Flatari virðisaukaskatt Jón Steinsson skrifar 15. janúar 2014 06:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur boðað breytingar á virðisaukaskattskerfinu sem miða að því að hækka virðisaukaskatt á matvæli og aðrar vörur sem eru í lægsta skattþrepinu og lækka á móti hæsta skattþrepið. Bjarni talar einnig um að breikka skattstofninn – væntanlega með því að draga úr undanþágum – og einfalda kerfið. Ýmsir hafa mótmælt þessum fyrirætlunum. Mótmælin byggjast að mestu á því að hækkun matarskatts komi verr niður á lágtekjufólki þar sem matur vegur þyngra í heildarútgjöldum lágtekjufólks en þeirra sem hafa meira milli handanna. Vandinn við þessa röksemd er að lágur matarskattur er óhagkvæm leið til þess að bæta hag þeirra sem verst eru settir. Hækkun persónuafsláttarins eða lækkun lægri þrepa tekjuskattskerfisins eru hagkvæmari leiðir til þess að ná sama markmiði. Þeir sem bera hag lágtekjufólks fyrir brjósti eiga því ekki að mótmæla áformum Bjarna um að gera virðisaukaskattskerfið flatara. Þeir eiga þess í stað að þrýsta á hann að hækka persónuafsláttinn nægilega mikið til þess að tryggt sé að hagur lágtekjufólks versni ekki við breytingarnar.Sáralítill munur Neyslukönnun Hagstofunnar sýnir reyndar að sáralítill munur er á vægi þess varnings sem er í lægsta virðisaukaskattsþrepinu í neyslu mismunandi tekjuhópa. Vægi slíks varnings er 22,3% hjá þeim fjórðungi fólks sem hefur lægstar tekjur á meðan það er 21,4% að meðaltali. Tekjutilfærsluáhrif lágs matarskatts eru því hverfandi og hækkunin á persónuafslætti sem þyrfti til þess að vega upp þessi áhrif óveruleg. En af hverju er lágur matarskattur óhagkvæm leið til þess að bæta hag þeirra sem verst eru settir? Það er vegna þess að það er hagkvæmara að gera hluti beint en óbeint þegar kemur að sköttum. Ef tilgangurinn er að nota skattkerfið til þess að jafna tekjur er hagkvæmasta leiðin til þess að veita fólki beinan skattaafslátt (þ.e. hærri persónuafslátt) en ekki að reyna að gera það með því að lækka verðið á mat í samanburði við aðra vöru. Hátekjufólk eyðir mun fleiri krónum í mat en lágtekjufólk og fær því fleiri krónur í „skattafslátt“ en lágtekjufólk ef lágur matarskattur er notaður til þess að reyna að jafna tekjur fólks. Hátekjufólk fær vitaskuld líka persónuafslátt. En það fær þó einungis jafn margar krónur í persónuafslátt eins og lágtekjufólk. Persónuafsláttur er því hagkvæmari leið til þess að nota skattkerfið til tekjujöfnunar. Þessi rök eru ekki heimatilbúin af mér. Það var enginn annar en Joseph Stiglitz sem fyrstur sýndi fram á þessa niðurstöðu ásamt Anthony Atkinson í frægri grein árið 1976. Já, en hvað með þá sem eru með allra lægstu tekjurnar og greiða því nú þegar engan skatt? Hærri persónuafsláttur gagnast því fólki ekki en hærri matarskattur myndi skerða kjör þess. Mikið rétt. Gera þyrfti sérstakar ráðstafanir til þess að bæta upp þessa breytingu þegar kemur að þeim allra verst settu. Það mætti gera með því að hækka bætur eða með því að greiða fólki út ónýttan persónuafslátt (hugmynd sem Milton Friedman talaði fyrir á sínum tíma).Skattar á mat hækkaðir En myndi hækkun matarskattsins ekki hækka vísitölu neysluverðs og þannig hækka verðtryggð húsnæðislán? Nei! Minn skilningur á hugmyndum Bjarna er að þær muni ekki hafa nein nettó áhrifa á skatttekjur. Skattar á mat verða hækkaðir. En skattar á aðrar vörur lækkaðir. Heildaráhrifin á vísitölu neysluverðs ættu því að vera engin. Á Íslandi er nokkuð almenn pólitísk samstaða um að ríkið eigi að reka viðamikið velferðarkerfi. Slíkt velferðarkerfi er dýrt og það er aðalástæða þess að skattar eru háir á Íslandi. En einmitt vegna þess hvað skattar eru háir á Íslandi er sérstaklega mikilvægt að þeir skattar sem lagðir eru á valdi ekki meiri óhagkvæmni en þörf krefur. Með öðrum orðum, það er sérstaklega mikilvægt að skattkerfið sé þó eins hagkvæmt og unnt er. Lágur virðisaukaskattur á matvæli er úrelt hugmynd sem veldur óþarfa óhagkvæmni í skattkerfinu. Í hagkvæmu skattkerfi er virðisaukaskattur flatur og markmiðum um tekjutilfærslu er náð með persónuafslætti og þrepaskiptu tekjuskattskerfi. Ég óska Bjarna Benediktssyni góðs gengis við að hrinda í framkvæmd þeim breytingum á virðisaukaskattskerfinu sem hann boðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur boðað breytingar á virðisaukaskattskerfinu sem miða að því að hækka virðisaukaskatt á matvæli og aðrar vörur sem eru í lægsta skattþrepinu og lækka á móti hæsta skattþrepið. Bjarni talar einnig um að breikka skattstofninn – væntanlega með því að draga úr undanþágum – og einfalda kerfið. Ýmsir hafa mótmælt þessum fyrirætlunum. Mótmælin byggjast að mestu á því að hækkun matarskatts komi verr niður á lágtekjufólki þar sem matur vegur þyngra í heildarútgjöldum lágtekjufólks en þeirra sem hafa meira milli handanna. Vandinn við þessa röksemd er að lágur matarskattur er óhagkvæm leið til þess að bæta hag þeirra sem verst eru settir. Hækkun persónuafsláttarins eða lækkun lægri þrepa tekjuskattskerfisins eru hagkvæmari leiðir til þess að ná sama markmiði. Þeir sem bera hag lágtekjufólks fyrir brjósti eiga því ekki að mótmæla áformum Bjarna um að gera virðisaukaskattskerfið flatara. Þeir eiga þess í stað að þrýsta á hann að hækka persónuafsláttinn nægilega mikið til þess að tryggt sé að hagur lágtekjufólks versni ekki við breytingarnar.Sáralítill munur Neyslukönnun Hagstofunnar sýnir reyndar að sáralítill munur er á vægi þess varnings sem er í lægsta virðisaukaskattsþrepinu í neyslu mismunandi tekjuhópa. Vægi slíks varnings er 22,3% hjá þeim fjórðungi fólks sem hefur lægstar tekjur á meðan það er 21,4% að meðaltali. Tekjutilfærsluáhrif lágs matarskatts eru því hverfandi og hækkunin á persónuafslætti sem þyrfti til þess að vega upp þessi áhrif óveruleg. En af hverju er lágur matarskattur óhagkvæm leið til þess að bæta hag þeirra sem verst eru settir? Það er vegna þess að það er hagkvæmara að gera hluti beint en óbeint þegar kemur að sköttum. Ef tilgangurinn er að nota skattkerfið til þess að jafna tekjur er hagkvæmasta leiðin til þess að veita fólki beinan skattaafslátt (þ.e. hærri persónuafslátt) en ekki að reyna að gera það með því að lækka verðið á mat í samanburði við aðra vöru. Hátekjufólk eyðir mun fleiri krónum í mat en lágtekjufólk og fær því fleiri krónur í „skattafslátt“ en lágtekjufólk ef lágur matarskattur er notaður til þess að reyna að jafna tekjur fólks. Hátekjufólk fær vitaskuld líka persónuafslátt. En það fær þó einungis jafn margar krónur í persónuafslátt eins og lágtekjufólk. Persónuafsláttur er því hagkvæmari leið til þess að nota skattkerfið til tekjujöfnunar. Þessi rök eru ekki heimatilbúin af mér. Það var enginn annar en Joseph Stiglitz sem fyrstur sýndi fram á þessa niðurstöðu ásamt Anthony Atkinson í frægri grein árið 1976. Já, en hvað með þá sem eru með allra lægstu tekjurnar og greiða því nú þegar engan skatt? Hærri persónuafsláttur gagnast því fólki ekki en hærri matarskattur myndi skerða kjör þess. Mikið rétt. Gera þyrfti sérstakar ráðstafanir til þess að bæta upp þessa breytingu þegar kemur að þeim allra verst settu. Það mætti gera með því að hækka bætur eða með því að greiða fólki út ónýttan persónuafslátt (hugmynd sem Milton Friedman talaði fyrir á sínum tíma).Skattar á mat hækkaðir En myndi hækkun matarskattsins ekki hækka vísitölu neysluverðs og þannig hækka verðtryggð húsnæðislán? Nei! Minn skilningur á hugmyndum Bjarna er að þær muni ekki hafa nein nettó áhrifa á skatttekjur. Skattar á mat verða hækkaðir. En skattar á aðrar vörur lækkaðir. Heildaráhrifin á vísitölu neysluverðs ættu því að vera engin. Á Íslandi er nokkuð almenn pólitísk samstaða um að ríkið eigi að reka viðamikið velferðarkerfi. Slíkt velferðarkerfi er dýrt og það er aðalástæða þess að skattar eru háir á Íslandi. En einmitt vegna þess hvað skattar eru háir á Íslandi er sérstaklega mikilvægt að þeir skattar sem lagðir eru á valdi ekki meiri óhagkvæmni en þörf krefur. Með öðrum orðum, það er sérstaklega mikilvægt að skattkerfið sé þó eins hagkvæmt og unnt er. Lágur virðisaukaskattur á matvæli er úrelt hugmynd sem veldur óþarfa óhagkvæmni í skattkerfinu. Í hagkvæmu skattkerfi er virðisaukaskattur flatur og markmiðum um tekjutilfærslu er náð með persónuafslætti og þrepaskiptu tekjuskattskerfi. Ég óska Bjarna Benediktssyni góðs gengis við að hrinda í framkvæmd þeim breytingum á virðisaukaskattskerfinu sem hann boðar.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun