
Í morgun tilkynnti seðlabanki Rússlands óvænta 6,5 punkta hækkun á stýrivöxtum. Vextir bankans hafa ekki hækkað jafn mikið í einu síðan árið 1998 þegar fjármálakreppa reið yfir heiminn.
Seðlabankinn sagði hækkunina eiga að draga úr gengisfalli rúblunnar og áhættu á aukinni verðbólgu. Rúblan hefur hrunið um helming síðastliðna sex mánuði með þeim afleyðingum að verðbólga mælist þar nú 10 prósent.

Olía er helsta útflutningsvara Rússa en olíuverð hefur ekki verið lægra síðan í júlí árið 2009.
Hægt er að sjá gengisþróun rúblu gagnvart dollar hér.