Segja Þorstein ekki eiga Vatnsendaland Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 20. janúar 2014 11:00 Kópavogsbær telur að samkvæmt dómi Hæstaréttar eigi dánarbú Kristjáns Hjaltested Vatnsendaland. Landið er afar verðmætt byggingarland fyrir Kópavog. Fréttablaðið/Valli „Það er ekkert um þennan úrskurð að segja á þessu stigi málsins. Það eru engin komment frá mér,“ segir Þorsteinn Hjaltested á Vatnsenda. Þorsteinn hafði krafist þess fyrir dómi að Kópavogsbæ yrði gert að greiða honum um 6,9 milljarða króna með dráttarvöxtum frá 1. júní 2007 til greiðsludags auk málskostnaðar. Forsagan málsins er sú að Kópavogsbær tók eignarnámi 864 hektara úr jörðinni Vatnsenda árið 2007. Gerð var svokölluð „sáttagerð“ í málinu samkvæmt henni fékk Þorsteinn 2.250 milljónir króna fyrir landið. Þá átti Þorsteinn að fá 300 lóðir undir sérbýli á 35 hekturum jarðarinnar sem ekki voru teknir eignarnámi. Einnig átti hann að fá 11 prósent af öllum byggingarrétti fyrir íbúðarhús og atvinnuhúsnæði sem úthlutað yrði á svæðinu. Þorsteinn taldi að bærinn hefði ekki staðið við sáttagjörðina og krafðist bóta. Kópavogsbær krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi með þeim rökum Þorsteinn ætti ekki landið. Hæstiréttur hefði dæmt að í maí á síðasta ári að beinn eignarréttur á jörðinni væri en á hendi dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested en Sigurður var afi Þorsteins. Í úrskurði Héraðsdóms segir að því verði ekki slegið föstu hvort Þorsteinn eigi í raun fjárkröfu sem hann hefur uppi í málinu. Eins og málið liggi fyrir dómnum sé hvorki mögulegt að dæma stefnanda hina umkröfðu fjárhæð í heild eða að hluta, né sýkna stefnda af kröfum hans. Málið þykir vanreifað af hálfu Þorsteins og því beri að vísa því frá dómi og Þorsteini gert að greiða hálfa milljón í málskostnað. „Ef þetta verður endanleg niðurstaða þá eru þetta auðvitað mjög góð tíðindi fyrir Kópavogsbæ enda tekist á um gríðarlega háar fjárhæðir í málinu,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi. „Málið hefur verið fyrir dómi í tæp þrjú ár og hefur Kópavogsbær allt frá upphafi talið að kröfur stefnanda væru byggðar á afar veikum grunni. Deilur um Vatnsendaland Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
„Það er ekkert um þennan úrskurð að segja á þessu stigi málsins. Það eru engin komment frá mér,“ segir Þorsteinn Hjaltested á Vatnsenda. Þorsteinn hafði krafist þess fyrir dómi að Kópavogsbæ yrði gert að greiða honum um 6,9 milljarða króna með dráttarvöxtum frá 1. júní 2007 til greiðsludags auk málskostnaðar. Forsagan málsins er sú að Kópavogsbær tók eignarnámi 864 hektara úr jörðinni Vatnsenda árið 2007. Gerð var svokölluð „sáttagerð“ í málinu samkvæmt henni fékk Þorsteinn 2.250 milljónir króna fyrir landið. Þá átti Þorsteinn að fá 300 lóðir undir sérbýli á 35 hekturum jarðarinnar sem ekki voru teknir eignarnámi. Einnig átti hann að fá 11 prósent af öllum byggingarrétti fyrir íbúðarhús og atvinnuhúsnæði sem úthlutað yrði á svæðinu. Þorsteinn taldi að bærinn hefði ekki staðið við sáttagjörðina og krafðist bóta. Kópavogsbær krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi með þeim rökum Þorsteinn ætti ekki landið. Hæstiréttur hefði dæmt að í maí á síðasta ári að beinn eignarréttur á jörðinni væri en á hendi dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested en Sigurður var afi Þorsteins. Í úrskurði Héraðsdóms segir að því verði ekki slegið föstu hvort Þorsteinn eigi í raun fjárkröfu sem hann hefur uppi í málinu. Eins og málið liggi fyrir dómnum sé hvorki mögulegt að dæma stefnanda hina umkröfðu fjárhæð í heild eða að hluta, né sýkna stefnda af kröfum hans. Málið þykir vanreifað af hálfu Þorsteins og því beri að vísa því frá dómi og Þorsteini gert að greiða hálfa milljón í málskostnað. „Ef þetta verður endanleg niðurstaða þá eru þetta auðvitað mjög góð tíðindi fyrir Kópavogsbæ enda tekist á um gríðarlega háar fjárhæðir í málinu,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi. „Málið hefur verið fyrir dómi í tæp þrjú ár og hefur Kópavogsbær allt frá upphafi talið að kröfur stefnanda væru byggðar á afar veikum grunni.
Deilur um Vatnsendaland Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira