Tímabilið eftir fæðingarorlof og fram að leikskóla – lausnir Dóra Magnúsdóttir skrifar 30. janúar 2014 06:00 Flestum foreldrum ungra barna er það léttir þegar barninu er boðið pláss á leikskóla og dagmömmustiginu svokallaða lýkur. Sumir eiga í litlum vandræðum með að finna dagmömmu, finna hana í hverfinu meðan aðrir skottast borgarhverfa á milli og enn aðrir fá einfaldlega ekki dagmömmu. Það er margt sem gerir þetta tímabil erfitt en mikilvægt er að foreldrar hafi val þegar kemur að vistun ungra barna. Ég legg til að þrjár lausnir verði í boði í framtíðinni: Í ljósi þess að margir eru sáttir við fyrirkomulagið eins og það er finnst mér ástæða til að einn af þremur valkostum fyrir útivinnandi foreldra yngstu barnanna verði óbreytt ástand. Ungbarnaleikskóli er góður valkostur en ljóst er að um dýra lausn er að ræða. Hér tek ég ekki afstöðu um það hvort borgin eigi að greiða þann kostnað að fullu eða hvort valkvæður ungbarnaleikskóli verði einfaldlega dýrari valkostur fyrir foreldra en dagmæður. Talað hefur verið um að eitt pláss ungs barns á slíkum leikskóla kosti borgarbúa helmingi meira en hvert pláss hjá dagmömmu. Mögulega er hægt að skoða leiðir til að lækka þennan kostnað án þess að ganga á gæði og öryggi þjónustunnar? Mín skoðun er alla vega sú að ungbarnaleikskóli eigi að vera valkostur í framtíðinni fyrir foreldra ungra barna þar til að hefðbundni leikskólinn tekur við. Hinsvegar er erfitt að hnika kerfinu þannig að ungbarnaleikskólar taki við af sjálfstætt starfandi dagmömmum í einu vetfangi. Þriðja lausnin gæti leyst þennan vanda.Borgardagmömmur Þessu fyrirkomulagi kynntist ég þegar ég bjó í Danmörku. Dóttir mín var í vistun hjá dagmóður sem vann heima hjá sér en var jafnframt starfsmaður sveitarfélagsins. Þarna kynntist ég stoltum hópi dagmæðra sem höfðu lengi unnið sem slíkar og höfðu mikinn metnað fyrir starfinu og litu ekki á það sem tímabundna lausn meðan ekkert skárra væri í boði; sem því miður er viðhorf sem ég hef kynnst. Kostirnir í þessu fyrirkomulagi eru m.a. þeir að dagmæður væru launþegar og nytu réttinda sem slíkir. Borgardagmömmur hefðu aðgang að starfsmannafélagi og öðrum hlunnindum s.s. sumarbústöðum, styrkjum af ýmsu tagi auk þess sem orlofsmál eru einfaldari hjá launþegum. Félagslegt net þessara dagmæðra var þétt. Þeim bauðst endurmenntun og starfsþróun af ýmsu tagi og konur á tilteknu svæði unnu saman og mynduðu með sér samstarfsnet. Þær hittust reglulega og fóru saman í stuttar ferðir með börnin. Þannig gátu þær leitað til hvor annarrar sem vinnufélaga og áttu ekki á hættu að einangrast eins og getur auðveldlega gerst hjá sjálfstætt starfandi dagmæðrum.Kostirnir meiri Kostirnir fyrir foreldrana voru einnig meiri í þessu kerfi, einkum vegna þess að í hverjum hópi barna hjá dagmömmu hafði hvert barn aukadagmömmu sem foreldrarnir leituðu til ef dagmóðirin forfallaðist. Þetta fyrirkomulag einfaldaði málin verulega þegar dagmóðirin forfallaðist og fóru þau fjögur börn sem hún sá um til fjögurra annarra vara-dagmæðra sem tóku tímabundið að sér eitt barn til að hlaupa undir bagga með þeirri sem forfallaðist. Þessar auka-dagmæður voru konur sem störfuðu saman í félagshóp og hittu börnin reglulega. Þetta fyrirkomulag gerði einnig dagmæðrunum auðveldara fyrir að taka sér frí. Gjaldskráin í þessu kerfi er einfaldari og eftirlit með starfseminni skilvirkara. Ég legg til að skoðað verði að foreldrar hafi þessa þrjá valkosti þegar kemur að þessu tímabili sem mörgum hefur reynst erfitt. Ég sækist eftir fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík og mun vinna þessu máli brautargengi hljóti ég kosningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Flestum foreldrum ungra barna er það léttir þegar barninu er boðið pláss á leikskóla og dagmömmustiginu svokallaða lýkur. Sumir eiga í litlum vandræðum með að finna dagmömmu, finna hana í hverfinu meðan aðrir skottast borgarhverfa á milli og enn aðrir fá einfaldlega ekki dagmömmu. Það er margt sem gerir þetta tímabil erfitt en mikilvægt er að foreldrar hafi val þegar kemur að vistun ungra barna. Ég legg til að þrjár lausnir verði í boði í framtíðinni: Í ljósi þess að margir eru sáttir við fyrirkomulagið eins og það er finnst mér ástæða til að einn af þremur valkostum fyrir útivinnandi foreldra yngstu barnanna verði óbreytt ástand. Ungbarnaleikskóli er góður valkostur en ljóst er að um dýra lausn er að ræða. Hér tek ég ekki afstöðu um það hvort borgin eigi að greiða þann kostnað að fullu eða hvort valkvæður ungbarnaleikskóli verði einfaldlega dýrari valkostur fyrir foreldra en dagmæður. Talað hefur verið um að eitt pláss ungs barns á slíkum leikskóla kosti borgarbúa helmingi meira en hvert pláss hjá dagmömmu. Mögulega er hægt að skoða leiðir til að lækka þennan kostnað án þess að ganga á gæði og öryggi þjónustunnar? Mín skoðun er alla vega sú að ungbarnaleikskóli eigi að vera valkostur í framtíðinni fyrir foreldra ungra barna þar til að hefðbundni leikskólinn tekur við. Hinsvegar er erfitt að hnika kerfinu þannig að ungbarnaleikskólar taki við af sjálfstætt starfandi dagmömmum í einu vetfangi. Þriðja lausnin gæti leyst þennan vanda.Borgardagmömmur Þessu fyrirkomulagi kynntist ég þegar ég bjó í Danmörku. Dóttir mín var í vistun hjá dagmóður sem vann heima hjá sér en var jafnframt starfsmaður sveitarfélagsins. Þarna kynntist ég stoltum hópi dagmæðra sem höfðu lengi unnið sem slíkar og höfðu mikinn metnað fyrir starfinu og litu ekki á það sem tímabundna lausn meðan ekkert skárra væri í boði; sem því miður er viðhorf sem ég hef kynnst. Kostirnir í þessu fyrirkomulagi eru m.a. þeir að dagmæður væru launþegar og nytu réttinda sem slíkir. Borgardagmömmur hefðu aðgang að starfsmannafélagi og öðrum hlunnindum s.s. sumarbústöðum, styrkjum af ýmsu tagi auk þess sem orlofsmál eru einfaldari hjá launþegum. Félagslegt net þessara dagmæðra var þétt. Þeim bauðst endurmenntun og starfsþróun af ýmsu tagi og konur á tilteknu svæði unnu saman og mynduðu með sér samstarfsnet. Þær hittust reglulega og fóru saman í stuttar ferðir með börnin. Þannig gátu þær leitað til hvor annarrar sem vinnufélaga og áttu ekki á hættu að einangrast eins og getur auðveldlega gerst hjá sjálfstætt starfandi dagmæðrum.Kostirnir meiri Kostirnir fyrir foreldrana voru einnig meiri í þessu kerfi, einkum vegna þess að í hverjum hópi barna hjá dagmömmu hafði hvert barn aukadagmömmu sem foreldrarnir leituðu til ef dagmóðirin forfallaðist. Þetta fyrirkomulag einfaldaði málin verulega þegar dagmóðirin forfallaðist og fóru þau fjögur börn sem hún sá um til fjögurra annarra vara-dagmæðra sem tóku tímabundið að sér eitt barn til að hlaupa undir bagga með þeirri sem forfallaðist. Þessar auka-dagmæður voru konur sem störfuðu saman í félagshóp og hittu börnin reglulega. Þetta fyrirkomulag gerði einnig dagmæðrunum auðveldara fyrir að taka sér frí. Gjaldskráin í þessu kerfi er einfaldari og eftirlit með starfseminni skilvirkara. Ég legg til að skoðað verði að foreldrar hafi þessa þrjá valkosti þegar kemur að þessu tímabili sem mörgum hefur reynst erfitt. Ég sækist eftir fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík og mun vinna þessu máli brautargengi hljóti ég kosningu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun