Evrópskt efnahagssvæði í 20 ár Svana Helen Björnsdóttir skrifar 10. janúar 2014 07:00 Þann 1. janúar sl. voru 20 ár liðin frá því Íslendingar gerðust aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), sameiginlegu markaðssvæði 31 Evrópuríkis. Aðgangurinn að innri markaði Evrópu hefur haft mikla þýðingu, bæði fyrir fólk og fyrirtæki. Samningurinn tryggði Íslendingum frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga, sameiginlegan vinnumarkað og þar með frjálsa fólksflutninga – eða svokallað fjórfrelsi. Með EES-samningnum voru í fyrsta sinn innleiddar samkeppnisreglur sem veita neytendum vernd gegn einokun.Samtök iðnaðarins 20 ára Það er engin tilviljun að Samtök iðnaðarins á Íslandi tóku til starfa sama dag og EES-samningurinn tók gildi. Við stofnun samtakanna þurfti að leysa ýmis erfið þrætumál og leggja varð minni og sérhagsmuni til hliðar. Það voru hinir stóru og sameiginlegu hagsmunir sem réðu því að það tókst að mynda stærstu samtök fyrirtækja á Íslandi. Með stofnun SI skapaði íslenskur iðnaður sér sameiginlegan vettvang til að vinna að hagsmunamálum iðnaðarins og um leið sköpuðu fyrirtækin innan samtakanna sér stöðu sem samræmdist mikilvægi framlags þeirra til þjóðarbúsins. Menn töldu þá sem nú mikilvægt að snúa bökum saman í sókn á opna alþjóðlega markaði. Eitt af þeim málum sem heitast brann á stjórnendum fyrirtækja var sveiflujöfnun í íslensku efnahagslífi, þannig að gera mætti áreiðanlegri rekstraráætlanir. Það hefur enn ekki tekist og þar til það tekst búa íslensk fyrirtæki við lakari rekstrarskilyrði en samkeppnisaðilar þeirra erlendis.Samkeppnisstaða Íslands Fyrirtæki landsins og fólkið sem þar starfar eru hinir eiginlegu skaparar verðmætanna sem lífskjör þjóðarinnar byggja á. Þó er til lítils að framleiða verðmæti ef ekki er hægt að koma þeim í verð á markaði. Þess vegna skiptir aðgangur að innri markaði Evrópu höfuðmáli fyrir lífskjör Íslendinga. Evrópusambandið er í mikilli þróun og um leið er EES-samningurinn að úreldast. Gott dæmi um það er fríverslunarsamningur ESB við Bandaríkin, sem Íslendingar munu ekki eiga aðild að. Við sem á Íslandi búum þurfum ekki aðeins að verjast heldur jafnframt að sækja fram og ná að nýta tækifærin sem bjóðast í hinni hörðu alþjóðlegu samkeppni, m.a. um fólk og fyrirtæki. Lífskjör okkar í framtíðinni byggjast á því.Til mikils að vinna Það hefði átt að leiða aðildarviðræður Íslands við ESB til lykta og fyrir því eru margar góðar ástæður. Sú fyrsta er að málið er og verður þrætuepli þar til úr því fæst skorið hver vilji þjóðarinnar er. Önnur ástæða er sú að okkur er hollt að rýna okkur til gagns þær kröfur sem ESB gerir til sambandsríkja sinna um góða hagstjórn. Á henni byggir stöðugleikinn sem fyrirtækin innan Samtaka iðnaðarins hafa barist fyrir í 20 ár. Það er óvíst að EES-samningurinn muni í framtíðinni tryggja aðgang að innri markaði Evrópu. Bregðist hann verður samningsstaða okkar mun verri en nú er. Lífskjör munu versna og frelsi landsmanna meðal þjóða skerðast. Því þarf að hefja aðildarviðræðurnar á ný og láta þjóðina að þeim loknum taka afstöðu í einu afdrifaríkasta hagsmunamáli sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. janúar sl. voru 20 ár liðin frá því Íslendingar gerðust aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), sameiginlegu markaðssvæði 31 Evrópuríkis. Aðgangurinn að innri markaði Evrópu hefur haft mikla þýðingu, bæði fyrir fólk og fyrirtæki. Samningurinn tryggði Íslendingum frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga, sameiginlegan vinnumarkað og þar með frjálsa fólksflutninga – eða svokallað fjórfrelsi. Með EES-samningnum voru í fyrsta sinn innleiddar samkeppnisreglur sem veita neytendum vernd gegn einokun.Samtök iðnaðarins 20 ára Það er engin tilviljun að Samtök iðnaðarins á Íslandi tóku til starfa sama dag og EES-samningurinn tók gildi. Við stofnun samtakanna þurfti að leysa ýmis erfið þrætumál og leggja varð minni og sérhagsmuni til hliðar. Það voru hinir stóru og sameiginlegu hagsmunir sem réðu því að það tókst að mynda stærstu samtök fyrirtækja á Íslandi. Með stofnun SI skapaði íslenskur iðnaður sér sameiginlegan vettvang til að vinna að hagsmunamálum iðnaðarins og um leið sköpuðu fyrirtækin innan samtakanna sér stöðu sem samræmdist mikilvægi framlags þeirra til þjóðarbúsins. Menn töldu þá sem nú mikilvægt að snúa bökum saman í sókn á opna alþjóðlega markaði. Eitt af þeim málum sem heitast brann á stjórnendum fyrirtækja var sveiflujöfnun í íslensku efnahagslífi, þannig að gera mætti áreiðanlegri rekstraráætlanir. Það hefur enn ekki tekist og þar til það tekst búa íslensk fyrirtæki við lakari rekstrarskilyrði en samkeppnisaðilar þeirra erlendis.Samkeppnisstaða Íslands Fyrirtæki landsins og fólkið sem þar starfar eru hinir eiginlegu skaparar verðmætanna sem lífskjör þjóðarinnar byggja á. Þó er til lítils að framleiða verðmæti ef ekki er hægt að koma þeim í verð á markaði. Þess vegna skiptir aðgangur að innri markaði Evrópu höfuðmáli fyrir lífskjör Íslendinga. Evrópusambandið er í mikilli þróun og um leið er EES-samningurinn að úreldast. Gott dæmi um það er fríverslunarsamningur ESB við Bandaríkin, sem Íslendingar munu ekki eiga aðild að. Við sem á Íslandi búum þurfum ekki aðeins að verjast heldur jafnframt að sækja fram og ná að nýta tækifærin sem bjóðast í hinni hörðu alþjóðlegu samkeppni, m.a. um fólk og fyrirtæki. Lífskjör okkar í framtíðinni byggjast á því.Til mikils að vinna Það hefði átt að leiða aðildarviðræður Íslands við ESB til lykta og fyrir því eru margar góðar ástæður. Sú fyrsta er að málið er og verður þrætuepli þar til úr því fæst skorið hver vilji þjóðarinnar er. Önnur ástæða er sú að okkur er hollt að rýna okkur til gagns þær kröfur sem ESB gerir til sambandsríkja sinna um góða hagstjórn. Á henni byggir stöðugleikinn sem fyrirtækin innan Samtaka iðnaðarins hafa barist fyrir í 20 ár. Það er óvíst að EES-samningurinn muni í framtíðinni tryggja aðgang að innri markaði Evrópu. Bregðist hann verður samningsstaða okkar mun verri en nú er. Lífskjör munu versna og frelsi landsmanna meðal þjóða skerðast. Því þarf að hefja aðildarviðræðurnar á ný og láta þjóðina að þeim loknum taka afstöðu í einu afdrifaríkasta hagsmunamáli sínu.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun