Ferðamennirnir héldu verksmiðju gangandi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2014 19:45 Hröð uppbygging gistirýmis hefur reynst happafengur fyrir byggingariðnaðinn og er helsta ástæða þess að einu steypueiningaverksmiðju Austurlands tókst að þreyja þorrann. „Þetta hefur gert það að verkum að við erum búnir að vera með fullan rekstur yfir þennan harðasta tíma eftir hrunið. Við höfum aldrei lokað verksmiðjunni, aldrei slökkt á henni,“ segir Jón Grétar Traustason, verkefnisstjóri VHE á Austurlandi, í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Úr steypueiningaverksmiðju VHE í Fellabæ.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Einingaverksmiðjan er í Fellabæ á Fljótsdalshéraði, við hringveginn í útjaðri Egilsstaða. Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar, VHE, eignaðist verksmiðjuna eftir að Malarvinnslan fór í þrot og þar starfa að jafnaði um tíu manns. Þar sáum við sérhæfðan vagn taka steypueiningar í hótelbyggingu í Mývatnssveit, eitt dæmið um hvernig byggingageirinn nýtur góðs af ferðaþjónustu. „Strax eftir hrunið lentum við í stórum verkefnum fyrir Alcoa á Reyðarfirði, byggðum fyrir þá stórhýsi, og svo í framhaldi af því þá hófst hér ferðamannauppbygging sem gerirþað að verkum að það þarf húsnæði og það þarf að koma hratt. Þá eru steyptar einingar rétti kosturinn,“ segir Jón Grétar.Guðgeir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri VHE á Austurlandi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Einingaverksmiðjan er aðeins lítill hluti af viðamikilli starfsemi Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar á Austurlandi. „Við erum með um 200 manns í vinnu, bæði í bygginga- og verktakastarfsemi, og síðan þjónustu í kringum álverið, sem er stærst,“ segir Guðgeir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri VHE á Austurlandi. Nánar verður fjallað um fyrirtækið og fjölskylduna á bak við það í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld.Hús Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar eru með bláum þökum við hlið Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Langþráð hjúkrunarheimili opnað á Egilsstöðum í vor Stærstu framkvæmdir sem ráðist hefur verið í eftir hrun á Fljótsdalshéraði standa nú yfir á Egilsstöðum, - smíði nýs hjúkrunarheimilis. 3. nóvember 2014 20:30 Vill heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai Íslendingar ættu að heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai og fá þannig fjórfalt hærra verð fyrir heyið. 2. desember 2014 18:15 Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Sjá meira
Hröð uppbygging gistirýmis hefur reynst happafengur fyrir byggingariðnaðinn og er helsta ástæða þess að einu steypueiningaverksmiðju Austurlands tókst að þreyja þorrann. „Þetta hefur gert það að verkum að við erum búnir að vera með fullan rekstur yfir þennan harðasta tíma eftir hrunið. Við höfum aldrei lokað verksmiðjunni, aldrei slökkt á henni,“ segir Jón Grétar Traustason, verkefnisstjóri VHE á Austurlandi, í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Úr steypueiningaverksmiðju VHE í Fellabæ.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Einingaverksmiðjan er í Fellabæ á Fljótsdalshéraði, við hringveginn í útjaðri Egilsstaða. Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar, VHE, eignaðist verksmiðjuna eftir að Malarvinnslan fór í þrot og þar starfa að jafnaði um tíu manns. Þar sáum við sérhæfðan vagn taka steypueiningar í hótelbyggingu í Mývatnssveit, eitt dæmið um hvernig byggingageirinn nýtur góðs af ferðaþjónustu. „Strax eftir hrunið lentum við í stórum verkefnum fyrir Alcoa á Reyðarfirði, byggðum fyrir þá stórhýsi, og svo í framhaldi af því þá hófst hér ferðamannauppbygging sem gerirþað að verkum að það þarf húsnæði og það þarf að koma hratt. Þá eru steyptar einingar rétti kosturinn,“ segir Jón Grétar.Guðgeir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri VHE á Austurlandi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Einingaverksmiðjan er aðeins lítill hluti af viðamikilli starfsemi Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar á Austurlandi. „Við erum með um 200 manns í vinnu, bæði í bygginga- og verktakastarfsemi, og síðan þjónustu í kringum álverið, sem er stærst,“ segir Guðgeir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri VHE á Austurlandi. Nánar verður fjallað um fyrirtækið og fjölskylduna á bak við það í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld.Hús Vélaverkstæðis Hjalta Einarssonar eru með bláum þökum við hlið Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Langþráð hjúkrunarheimili opnað á Egilsstöðum í vor Stærstu framkvæmdir sem ráðist hefur verið í eftir hrun á Fljótsdalshéraði standa nú yfir á Egilsstöðum, - smíði nýs hjúkrunarheimilis. 3. nóvember 2014 20:30 Vill heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai Íslendingar ættu að heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai og fá þannig fjórfalt hærra verð fyrir heyið. 2. desember 2014 18:15 Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Sjá meira
Langþráð hjúkrunarheimili opnað á Egilsstöðum í vor Stærstu framkvæmdir sem ráðist hefur verið í eftir hrun á Fljótsdalshéraði standa nú yfir á Egilsstöðum, - smíði nýs hjúkrunarheimilis. 3. nóvember 2014 20:30
Vill heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai Íslendingar ættu að heyja eyðijarðir fyrir úlfalda í Dubai og fá þannig fjórfalt hærra verð fyrir heyið. 2. desember 2014 18:15