Leggja til að hefndarklám verði refsivert Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2014 16:41 Hefndarklám er það þegar að myndum eða myndskeiðum er dreift eða þau birt án leyfis þess sem þar er. Vísir/Getty Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á hegningarlögum. Í frumvarpinu er lagt til að hefndarklám verði gert refsivert. Hefndarklám er það þegar að myndum eða myndskeiðum er dreift eða þau birt án leyfis þess sem þar er. Er dreifingin og/eða birtingin til þess fallin að valda þeim sem er á myndunum eða í myndskeiðunum vanlíðan eða tjóni eða er lítilsvirðandi fyrir hann, eins og það er orðað í greinargerðinni. Nektarmyndum og kynferðislegum myndum og/eða myndskeiðum er gjarnan dreift í þessum tilgangi. Stundum er myndefni af þessum toga jafnvel dreift í hefndarskyni í kjölfar þess að ástarsambandi lýkur en einnig er myndefni dreift sem einstaklingur hefur sent sjálfur og ekki talið að myndi fara neitt áfram. Mikil umræða hefur skapast um dreifingu nektarmynda á netinu upp á síðkastið. Til að mynda vakti mál Tinnu Ingólfsdóttur mikla athygli en nektarmyndum, sem hún hafði sent af sér til tveggja manna sem hún taldi vini sína, var dreift um netið. Pistill hennar, Ert þú ekki þessi stelpa?, fjallaði um reynslu hennar í kjölfar þess að hafa sem ung stúlka sent nektarmyndir af sér sem síðan fóru í dreifingu. Málið tók verulega á Tinnu bæði á líkama og sál og hafði alvarlegar afleiðingar í för með sér. Lokaði hún sig af félagslega og átti erfitt uppdráttar í grunnskóla. „Ég var kölluð druslan,“ sagði hún í viðtali í Íslandi í dag sem gestir málþingsins horfðu á í dag. Tinna lést þann 21.maí síðastliðinn en móðir hennar heldur baráttunni áfram. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag en til að það verði að lögum þarf það að fara í gegnum 3 umræður auk þess sem það fer til umræðu hjá þingnefnd. Vísir greindi frá því í haust að tölfræði frá síðasta vetri gefi þingmönnum ekki ástæðu til að vera bjartsýnir á að mál þeirra nái fram að ganga; af þeim 172 frumvörpum sem lögðu voru fram voru 91 samþykkt sem lög. Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á hegningarlögum. Í frumvarpinu er lagt til að hefndarklám verði gert refsivert. Hefndarklám er það þegar að myndum eða myndskeiðum er dreift eða þau birt án leyfis þess sem þar er. Er dreifingin og/eða birtingin til þess fallin að valda þeim sem er á myndunum eða í myndskeiðunum vanlíðan eða tjóni eða er lítilsvirðandi fyrir hann, eins og það er orðað í greinargerðinni. Nektarmyndum og kynferðislegum myndum og/eða myndskeiðum er gjarnan dreift í þessum tilgangi. Stundum er myndefni af þessum toga jafnvel dreift í hefndarskyni í kjölfar þess að ástarsambandi lýkur en einnig er myndefni dreift sem einstaklingur hefur sent sjálfur og ekki talið að myndi fara neitt áfram. Mikil umræða hefur skapast um dreifingu nektarmynda á netinu upp á síðkastið. Til að mynda vakti mál Tinnu Ingólfsdóttur mikla athygli en nektarmyndum, sem hún hafði sent af sér til tveggja manna sem hún taldi vini sína, var dreift um netið. Pistill hennar, Ert þú ekki þessi stelpa?, fjallaði um reynslu hennar í kjölfar þess að hafa sem ung stúlka sent nektarmyndir af sér sem síðan fóru í dreifingu. Málið tók verulega á Tinnu bæði á líkama og sál og hafði alvarlegar afleiðingar í för með sér. Lokaði hún sig af félagslega og átti erfitt uppdráttar í grunnskóla. „Ég var kölluð druslan,“ sagði hún í viðtali í Íslandi í dag sem gestir málþingsins horfðu á í dag. Tinna lést þann 21.maí síðastliðinn en móðir hennar heldur baráttunni áfram. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag en til að það verði að lögum þarf það að fara í gegnum 3 umræður auk þess sem það fer til umræðu hjá þingnefnd. Vísir greindi frá því í haust að tölfræði frá síðasta vetri gefi þingmönnum ekki ástæðu til að vera bjartsýnir á að mál þeirra nái fram að ganga; af þeim 172 frumvörpum sem lögðu voru fram voru 91 samþykkt sem lög.
Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira