Fjármögnun þjóðgarðs; er náttúrupassi rétta leiðin? Snorri Baldursson skrifar 30. janúar 2014 06:00 Sem þjóðgarðsvörður hef ég velt vöngum yfir því hvernig fjármagna megi uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs svo að hann geti tekið sómasamlega á móti gestum sínum. Þjóðgarðurinn varð fimm ára sl. vor og spannar nú um 13.920 km2 lands. Frá stofnun hefur verið unnið að uppbyggingu innviða, merkingu aðkomuleiða og staða og gerð fræðsluefnis. Af stórum framkvæmdum sem lokið er má nefna byggingu Snæfellsstofu á Skriðuklaustri, byggingu landvarðabústaðar og ferðamannaaðstöðu við Lakagíga og opnun gestastofu í Gömlubúð á Höfn í Hornafirði. Einstakt samspil elds og íss skapar Vatnajökulsþjóðgarði mikla sérstöðu á heimsvísu og bráðnun jökulsins vitnar um hlýnun jarðar. Þjóðgarðurinn hefur því alla burði til að verða meðal hinna eftirsóttustu, hvort sem er vegna náttúruupplifunar eða sýnikennslu í loftslagsbreytingum. Forsenda árangurs er þó áframhaldandi uppbygging innviða og mannauðs. Af dýrum framkvæmdum sem ólokið er má nefna byggingu tveggja gestastofa, nokkurra landvarðabústaða og ferðamannaaðstöðu við Dettifoss, smíði fjölda göngubrúa yfir erfiðar jökulár, auk viðhalds á víðfeðmu stígakerfi þjóðgarðsins. Nauðsynlegar, fyrirsjáanlegar framkvæmdir kosta að lágmarki þrjá milljarða króna. Verulegur niðurskurður á framkvæmdafé og niðurfelling framlags til byggingar gestastofu þjóðgarðsins á Kirkjubæjarklaustri bendir ekki til þess að núverandi ríkisstjórn líti á uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs sem forgangsmál, með núverandi framkvæmdafé tekur hún 30–35 ár.Eftirlitskerfi Því eru góð ráð dýr. Mér fannst hugmyndin um skyldubundinn náttúrupassa góð við fyrstu skoðun því ógerlegt er að setja gjaldtökuhlið á allar hinar fjölmörgu heimreiðar að þjóðgarðinum. Ég er nú orðinn afhuga þessari leið og tel aðrar einfaldari og betri. Ástæðan er fyrst og fremst sú að náttúrupassi veitir sérréttindi og krefst því eftirlitskerfis á vettvangi. Sumum kann að virðast upplagt að landverðir taki að sér eftirlit með náttúrupassa því þeir þurfi hvort sem er að hafa eftirlit með því að settum reglum sé framfylgt. Aðalhlutverk landvarða er þó að bjóða gesti velkomna, aðstoða og fræða um náttúru og menningu viðkomandi svæða. Verði náttúrupassi tekinn upp og landvörðum falið eftirlitið er hætt við að mikill tími þeirra fari í argaþras um passa og ráðstafananir ef viðkomandi er passalaus. Hvað á að gera í þeim tilvikum? Á að veita landvörðum vald til að sekta fólk á staðnum? Hvaða áhrif hefði það á ímynd þeirra, þjálfun og starfskjör? Nú má vera að ég sé að mála skrattann á vegginn en ég ber umhyggju fyrir störfum landvarða og jákvæðri ímynd þeirra. Sé hugmynd yfirvalda sú að setja upp sérstakt eftirlitskerfi – ferðalögreglu – á vettvangi er líklegt að það éti upp drjúgan hluta teknanna.Engin ofrausn Hið opinbera fær nú um 17 milljarða króna árlega í hreinar skatttekjur af ferðamönnum. Það virðist engin ofrausn að setja t.d. 5% af þeim tekjum í sjóð til uppbyggingar ferðamannastaða. Vilji ríkið aukna gjaldheimtu af ferðamönnum má betrumbæta gistináttaskattkerfið sem var neingallað frá upphafi eða, eins og margar þjóðir gera, innheimta af þeim komu- og eða brottfarargjald. Tvö þúsund krónur á hvern ferðamann (ein máltíð) færi langt með að fjármagna uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs á einu ári! Gjaldið legðist jafnt á alla ferðamenn, líka ráðstefnugesti, borgarferðamenn og farþega skemmtiferðaskipa. Einstök náttúra er helsta aðdráttarafl Íslands og hún er yfir og allt um kring, ekki bara á vinsælum ferðamannastöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Sem þjóðgarðsvörður hef ég velt vöngum yfir því hvernig fjármagna megi uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs svo að hann geti tekið sómasamlega á móti gestum sínum. Þjóðgarðurinn varð fimm ára sl. vor og spannar nú um 13.920 km2 lands. Frá stofnun hefur verið unnið að uppbyggingu innviða, merkingu aðkomuleiða og staða og gerð fræðsluefnis. Af stórum framkvæmdum sem lokið er má nefna byggingu Snæfellsstofu á Skriðuklaustri, byggingu landvarðabústaðar og ferðamannaaðstöðu við Lakagíga og opnun gestastofu í Gömlubúð á Höfn í Hornafirði. Einstakt samspil elds og íss skapar Vatnajökulsþjóðgarði mikla sérstöðu á heimsvísu og bráðnun jökulsins vitnar um hlýnun jarðar. Þjóðgarðurinn hefur því alla burði til að verða meðal hinna eftirsóttustu, hvort sem er vegna náttúruupplifunar eða sýnikennslu í loftslagsbreytingum. Forsenda árangurs er þó áframhaldandi uppbygging innviða og mannauðs. Af dýrum framkvæmdum sem ólokið er má nefna byggingu tveggja gestastofa, nokkurra landvarðabústaða og ferðamannaaðstöðu við Dettifoss, smíði fjölda göngubrúa yfir erfiðar jökulár, auk viðhalds á víðfeðmu stígakerfi þjóðgarðsins. Nauðsynlegar, fyrirsjáanlegar framkvæmdir kosta að lágmarki þrjá milljarða króna. Verulegur niðurskurður á framkvæmdafé og niðurfelling framlags til byggingar gestastofu þjóðgarðsins á Kirkjubæjarklaustri bendir ekki til þess að núverandi ríkisstjórn líti á uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs sem forgangsmál, með núverandi framkvæmdafé tekur hún 30–35 ár.Eftirlitskerfi Því eru góð ráð dýr. Mér fannst hugmyndin um skyldubundinn náttúrupassa góð við fyrstu skoðun því ógerlegt er að setja gjaldtökuhlið á allar hinar fjölmörgu heimreiðar að þjóðgarðinum. Ég er nú orðinn afhuga þessari leið og tel aðrar einfaldari og betri. Ástæðan er fyrst og fremst sú að náttúrupassi veitir sérréttindi og krefst því eftirlitskerfis á vettvangi. Sumum kann að virðast upplagt að landverðir taki að sér eftirlit með náttúrupassa því þeir þurfi hvort sem er að hafa eftirlit með því að settum reglum sé framfylgt. Aðalhlutverk landvarða er þó að bjóða gesti velkomna, aðstoða og fræða um náttúru og menningu viðkomandi svæða. Verði náttúrupassi tekinn upp og landvörðum falið eftirlitið er hætt við að mikill tími þeirra fari í argaþras um passa og ráðstafananir ef viðkomandi er passalaus. Hvað á að gera í þeim tilvikum? Á að veita landvörðum vald til að sekta fólk á staðnum? Hvaða áhrif hefði það á ímynd þeirra, þjálfun og starfskjör? Nú má vera að ég sé að mála skrattann á vegginn en ég ber umhyggju fyrir störfum landvarða og jákvæðri ímynd þeirra. Sé hugmynd yfirvalda sú að setja upp sérstakt eftirlitskerfi – ferðalögreglu – á vettvangi er líklegt að það éti upp drjúgan hluta teknanna.Engin ofrausn Hið opinbera fær nú um 17 milljarða króna árlega í hreinar skatttekjur af ferðamönnum. Það virðist engin ofrausn að setja t.d. 5% af þeim tekjum í sjóð til uppbyggingar ferðamannastaða. Vilji ríkið aukna gjaldheimtu af ferðamönnum má betrumbæta gistináttaskattkerfið sem var neingallað frá upphafi eða, eins og margar þjóðir gera, innheimta af þeim komu- og eða brottfarargjald. Tvö þúsund krónur á hvern ferðamann (ein máltíð) færi langt með að fjármagna uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs á einu ári! Gjaldið legðist jafnt á alla ferðamenn, líka ráðstefnugesti, borgarferðamenn og farþega skemmtiferðaskipa. Einstök náttúra er helsta aðdráttarafl Íslands og hún er yfir og allt um kring, ekki bara á vinsælum ferðamannastöðum.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun