Þórir Ólafsson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki í 20 manna æfingahópi fyrir HM í Katar sem Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, tilkynnti í dag.
Þórir hefur verið reglulega valinn í íslenska landsliðið síðustu ár en þarf að víkja nú. Hægri hornamenn íslenska æfingahópsins eru þeir Arnór Þór Gunnarsson og Guðmundur Árni Ólafsson.
„Þetta er eitthvað sem ég stjórna ekki og maður verður því að virða ákvörðun þjálfarans,“ sagði Þórir í samtali við Vísi í dag. „Auðvitað hefði maður viljað vera með enda tel ég mig enn vera í nógu góðan og í standi til þess.“
Aron tilkynnti Þóri þetta fyrir nokkrum dögum síðan og því hefur Selfyssingurinn fengið tíma til að melta tíðindin.
„Maður er auðvitað spældur - það er ekki spurning. En nú dugir ekkert annað en að einbeita sér að Stjörnunni enda mikilvægur leikur í kvöld [gegn Fram í Olísdeild karla].“
Þórir: Ég er auðvitað spældur
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti

Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn



