjóð til uppbyggingar ferðamannastaða. Vilji ríkið aukna gjaldheimtu af ferðamönnum má betrumbæta gistináttaskattkerfið sem var neingallað frá upphafi eða, eins og margar þjóðir gera, innheimta af þeim komu- og eða brottfarargjald. Tvö þúsund krónur á hvern ferðamann (ein máltíð) færi langt með að fjármagna uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs á einu ári! Gjaldið legðist jafnt á alla ferðamenn, líka ráðstefnugesti, borgarferðamenn og farþega skemmtiferðaskipa. Einstök náttúra er helsta aðdráttarafl Íslands og hún er yfir og allt um kring, ekki bara á vinsælum ferðamannastöðum.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun