Hitastig á Norðurskautinu hækkar tvöfalt hraðar en annars staðar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. desember 2014 13:31 Norðurskautið. vísir/ap Hitastig á Norðurskautinu hækkar tvöfalt hraðar en annars staðar samkvæmt einkunnabók bandarísku haf- og loftslagsstofnuninni. Vísbendingar eru um að hafísinn geti horfið að mestu á næstu áratugum. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, segir þetta vera einhverjar stórkostlegustu loftslagsbreytingar sem orðið hafa á jörðinni síðan ísöld lauk. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin hefur birt einkunnabók Norðurskautsins í lok árs frá því árið tvö þúsund og sex en að þessu sinni tóku sextíu og þrír vísindamenn frá þrettán löndum þátt í rannsókninni. Að mörgu leyti eru breytingar á ísþekju hafíss á norðurslóðum þetta árið betri en menn áttu von á. Stærð ísþekjunnar, sem hefur verið mæld síðan 1967, var líkt og síðustu ár undir meðallagi og hefur aldrei verið minni á evrasíusvæðinu í apríl. Hafísþekjan í september hefur dregist saman um meir en helming síðan árið nítján hundruð sjötíu og átta.mynd/arctic.noaa.govÍsþekja Norðurskautsins skiptir gríðarlega miklu máli þegar loftslag jarðar er annars vegar. Minnki ísþekja hafíss verulega verða grundvallarbreytingar á hitafari jarðar þegar dökkt yfirborð hafsins drekkur í sig sólarhitann sem annars hefði kastast aftur út í geiminn af hvítum hafísnum. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur og bloggari, fjallar um einkunnabókina á vefsvæði sínu. Hann bendir á að við verðum nú vitni af stöðugri hlýnun jarðar og að hún muni aðeins aukast þegar hafísinn minnkar eða hverfur. Þá sé þetta sérstaklega slæmt í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur stað hinum megin á hnettinum, á suðurskautinu, þar sem verulegar breytingar hafa orðið á ísþekju og hitastigi. Þannig hefur hitastig á Norðurskautinu hækkað tvöfalt á við önnur svæði. Þessi breytingar hefur víðtæk áhrif. Fjörutíu prósent af íshellu Grænlandsjökuls bráðnaði í sumar. Slíkar tölur hafa ekki sést frá því að gervihnattamælingar hófust árið tvö þúsund.Þrátt fyrir þetta helst massi Grænlandsjökuls nánast óbreyttur milli ára. Martin Jeffries, hjá Hafrannsóknardeild bandaríska flotans og ritstjóri einkunnabókarinnar, sagði í samtali við New York Times að ekki sé hægt að gera ráð fyrir að met falli ár eftir ár. Einblína þurfi á þá staðreynd að breytingarnar halda áfram á Norðurslóðum. Að óbreyttu mun ísþekjan að mestu hverfa, enginn efast um það. Það eru hinsvegar skiptar skoðanir um hversu langan tíma það taki. Sumir vísindamenn segja hundrað ár, aðrir þrjátíu og til fjörutíu ár. Haraldur spyr á vefsvæði sínu hverjar afleiðingarnar verða fyrir fiskveiðar og lífríki í sjónum umhverfis Ísland. Hann kallar eftir því að íslenskir ráðamenn og stofnanir sinni þessu máli. Loftslagsmál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Hitastig á Norðurskautinu hækkar tvöfalt hraðar en annars staðar samkvæmt einkunnabók bandarísku haf- og loftslagsstofnuninni. Vísbendingar eru um að hafísinn geti horfið að mestu á næstu áratugum. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, segir þetta vera einhverjar stórkostlegustu loftslagsbreytingar sem orðið hafa á jörðinni síðan ísöld lauk. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin hefur birt einkunnabók Norðurskautsins í lok árs frá því árið tvö þúsund og sex en að þessu sinni tóku sextíu og þrír vísindamenn frá þrettán löndum þátt í rannsókninni. Að mörgu leyti eru breytingar á ísþekju hafíss á norðurslóðum þetta árið betri en menn áttu von á. Stærð ísþekjunnar, sem hefur verið mæld síðan 1967, var líkt og síðustu ár undir meðallagi og hefur aldrei verið minni á evrasíusvæðinu í apríl. Hafísþekjan í september hefur dregist saman um meir en helming síðan árið nítján hundruð sjötíu og átta.mynd/arctic.noaa.govÍsþekja Norðurskautsins skiptir gríðarlega miklu máli þegar loftslag jarðar er annars vegar. Minnki ísþekja hafíss verulega verða grundvallarbreytingar á hitafari jarðar þegar dökkt yfirborð hafsins drekkur í sig sólarhitann sem annars hefði kastast aftur út í geiminn af hvítum hafísnum. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur og bloggari, fjallar um einkunnabókina á vefsvæði sínu. Hann bendir á að við verðum nú vitni af stöðugri hlýnun jarðar og að hún muni aðeins aukast þegar hafísinn minnkar eða hverfur. Þá sé þetta sérstaklega slæmt í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur stað hinum megin á hnettinum, á suðurskautinu, þar sem verulegar breytingar hafa orðið á ísþekju og hitastigi. Þannig hefur hitastig á Norðurskautinu hækkað tvöfalt á við önnur svæði. Þessi breytingar hefur víðtæk áhrif. Fjörutíu prósent af íshellu Grænlandsjökuls bráðnaði í sumar. Slíkar tölur hafa ekki sést frá því að gervihnattamælingar hófust árið tvö þúsund.Þrátt fyrir þetta helst massi Grænlandsjökuls nánast óbreyttur milli ára. Martin Jeffries, hjá Hafrannsóknardeild bandaríska flotans og ritstjóri einkunnabókarinnar, sagði í samtali við New York Times að ekki sé hægt að gera ráð fyrir að met falli ár eftir ár. Einblína þurfi á þá staðreynd að breytingarnar halda áfram á Norðurslóðum. Að óbreyttu mun ísþekjan að mestu hverfa, enginn efast um það. Það eru hinsvegar skiptar skoðanir um hversu langan tíma það taki. Sumir vísindamenn segja hundrað ár, aðrir þrjátíu og til fjörutíu ár. Haraldur spyr á vefsvæði sínu hverjar afleiðingarnar verða fyrir fiskveiðar og lífríki í sjónum umhverfis Ísland. Hann kallar eftir því að íslenskir ráðamenn og stofnanir sinni þessu máli.
Loftslagsmál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira