Leikskólinn hefur verið að vinna með Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna með áherslu á lýðræði og að hlusta á sjónarmið og raddir barna. Í kjölfar þess langaði börnunum í Sjálandi að gera góðverk fyrir jólin og foreldrafélagið tók þátt í því með þeim.
Ákveðið var að styrkja Mæðrastyrksnefnd með peningaupphæð sem kemur úr góðgerðasjóði sem foreldrafélag leikskólans hefur umsjón með.

Börnin bjuggu jafnframt til gjafapappír, kort og pökkuðu gjöfunum inn. Verkefni sem þetta eflir samkennd og hvetur til umræðu um að það hafi ekki allir það jafn gott og að við getum glatt aðra með góðverki.