Fjármögnun þjóðgarðs; er náttúrupassi rétta leiðin? Snorri Baldursson skrifar 30. janúar 2014 06:00 Sem þjóðgarðsvörður hef ég velt vöngum yfir því hvernig fjármagna megi uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs svo að hann geti tekið sómasamlega á móti gestum sínum. Þjóðgarðurinn varð fimm ára sl. vor og spannar nú um 13.920 km2 lands. Frá stofnun hefur verið unnið að uppbyggingu innviða, merkingu aðkomuleiða og staða og gerð fræðsluefnis. Af stórum framkvæmdum sem lokið er má nefna byggingu Snæfellsstofu á Skriðuklaustri, byggingu landvarðabústaðar og ferðamannaaðstöðu við Lakagíga og opnun gestastofu í Gömlubúð á Höfn í Hornafirði. Einstakt samspil elds og íss skapar Vatnajökulsþjóðgarði mikla sérstöðu á heimsvísu og bráðnun jökulsins vitnar um hlýnun jarðar. Þjóðgarðurinn hefur því alla burði til að verða meðal hinna eftirsóttustu, hvort sem er vegna náttúruupplifunar eða sýnikennslu í loftslagsbreytingum. Forsenda árangurs er þó áframhaldandi uppbygging innviða og mannauðs. Af dýrum framkvæmdum sem ólokið er má nefna byggingu tveggja gestastofa, nokkurra landvarðabústaða og ferðamannaaðstöðu við Dettifoss, smíði fjölda göngubrúa yfir erfiðar jökulár, auk viðhalds á víðfeðmu stígakerfi þjóðgarðsins. Nauðsynlegar, fyrirsjáanlegar framkvæmdir kosta að lágmarki þrjá milljarða króna. Verulegur niðurskurður á framkvæmdafé og niðurfelling framlags til byggingar gestastofu þjóðgarðsins á Kirkjubæjarklaustri bendir ekki til þess að núverandi ríkisstjórn líti á uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs sem forgangsmál, með núverandi framkvæmdafé tekur hún 30–35 ár.Eftirlitskerfi Því eru góð ráð dýr. Mér fannst hugmyndin um skyldubundinn náttúrupassa góð við fyrstu skoðun því ógerlegt er að setja gjaldtökuhlið á allar hinar fjölmörgu heimreiðar að þjóðgarðinum. Ég er nú orðinn afhuga þessari leið og tel aðrar einfaldari og betri. Ástæðan er fyrst og fremst sú að náttúrupassi veitir sérréttindi og krefst því eftirlitskerfis á vettvangi. Sumum kann að virðast upplagt að landverðir taki að sér eftirlit með náttúrupassa því þeir þurfi hvort sem er að hafa eftirlit með því að settum reglum sé framfylgt. Aðalhlutverk landvarða er þó að bjóða gesti velkomna, aðstoða og fræða um náttúru og menningu viðkomandi svæða. Verði náttúrupassi tekinn upp og landvörðum falið eftirlitið er hætt við að mikill tími þeirra fari í argaþras um passa og ráðstafananir ef viðkomandi er passalaus. Hvað á að gera í þeim tilvikum? Á að veita landvörðum vald til að sekta fólk á staðnum? Hvaða áhrif hefði það á ímynd þeirra, þjálfun og starfskjör? Nú má vera að ég sé að mála skrattann á vegginn en ég ber umhyggju fyrir störfum landvarða og jákvæðri ímynd þeirra. Sé hugmynd yfirvalda sú að setja upp sérstakt eftirlitskerfi – ferðalögreglu – á vettvangi er líklegt að það éti upp drjúgan hluta teknanna.Engin ofrausn Hið opinbera fær nú um 17 milljarða króna árlega í hreinar skatttekjur af ferðamönnum. Það virðist engin ofrausn að setja t.d. 5% af þeim tekjum í sjóð til uppbyggingar ferðamannastaða. Vilji ríkið aukna gjaldheimtu af ferðamönnum má betrumbæta gistináttaskattkerfið sem var neingallað frá upphafi eða, eins og margar þjóðir gera, innheimta af þeim komu- og eða brottfarargjald. Tvö þúsund krónur á hvern ferðamann (ein máltíð) færi langt með að fjármagna uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs á einu ári! Gjaldið legðist jafnt á alla ferðamenn, líka ráðstefnugesti, borgarferðamenn og farþega skemmtiferðaskipa. Einstök náttúra er helsta aðdráttarafl Íslands og hún er yfir og allt um kring, ekki bara á vinsælum ferðamannastöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sem þjóðgarðsvörður hef ég velt vöngum yfir því hvernig fjármagna megi uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs svo að hann geti tekið sómasamlega á móti gestum sínum. Þjóðgarðurinn varð fimm ára sl. vor og spannar nú um 13.920 km2 lands. Frá stofnun hefur verið unnið að uppbyggingu innviða, merkingu aðkomuleiða og staða og gerð fræðsluefnis. Af stórum framkvæmdum sem lokið er má nefna byggingu Snæfellsstofu á Skriðuklaustri, byggingu landvarðabústaðar og ferðamannaaðstöðu við Lakagíga og opnun gestastofu í Gömlubúð á Höfn í Hornafirði. Einstakt samspil elds og íss skapar Vatnajökulsþjóðgarði mikla sérstöðu á heimsvísu og bráðnun jökulsins vitnar um hlýnun jarðar. Þjóðgarðurinn hefur því alla burði til að verða meðal hinna eftirsóttustu, hvort sem er vegna náttúruupplifunar eða sýnikennslu í loftslagsbreytingum. Forsenda árangurs er þó áframhaldandi uppbygging innviða og mannauðs. Af dýrum framkvæmdum sem ólokið er má nefna byggingu tveggja gestastofa, nokkurra landvarðabústaða og ferðamannaaðstöðu við Dettifoss, smíði fjölda göngubrúa yfir erfiðar jökulár, auk viðhalds á víðfeðmu stígakerfi þjóðgarðsins. Nauðsynlegar, fyrirsjáanlegar framkvæmdir kosta að lágmarki þrjá milljarða króna. Verulegur niðurskurður á framkvæmdafé og niðurfelling framlags til byggingar gestastofu þjóðgarðsins á Kirkjubæjarklaustri bendir ekki til þess að núverandi ríkisstjórn líti á uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs sem forgangsmál, með núverandi framkvæmdafé tekur hún 30–35 ár.Eftirlitskerfi Því eru góð ráð dýr. Mér fannst hugmyndin um skyldubundinn náttúrupassa góð við fyrstu skoðun því ógerlegt er að setja gjaldtökuhlið á allar hinar fjölmörgu heimreiðar að þjóðgarðinum. Ég er nú orðinn afhuga þessari leið og tel aðrar einfaldari og betri. Ástæðan er fyrst og fremst sú að náttúrupassi veitir sérréttindi og krefst því eftirlitskerfis á vettvangi. Sumum kann að virðast upplagt að landverðir taki að sér eftirlit með náttúrupassa því þeir þurfi hvort sem er að hafa eftirlit með því að settum reglum sé framfylgt. Aðalhlutverk landvarða er þó að bjóða gesti velkomna, aðstoða og fræða um náttúru og menningu viðkomandi svæða. Verði náttúrupassi tekinn upp og landvörðum falið eftirlitið er hætt við að mikill tími þeirra fari í argaþras um passa og ráðstafananir ef viðkomandi er passalaus. Hvað á að gera í þeim tilvikum? Á að veita landvörðum vald til að sekta fólk á staðnum? Hvaða áhrif hefði það á ímynd þeirra, þjálfun og starfskjör? Nú má vera að ég sé að mála skrattann á vegginn en ég ber umhyggju fyrir störfum landvarða og jákvæðri ímynd þeirra. Sé hugmynd yfirvalda sú að setja upp sérstakt eftirlitskerfi – ferðalögreglu – á vettvangi er líklegt að það éti upp drjúgan hluta teknanna.Engin ofrausn Hið opinbera fær nú um 17 milljarða króna árlega í hreinar skatttekjur af ferðamönnum. Það virðist engin ofrausn að setja t.d. 5% af þeim tekjum í sjóð til uppbyggingar ferðamannastaða. Vilji ríkið aukna gjaldheimtu af ferðamönnum má betrumbæta gistináttaskattkerfið sem var neingallað frá upphafi eða, eins og margar þjóðir gera, innheimta af þeim komu- og eða brottfarargjald. Tvö þúsund krónur á hvern ferðamann (ein máltíð) færi langt með að fjármagna uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs á einu ári! Gjaldið legðist jafnt á alla ferðamenn, líka ráðstefnugesti, borgarferðamenn og farþega skemmtiferðaskipa. Einstök náttúra er helsta aðdráttarafl Íslands og hún er yfir og allt um kring, ekki bara á vinsælum ferðamannastöðum.
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun