Skreytir til að gleðja Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. desember 2014 20:45 „Þetta er svo yndislegt og gaman. Það er svo mikið myrkur úti og við þurfum ljós í hjarta okkar,“ segir Birna. vísir/pjetur Fagurblár litur umlykur eitt mest skreytta hús í Reykjavík. Húsið er staðsett við Dragaveg 5 í Laugardal og skipta ljósaperurnar þúsundum. Birna Sigmundsdóttir byrjaði að setja upp ljósin í lok októbermánaðar og er skreytingunum hvergi nærri lokið því þegar tekur aftur að birta þá skiptir hún jólaskrautinu út fyrir fallegar styttur sem hún hefur sankað að sér í gegnum árin. Skreytingarnar sér hún alfarið um sjálf.Garðurinn er skreyttur hátt í fimm hundruð styttum á sumrin.vísir/gvaDreymir um meira skraut „Þetta er svo yndislegt og gaman. Það er svo mikið myrkur úti og við þurfum ljós í hjarta okkar,“ segir Birna í samtali við Vísi. „En draumur minn er að ná mér í meira skraut og það er enn einn dagur til stefnu, hver veit hvað gerist,“ bætir hún við. Húsið hefur vakið mikla athygli og að sögn Birnu er traffíkin stöðug. Það þykir henni vænt um og slekkur hún ljósin inni hjá sér til að trufla ekki gesti og gangandi. „Það sem gleður mig mest er að sjá þegar börnin og fólkið sem býr þarna í kring koma að skoða. Það er ofboðslega mikið komið og skoðað, fólkið á elliheimilum í kring og rútuferðir meira að segja. Rútur eru farnar að koma og stoppa og fólki leyft að skoða,“ segir hún glöð í bragði.„Rútur eru farnar að koma og stoppa og fólki leyft að skoða.“vísir/sunna karenBirna býr á neðri hæð hússins og par á þeirri efri. Hún segir parið taka vel í skreytingarnar og gáfu þau henni góðfúslegt leyfi til að skreyta húsið allt. Birna segir vinnuna sem fylgi skreytingunum afar mikla, en að hún sé vel þess virði. „Þetta er ofboðslega mikil vinna. Það þarf að passa hvað maður er að kaupa og þetta þarf að vera gott, ekkert drasl og að allt komi út sem fallegast. Líka þannig að börn megi koma við þetta og það er þannig hjá mér. Það mega allir snerta á öllu.“ Úr jólahúsi í álfaland Aðspurð hver kostnaðurinn sé sem fylgi skreytingunum, skellir hún uppúr og segist helst ekkert vilja ræða það. „Við skulum ekkert tala um kostnaðinn. En ég er dugleg að kaupa á útsölum og kaupi allar mínar seríur þá. Svo næ ég alltaf að safna meiru og meiru, þó svo það sé alltaf eitthvað sem eyðileggist.“Birna segir fjölmarga hafa skilið eftir styttur handa henni í garðinu.vísir/gvaJólaskrautið verður uppi í skammdeginu og taka svo við fallegar álfastyttur. Stytturnar eru 500 talsins og eru af öllum stærðum og gerðum; álfar, hús, tröll, kýr, endur, litlar brýr og gosbrunnar. Hún líkir garðinum við ævintýraland en þegar hún flutti í Laugardalinn fyrir þremur árum síðan var hann í algjörri órækt. „Ég rækta til dæmis rósir en á sumrin er garðurinn eitt blómahaf,“ segir hún og hvetur alla sem eiga leið hjá til að koma og skoða, á hvaða tíma dags og árstíma sem er.Veist þú um fleiri falleg jólahús? Endilega sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is Jólafréttir Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Fagurblár litur umlykur eitt mest skreytta hús í Reykjavík. Húsið er staðsett við Dragaveg 5 í Laugardal og skipta ljósaperurnar þúsundum. Birna Sigmundsdóttir byrjaði að setja upp ljósin í lok októbermánaðar og er skreytingunum hvergi nærri lokið því þegar tekur aftur að birta þá skiptir hún jólaskrautinu út fyrir fallegar styttur sem hún hefur sankað að sér í gegnum árin. Skreytingarnar sér hún alfarið um sjálf.Garðurinn er skreyttur hátt í fimm hundruð styttum á sumrin.vísir/gvaDreymir um meira skraut „Þetta er svo yndislegt og gaman. Það er svo mikið myrkur úti og við þurfum ljós í hjarta okkar,“ segir Birna í samtali við Vísi. „En draumur minn er að ná mér í meira skraut og það er enn einn dagur til stefnu, hver veit hvað gerist,“ bætir hún við. Húsið hefur vakið mikla athygli og að sögn Birnu er traffíkin stöðug. Það þykir henni vænt um og slekkur hún ljósin inni hjá sér til að trufla ekki gesti og gangandi. „Það sem gleður mig mest er að sjá þegar börnin og fólkið sem býr þarna í kring koma að skoða. Það er ofboðslega mikið komið og skoðað, fólkið á elliheimilum í kring og rútuferðir meira að segja. Rútur eru farnar að koma og stoppa og fólki leyft að skoða,“ segir hún glöð í bragði.„Rútur eru farnar að koma og stoppa og fólki leyft að skoða.“vísir/sunna karenBirna býr á neðri hæð hússins og par á þeirri efri. Hún segir parið taka vel í skreytingarnar og gáfu þau henni góðfúslegt leyfi til að skreyta húsið allt. Birna segir vinnuna sem fylgi skreytingunum afar mikla, en að hún sé vel þess virði. „Þetta er ofboðslega mikil vinna. Það þarf að passa hvað maður er að kaupa og þetta þarf að vera gott, ekkert drasl og að allt komi út sem fallegast. Líka þannig að börn megi koma við þetta og það er þannig hjá mér. Það mega allir snerta á öllu.“ Úr jólahúsi í álfaland Aðspurð hver kostnaðurinn sé sem fylgi skreytingunum, skellir hún uppúr og segist helst ekkert vilja ræða það. „Við skulum ekkert tala um kostnaðinn. En ég er dugleg að kaupa á útsölum og kaupi allar mínar seríur þá. Svo næ ég alltaf að safna meiru og meiru, þó svo það sé alltaf eitthvað sem eyðileggist.“Birna segir fjölmarga hafa skilið eftir styttur handa henni í garðinu.vísir/gvaJólaskrautið verður uppi í skammdeginu og taka svo við fallegar álfastyttur. Stytturnar eru 500 talsins og eru af öllum stærðum og gerðum; álfar, hús, tröll, kýr, endur, litlar brýr og gosbrunnar. Hún líkir garðinum við ævintýraland en þegar hún flutti í Laugardalinn fyrir þremur árum síðan var hann í algjörri órækt. „Ég rækta til dæmis rósir en á sumrin er garðurinn eitt blómahaf,“ segir hún og hvetur alla sem eiga leið hjá til að koma og skoða, á hvaða tíma dags og árstíma sem er.Veist þú um fleiri falleg jólahús? Endilega sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is
Jólafréttir Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira